„Í mínum huga alveg útilokað“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. júlí 2024 22:45 Sigurgeir B. Kristgeirsson er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. vísir „Það er í mínum huga alvega útilokað að þetta teljist stórfellt gáleysi,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, inntur eftir viðbrögðum við ákvörðun bæjarráðs Vestmannaeyjarbæjar um að höfða skaðabótamál á hendur fyrirtækinu. Í dag var greint frá ákvörðun bæjarráðsins um að fara í hart við Vinnslustöðina og VÍS vegna tjóns sem varð þegar akkeri skipsins Hugins VE hafnaði á vatnslögn til Vestmannaeyja. Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar segir tjónið að minnsta kosti vera 1.500 milljónir. Vinnslustöðin hefur vísað til ákvæða siglingalaga sem heimila að takmarka tjónabæturnar við 360 milljónir. Páll vísar til þess á móti að óhappið stafi af stórfelldu gáleysi sem leiði til þess að regla um hámarksbætur gildi ekki. Sigurgeir ræddi málið í samtali við Vísi. „Við erum auðvitað tryggð fyrir þessu tjóni. Höfum keypt okkar tryggingar fyrir öllum fjandanum, þar á meðal þessu. Þetta fellur bara undir vátryggingaverndina okkar og það er viðurkennt af tryggingafélaginu,“ segir Sigurgeir og heldur áfram: „Í tjóni sem þessu er það þannig að hámarksbætur eru til staðar. Þetta byggir á alþjóðalögum sem við heyrum undir. Sambærilegt atvik átti sér stað þegar skip sigldi niður brú í Bandaríkjunum, þar átti sama regla við. Bæturnar takmörkuðust við ákveðið hlutfall af verðmæti skipsins. Þannig eru bara reglurnar í þessu og lögin. Tryggingafélagið er annars bara með þetta mál.“ Hér á landi takmarkist bætur og miði við stærð skipa. Þær reglur séu í samræmi við alþjóðlegar reglur og samninga. Útgerðin lúti sömu reglum og aðrir, sem séu í senn íslenskar og alþjóðlegar. Þar gildi ekki aðrar reglur um Huginn en önnur skip, hvort heldur þau eru frá Vestmannaeyjum, öðrum útgerðum á Íslandi eða frá Færeyjum, svo dæmi sé tekið. Býst við deilum fyrir dómstólum „Í mínum huga var aldrei neinn ásetningur í þessu tjóni eða slysi, það liggur alveg í augum uppi. Ég játa að í þessum tryggingafræðum má Páll Magnússon hafa sínar skoðanir á þessu en þetta verði aldrei öðruvísi en túlkað fyrir dómstólum. Bærinn mun væntanlega láta reyna á þetta fyrir dómstólum og ekkert óeðlilegt við það. En fyrir mér og tryggingafélaginu þá er þetta bara svona, það eru hámarksbætur í svona tjónum.“ Hann segir Vinnslustöðina leggja upp úr því að gæta þess að starfsmenn og öll starfsemi sé vel tryggð. „Svo verður bara að fara eftir því sem skilmálar segja hverju sinni og fyrir það borgum við.“ Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Vatn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Krefja Vinnslustöðina um 1,5 milljarða króna Vestmannaeyjabær og HS Veitur hafa sent Vinnslustöð Vestmannaeyja hf. og tryggingafélagi fyrirtækisins kröfubréf þar sem farið er fram á að tjónið á vatnslögn til Eyja verði að fullu bætt. Eins og staðan er í dag er áætlað heildartjón á bilinu 1.380 til 1.485 milljónir króna. 7. júní 2024 13:34 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Í dag var greint frá ákvörðun bæjarráðsins um að fara í hart við Vinnslustöðina og VÍS vegna tjóns sem varð þegar akkeri skipsins Hugins VE hafnaði á vatnslögn til Vestmannaeyja. Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar segir tjónið að minnsta kosti vera 1.500 milljónir. Vinnslustöðin hefur vísað til ákvæða siglingalaga sem heimila að takmarka tjónabæturnar við 360 milljónir. Páll vísar til þess á móti að óhappið stafi af stórfelldu gáleysi sem leiði til þess að regla um hámarksbætur gildi ekki. Sigurgeir ræddi málið í samtali við Vísi. „Við erum auðvitað tryggð fyrir þessu tjóni. Höfum keypt okkar tryggingar fyrir öllum fjandanum, þar á meðal þessu. Þetta fellur bara undir vátryggingaverndina okkar og það er viðurkennt af tryggingafélaginu,“ segir Sigurgeir og heldur áfram: „Í tjóni sem þessu er það þannig að hámarksbætur eru til staðar. Þetta byggir á alþjóðalögum sem við heyrum undir. Sambærilegt atvik átti sér stað þegar skip sigldi niður brú í Bandaríkjunum, þar átti sama regla við. Bæturnar takmörkuðust við ákveðið hlutfall af verðmæti skipsins. Þannig eru bara reglurnar í þessu og lögin. Tryggingafélagið er annars bara með þetta mál.“ Hér á landi takmarkist bætur og miði við stærð skipa. Þær reglur séu í samræmi við alþjóðlegar reglur og samninga. Útgerðin lúti sömu reglum og aðrir, sem séu í senn íslenskar og alþjóðlegar. Þar gildi ekki aðrar reglur um Huginn en önnur skip, hvort heldur þau eru frá Vestmannaeyjum, öðrum útgerðum á Íslandi eða frá Færeyjum, svo dæmi sé tekið. Býst við deilum fyrir dómstólum „Í mínum huga var aldrei neinn ásetningur í þessu tjóni eða slysi, það liggur alveg í augum uppi. Ég játa að í þessum tryggingafræðum má Páll Magnússon hafa sínar skoðanir á þessu en þetta verði aldrei öðruvísi en túlkað fyrir dómstólum. Bærinn mun væntanlega láta reyna á þetta fyrir dómstólum og ekkert óeðlilegt við það. En fyrir mér og tryggingafélaginu þá er þetta bara svona, það eru hámarksbætur í svona tjónum.“ Hann segir Vinnslustöðina leggja upp úr því að gæta þess að starfsmenn og öll starfsemi sé vel tryggð. „Svo verður bara að fara eftir því sem skilmálar segja hverju sinni og fyrir það borgum við.“
Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Vatn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Krefja Vinnslustöðina um 1,5 milljarða króna Vestmannaeyjabær og HS Veitur hafa sent Vinnslustöð Vestmannaeyja hf. og tryggingafélagi fyrirtækisins kröfubréf þar sem farið er fram á að tjónið á vatnslögn til Eyja verði að fullu bætt. Eins og staðan er í dag er áætlað heildartjón á bilinu 1.380 til 1.485 milljónir króna. 7. júní 2024 13:34 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Krefja Vinnslustöðina um 1,5 milljarða króna Vestmannaeyjabær og HS Veitur hafa sent Vinnslustöð Vestmannaeyja hf. og tryggingafélagi fyrirtækisins kröfubréf þar sem farið er fram á að tjónið á vatnslögn til Eyja verði að fullu bætt. Eins og staðan er í dag er áætlað heildartjón á bilinu 1.380 til 1.485 milljónir króna. 7. júní 2024 13:34