Segja að Southgate gæti skipt um leikkerfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2024 10:31 Gareth Southgate ræðir hér við leikmenn sína fyrir framlenginguna á móti Slóvakíu. Getty/Eddie Keogh Ekki hefur vantað gagnrýnina á leik enska landsliðsins á EM þótt að liðið hafi unnið sinn riðil og sé komið alla leið í átta liða úrslitin. Nú er von á breytingum hjá landsliðsþjálfaranum Gareth Southgate. Enskir miðlar eins og The Independent og The Telegraph segja að enska landsliðið hafi verið að prófa nýtt leikkerfi á æfingum liðsins fyrir leik á móti Sviss í átta liða úrslitunum en leikurinn fer fram á laugardaginn. Hér má sjá greinina í The Independent og hér má sjá greinina í The Telegraph. Það er gríðarleg pressa á Southgate enda mikil óánægja með frammistöðu enska liðsins. Gareth Southgate considers shock switch to back three for England's QF game against Switzerland. Story with @SamWallaceTel https://t.co/uVOrv6AqvR— Matt Law (@Matt_Law_DT) July 3, 2024 Enskir fjölmiðlamenn búast við því að Southgate stilli upp þriggja manna vörn í næsta leik. Hann er tilneyddur til að breytta vörninni þar sem að miðvörðurinn Marc Guehi tekur út leikbann á móti Svisslendingum. Það lítur einnig út fyrir það að Luke Shaw sé enn ekki leikfær en Southgate ákvað að fara með meiddan leikmann á Evrópumótið. Búist er við því að Aston Villa maðurinn Ezri Konsa komi inn fyrir Guehi. Konsa gæti spilað í þriggja manna vörn við hlið þeirra John Stones og Kyle Walker. Southgate notaði 3-5-2 leikkerfið á HM 2018 þegar enska landsliðið komst alla leið í undanúrslitin. Hann skipti líka í þetta kerfi undir lokin á leiknum við Slóvakíu í sextán liða úrslitunum þegar enska liðið var undir og þurfti mark. Það gekk upp sem þykir auka líkur á því að liðið verði með þriggja manna vörn á móti Sviss. Bukayo Saka verður þá væntanlega vinstri vængbakvörður eins hann var og í lokin á móti Slóvökum. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ Sjá meira
Enskir miðlar eins og The Independent og The Telegraph segja að enska landsliðið hafi verið að prófa nýtt leikkerfi á æfingum liðsins fyrir leik á móti Sviss í átta liða úrslitunum en leikurinn fer fram á laugardaginn. Hér má sjá greinina í The Independent og hér má sjá greinina í The Telegraph. Það er gríðarleg pressa á Southgate enda mikil óánægja með frammistöðu enska liðsins. Gareth Southgate considers shock switch to back three for England's QF game against Switzerland. Story with @SamWallaceTel https://t.co/uVOrv6AqvR— Matt Law (@Matt_Law_DT) July 3, 2024 Enskir fjölmiðlamenn búast við því að Southgate stilli upp þriggja manna vörn í næsta leik. Hann er tilneyddur til að breytta vörninni þar sem að miðvörðurinn Marc Guehi tekur út leikbann á móti Svisslendingum. Það lítur einnig út fyrir það að Luke Shaw sé enn ekki leikfær en Southgate ákvað að fara með meiddan leikmann á Evrópumótið. Búist er við því að Aston Villa maðurinn Ezri Konsa komi inn fyrir Guehi. Konsa gæti spilað í þriggja manna vörn við hlið þeirra John Stones og Kyle Walker. Southgate notaði 3-5-2 leikkerfið á HM 2018 þegar enska landsliðið komst alla leið í undanúrslitin. Hann skipti líka í þetta kerfi undir lokin á leiknum við Slóvakíu í sextán liða úrslitunum þegar enska liðið var undir og þurfti mark. Það gekk upp sem þykir auka líkur á því að liðið verði með þriggja manna vörn á móti Sviss. Bukayo Saka verður þá væntanlega vinstri vængbakvörður eins hann var og í lokin á móti Slóvökum. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ Sjá meira