Meirihluti þjóðarinnar styður aðildarviðræður við ESB Heimir Már Pétursson skrifar 4. júlí 2024 12:26 Samkvæmt könnuninni telja 55,3 prósent Íslendinga mikilvægt að aðildarviðræður við Evrópusambandið verði teknar upp á ný. Grafík/Sara Meirihluti þjóðarinnar vill að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Rúmlega fjörutíu prósent er fylgjandi fullri aðild Íslands að sambandinu samkvæmt nýrri könnun. Maskína gerði könnunina fyrir Evrópuhreyfinguna dagana 12. - 20. júní. Af þeim sem tóku afstöðu eru 42,4 prósent hlynnt því að Ísland gangi í Evrópusambandið, 21,9 prósent svöruðu hvorki né og 35,7 prósent eru andvíg inngöngu. Þá telja 55,3 prósent heimilanna mikilvægt að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram á næsta kjörtímabili um framhald viðræðna um aðild að sambandinu. 25,5 prósent töldu þjóðaratkvæðagreiðslu í meðallagi mikilvæga en 19,2 prósent töldu mikilvægi atkvæðagreiðsluna lítilvægt. Þorsteinn Pálsson segir hag breskra heimila hafa versnað eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.AP/Geert Vanden Wijngaert Þorsteinn Pálsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisfloksins og forsætisráðherra segir þessar niðurstöður mjög afgerandi en komi þó ekki á óvart. Áberandi straumfall hafi verið í þessa átt. Það væri afgerandi stuðningur þegar þrír fjórðu hlutar kjósenda styddu þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda ætti aðildarviðræðum áfram. „Og gerir það að verkum að mínu mati að það er ekki lengur hægt að halda þessu máli fyrir utan dagskrá stjórnmálanna,“ segir Þorsteinn. Þingkosningar verða að óbreyttu næsta vor eða haust ef ríkisstjórnin situr út allt kjörtímabilið. Þorsteinn telur reyndar heppilegra að þessi þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram fyrir næstu kosningar eða samhliða þeim. Þorsteinn Pálsson vill að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald aðildarviðræðna Íslands að Evrópusambandinu fari fram fyrir næstu alþingiskosningar.Vísir/Vilhelm „Auðvitað veit enginn fyrirfram hver niðurstaðan er en það er mjög mikilvægt að minni hyggju að næsta ríkisstjórn sem þarf að fara í mikið endurreisnarstarf og marka nýja stefnu fyrir Ísland, viti frá fyrsta degi hver vilji kjósandanna er í þessu stóra máli,“ segir forsætisráðherrann fyrrverandi. Enda yrðu áhrifin á efnahagsstarfsemina mjög víðtæk. Hag heimilanna töldu 50,4% verða betri við aðild, 24,5% verða eins og 25,1% verri. Þorsteinn segir ekki koma á óvart að meirihluta landsmanna telji að hag heimilanna væri betur borgið með aðild að Evrópusambandinu. Það lægi í augum uppi að aðild að sambandinu myndi styrkja hag heimilanna, rétt eins og útflutningsfyrirtækjanna sem gerðu upp upp í evrum. „Þetta er spurning um jöfn tækifæri, að allir fái að stíga þetta skref. Menn sjá líka í Bretlandi að Brexit átti að sprengja upp Evrópusambandið en endaði með því að sprengja upp breska Íhaldsflokkinn. Evrópusambandið aldrei sterkara og efnahagur Bretlands og breskra heimila mun lakari vegna þess að þeir fóru út,“ segir Þorsteinn Pálsson. Fréttin hefur verið uppfærð til að taka betur tillit til þeirra landsmanna sem svöruðu spurningunum hvorki hlynntur né andvígur aðild; að hagur heimilanna yrði eins við aðild; að það væri í meðallagi mikilvægt eða lítilvægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Réttara hefði verið að birta einnig tölurnar í heild sinni og er það gert hér. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Evrópusambandið Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Maskína gerði könnunina fyrir Evrópuhreyfinguna dagana 12. - 20. júní. Af þeim sem tóku afstöðu eru 42,4 prósent hlynnt því að Ísland gangi í Evrópusambandið, 21,9 prósent svöruðu hvorki né og 35,7 prósent eru andvíg inngöngu. Þá telja 55,3 prósent heimilanna mikilvægt að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram á næsta kjörtímabili um framhald viðræðna um aðild að sambandinu. 25,5 prósent töldu þjóðaratkvæðagreiðslu í meðallagi mikilvæga en 19,2 prósent töldu mikilvægi atkvæðagreiðsluna lítilvægt. Þorsteinn Pálsson segir hag breskra heimila hafa versnað eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.AP/Geert Vanden Wijngaert Þorsteinn Pálsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisfloksins og forsætisráðherra segir þessar niðurstöður mjög afgerandi en komi þó ekki á óvart. Áberandi straumfall hafi verið í þessa átt. Það væri afgerandi stuðningur þegar þrír fjórðu hlutar kjósenda styddu þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda ætti aðildarviðræðum áfram. „Og gerir það að verkum að mínu mati að það er ekki lengur hægt að halda þessu máli fyrir utan dagskrá stjórnmálanna,“ segir Þorsteinn. Þingkosningar verða að óbreyttu næsta vor eða haust ef ríkisstjórnin situr út allt kjörtímabilið. Þorsteinn telur reyndar heppilegra að þessi þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram fyrir næstu kosningar eða samhliða þeim. Þorsteinn Pálsson vill að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald aðildarviðræðna Íslands að Evrópusambandinu fari fram fyrir næstu alþingiskosningar.Vísir/Vilhelm „Auðvitað veit enginn fyrirfram hver niðurstaðan er en það er mjög mikilvægt að minni hyggju að næsta ríkisstjórn sem þarf að fara í mikið endurreisnarstarf og marka nýja stefnu fyrir Ísland, viti frá fyrsta degi hver vilji kjósandanna er í þessu stóra máli,“ segir forsætisráðherrann fyrrverandi. Enda yrðu áhrifin á efnahagsstarfsemina mjög víðtæk. Hag heimilanna töldu 50,4% verða betri við aðild, 24,5% verða eins og 25,1% verri. Þorsteinn segir ekki koma á óvart að meirihluta landsmanna telji að hag heimilanna væri betur borgið með aðild að Evrópusambandinu. Það lægi í augum uppi að aðild að sambandinu myndi styrkja hag heimilanna, rétt eins og útflutningsfyrirtækjanna sem gerðu upp upp í evrum. „Þetta er spurning um jöfn tækifæri, að allir fái að stíga þetta skref. Menn sjá líka í Bretlandi að Brexit átti að sprengja upp Evrópusambandið en endaði með því að sprengja upp breska Íhaldsflokkinn. Evrópusambandið aldrei sterkara og efnahagur Bretlands og breskra heimila mun lakari vegna þess að þeir fóru út,“ segir Þorsteinn Pálsson. Fréttin hefur verið uppfærð til að taka betur tillit til þeirra landsmanna sem svöruðu spurningunum hvorki hlynntur né andvígur aðild; að hagur heimilanna yrði eins við aðild; að það væri í meðallagi mikilvægt eða lítilvægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Réttara hefði verið að birta einnig tölurnar í heild sinni og er það gert hér.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Evrópusambandið Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira