Neil Gaiman sakaður um kynferðisofbeldi Árni Sæberg skrifar 4. júlí 2024 07:54 Neil Gaiman neitar sök. Daniel Zuchnik/Getty Neil Gaiman, heimsfrægur höfundur bóka á borð við The Sandman og Good Omens, hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi af tveimur konum. Konurnar tvær segja hann hafa beitt þær ofbeldi þegar þær voru 20 og 21 árs og í sambandi með honum. Gaiman þvertekur fyrir að hafa nokkuð gert af sér. Þetta kemur fram í hlaðvarpsþáttaseríu hlaðvarpsins Tortoise, sem stýrt er af Rachel Johnson, systur Boris nokkurs Johnsons. 21 árs gömul barnapía Í frétt Tortoise segir að mál annarrar konunnar sé enn til rannsóknar á Nýja-Sjálandi, þar sem Gaiman býr, en hún hafi sakað hann um ítrekuð kynferðisbrot yfir nokkurra vikna tímabil árið 2022. Þau hafi kynnst þegar hún var barnapía barna hans, 21 árs gömul. Hann hafi haft við hana gróft og niðurlægjandi samræði án hennar samþykkis. Hann haldi því hins vegar fram að um saklaust samband hafi verið að ræða og þau hafi aldrei stundað samræði heldur aðeins önnur kynmök. Átján ára á bókamessu Í frétt Tortoise er haft eftir hinni konunni að þau Gaiman hafi kynnst á bókamessu í Sarasóta í Bandaríkjunum árið 2003, þegar hún var aðeins átján ára gömul. Þau hafi farið að slá sér upp saman þegar hún var tvítug og hann á miðjum fimmtugsaldri. Hann hafi haft við hana gróft og sársaukafullt samræði, sem hún hafi hvorki viljað né notið. Í eitt skipti hafi hann haft við hana samræði þegar hún hafði gagngert beðið hann um að gera það ekki þar sem hún hafi verið með sársaukafulla þvagfærasýkingu. Eftirsjá og falskar minningar Sem áður segir hefur Gaiman neitað öllum ásökunum um kynferðisbrot. Tortoise hefur eftir heimildum sínum að hann beri fyrir sig að fyrrnefnda konan sé haldin ranghugmyndum byggðum á fölskum minningum. Sú síðarnefnda sé haldin eftirsjá vegna sambands þeirra. Neil Gaiman er einn þekktasti rithöfundur samtímans en hann er bæði þekktur fyrir teiknimyndaseríur og skáldsögur. Teiknimyndaserían The Sandman er sennilega hans þekktasta verk en Netflix framleiðir nú sjónvarpsþætti byggða á seríunni. Þá hafa bækurnar Kóralína og Stardust verið kvikmyndaðar og bókunum Good Omens og American Gods hafa verið gerð skil í sjónvarpsþáttaseríum. Kynferðisofbeldi Bókmenntir Nýja-Sjáland Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Þetta kemur fram í hlaðvarpsþáttaseríu hlaðvarpsins Tortoise, sem stýrt er af Rachel Johnson, systur Boris nokkurs Johnsons. 21 árs gömul barnapía Í frétt Tortoise segir að mál annarrar konunnar sé enn til rannsóknar á Nýja-Sjálandi, þar sem Gaiman býr, en hún hafi sakað hann um ítrekuð kynferðisbrot yfir nokkurra vikna tímabil árið 2022. Þau hafi kynnst þegar hún var barnapía barna hans, 21 árs gömul. Hann hafi haft við hana gróft og niðurlægjandi samræði án hennar samþykkis. Hann haldi því hins vegar fram að um saklaust samband hafi verið að ræða og þau hafi aldrei stundað samræði heldur aðeins önnur kynmök. Átján ára á bókamessu Í frétt Tortoise er haft eftir hinni konunni að þau Gaiman hafi kynnst á bókamessu í Sarasóta í Bandaríkjunum árið 2003, þegar hún var aðeins átján ára gömul. Þau hafi farið að slá sér upp saman þegar hún var tvítug og hann á miðjum fimmtugsaldri. Hann hafi haft við hana gróft og sársaukafullt samræði, sem hún hafi hvorki viljað né notið. Í eitt skipti hafi hann haft við hana samræði þegar hún hafði gagngert beðið hann um að gera það ekki þar sem hún hafi verið með sársaukafulla þvagfærasýkingu. Eftirsjá og falskar minningar Sem áður segir hefur Gaiman neitað öllum ásökunum um kynferðisbrot. Tortoise hefur eftir heimildum sínum að hann beri fyrir sig að fyrrnefnda konan sé haldin ranghugmyndum byggðum á fölskum minningum. Sú síðarnefnda sé haldin eftirsjá vegna sambands þeirra. Neil Gaiman er einn þekktasti rithöfundur samtímans en hann er bæði þekktur fyrir teiknimyndaseríur og skáldsögur. Teiknimyndaserían The Sandman er sennilega hans þekktasta verk en Netflix framleiðir nú sjónvarpsþætti byggða á seríunni. Þá hafa bækurnar Kóralína og Stardust verið kvikmyndaðar og bókunum Good Omens og American Gods hafa verið gerð skil í sjónvarpsþáttaseríum.
Kynferðisofbeldi Bókmenntir Nýja-Sjáland Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira