Veður

Bjart með köflum og hiti allt að sex­tán stigum

Árni Sæberg skrifar
Í dag viðrar vel til garðvinnu á suðvesturhorninu.
Í dag viðrar vel til garðvinnu á suðvesturhorninu. Vísir/Vilhelm

Búast má við norðlægri átt, fimm til þrettán metrum á sekúndu, í dag, hvassast norðvestantil. Hægara veðri og björtu með köflum suðvestanlands, þar sem hiti gæti náð sextán stigum.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands segir að hægfara lægð suðvestur af landinu stýri veðrinu í dag. Áttin sé norðlæg, víða gola, en strekkingur norðvestanlands. 

Skýjað verði og væta af og til á Norður- og Austurlandi, hiti yfirleitt sex til ellefu stig. Bjart með köflum um landið suðvestanvert, en líkur á skúrum síðdegis og hiti geti þar náð 16 stigum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á föstudag:

Norðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og víða lítilsháttar væta. Bjart með köflum suðvestanlands, en líkur á síðdegisskúrum. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast suðvestantil.

Á laugardag:

Norðan 3-8, skýjað á Norður- og Austurlandi og dálítil væta við ströndina. Bjartviðri á sunnanverðu landinu, en stöku skúrir síðdegis. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag:

Breytileg átt 3-8, skýjað og dálítil væta við ströndina, en léttskýjað vestantil. Hiti frá 6 stigum fyrir norðan að 17 stigum suðvestanlands.

Á mánudag og þriðjudag:

Vestan 3-8 og bjart með köflum, en dálitlar skúrir á víð og dreif, einkum síðdegis. Hlýnar í veðri.

Á miðvikudag:

Suðvestlæg átt og dálítil væta á Suður- og Vesturlandi, en bjart með köflum austantil. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast fyrir austan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×