Jarðgöng undir Miklubraut fýsilegri kostur Ólafur Björn Sverrisson og Heimir Már Pétursson skrifa 3. júlí 2024 20:55 Kristján Árni hjá Vegagerðinni ræddi möguleg jarðgöng í kvöldfréttum Stöðvar 2. vísir Verkefnastjóri á höfuðborgarsvæði Vegagerðarinnar segir jarðgangagerð undir Miklubraut með tengingu við Kringlumýrarbraut hafa ýmsa kosti fram yfir stokk. Gangagerð myndi raska umferð minna á framkvæmdatíma og bjóða upp á meira pláss til borgarþróunar. Fjórir kostir til að beina umferð undir Miklubraut eru nú til skoðunar. Tvær tillögur gera ráð fyrir stokki frá Háaleiti að Hlíðarenda en hinar tvær gera ráð nær þriggja kílómetra jarðgöngum frá Skeifunni. Hér má sjá gangamuna fyrir tveggja akreina jarðgöng á Miklubraut við Skeifuna.Efla Verkfræðistofan Efla, sem kynnti tillögurnar í umhverfis- og skipulagsráði, mælir með öðrum jarðgangakostinum, jarðgöngum 2d, þar sem einnig er reiknað með hliðargöngum undir Kringlumýrarbraut. Jarðgöngin yrðu þau fyrstu á höfuðborgarsvæðinu. Þeir valkostir sem Efla leggur til.Efla Framkvæmdirnar yrðu hluti af hinum umtalaða samgöngusáttmála sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins. Heimir Már Pétursson fréttamaður ræddi við Kristján Árna Kristjánsson verkefnastjóra á höfuðborgarsvæði Vegagerðarinnar um þá kosti sem liggja fyrir. „Nú erum við að ljúka þessu frumdragastigi þessa verkefnis þar sem fram fer þessi valkostagreining. Þeir kostir sem við erum að líta til núna voru tvær stokkalausnir og tvær jarðgangalausnir. Meginmunurinn milli þessara lausna er tengingin inn á Kringlumýrabraut,“ segir Kristján Árni. Hér sjást hugmyndir um jarðgöng frá Kriinglumýrarbraut undir gatnamótin við Miklubraut. Borgarlína færi um akreinar milli gangamunanna. Kringlan á vinstri hönd á þessari mynd.Efla „Það eru talsverðir kostir sem við sjáum við jarðgangalausnirnar. Þær myndu leysa þessar umferðartafir og tryggja umferðaröryggi frekar vel. Göngin eru lengri og veita þá aukið pláss til borgarþróunar á yfirborðinu. Aðstæður til jarðgangagerðar á þessum kafla eru mjög góðar. Stokkaframkvæmd er frekar flókin og meginhausverkurinn í þessu verkefni er að leysa umferð á framkvæmdatíma. Hvernig þú kæmir umferð framhjá framkvæmdasvæði á ásættanlegan hátt.“ Teikning sem sýnir mögulega útfærslu á stokkmöguleika 1 og jarðgöngum 2d.Efla Svona gæti jarðgangamunni við Bústaðavegsbrúna litið út..Efla Einfaldara yrði því að stýra umferð með jarðgangagerð. „Þar liggurðu mun dýpra en með stokkalausninni og þarf ekki að grafa skurð eftir endilöngu verkstæðinu. Raskar þá yfirborðinu minna,“ segir Kristján Árni. Hér er útfærsla með jarðgöngum undir brúna á Bústaðavegi.Efla Einhver ár eru í að hægt verði að hefja framkvæmd sem þessa. „Við erum á fyrsta stigi hönnunar núna og það á eftir að fara í for- og verkhönnun. Síðan er fjármagn í þetta verkefni og tímasetning háð tímasetningu fjármagns í uppfærðum samgöngusáttmála, sem er í vinnslu núna,“ segir Kristján Árni og bætir við að framkvæmdin tæki minnst fimm ár. Samgöngur Skipulag Umferð Reykjavík Jarðgöng á Íslandi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Sjá meira
Fjórir kostir til að beina umferð undir Miklubraut eru nú til skoðunar. Tvær tillögur gera ráð fyrir stokki frá Háaleiti að Hlíðarenda en hinar tvær gera ráð nær þriggja kílómetra jarðgöngum frá Skeifunni. Hér má sjá gangamuna fyrir tveggja akreina jarðgöng á Miklubraut við Skeifuna.Efla Verkfræðistofan Efla, sem kynnti tillögurnar í umhverfis- og skipulagsráði, mælir með öðrum jarðgangakostinum, jarðgöngum 2d, þar sem einnig er reiknað með hliðargöngum undir Kringlumýrarbraut. Jarðgöngin yrðu þau fyrstu á höfuðborgarsvæðinu. Þeir valkostir sem Efla leggur til.Efla Framkvæmdirnar yrðu hluti af hinum umtalaða samgöngusáttmála sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins. Heimir Már Pétursson fréttamaður ræddi við Kristján Árna Kristjánsson verkefnastjóra á höfuðborgarsvæði Vegagerðarinnar um þá kosti sem liggja fyrir. „Nú erum við að ljúka þessu frumdragastigi þessa verkefnis þar sem fram fer þessi valkostagreining. Þeir kostir sem við erum að líta til núna voru tvær stokkalausnir og tvær jarðgangalausnir. Meginmunurinn milli þessara lausna er tengingin inn á Kringlumýrabraut,“ segir Kristján Árni. Hér sjást hugmyndir um jarðgöng frá Kriinglumýrarbraut undir gatnamótin við Miklubraut. Borgarlína færi um akreinar milli gangamunanna. Kringlan á vinstri hönd á þessari mynd.Efla „Það eru talsverðir kostir sem við sjáum við jarðgangalausnirnar. Þær myndu leysa þessar umferðartafir og tryggja umferðaröryggi frekar vel. Göngin eru lengri og veita þá aukið pláss til borgarþróunar á yfirborðinu. Aðstæður til jarðgangagerðar á þessum kafla eru mjög góðar. Stokkaframkvæmd er frekar flókin og meginhausverkurinn í þessu verkefni er að leysa umferð á framkvæmdatíma. Hvernig þú kæmir umferð framhjá framkvæmdasvæði á ásættanlegan hátt.“ Teikning sem sýnir mögulega útfærslu á stokkmöguleika 1 og jarðgöngum 2d.Efla Svona gæti jarðgangamunni við Bústaðavegsbrúna litið út..Efla Einfaldara yrði því að stýra umferð með jarðgangagerð. „Þar liggurðu mun dýpra en með stokkalausninni og þarf ekki að grafa skurð eftir endilöngu verkstæðinu. Raskar þá yfirborðinu minna,“ segir Kristján Árni. Hér er útfærsla með jarðgöngum undir brúna á Bústaðavegi.Efla Einhver ár eru í að hægt verði að hefja framkvæmd sem þessa. „Við erum á fyrsta stigi hönnunar núna og það á eftir að fara í for- og verkhönnun. Síðan er fjármagn í þetta verkefni og tímasetning háð tímasetningu fjármagns í uppfærðum samgöngusáttmála, sem er í vinnslu núna,“ segir Kristján Árni og bætir við að framkvæmdin tæki minnst fimm ár.
Samgöngur Skipulag Umferð Reykjavík Jarðgöng á Íslandi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Sjá meira