Tónlist

Her­bert og Pat­rik leika við hvern sinn fingur í nýju mynd­bandi

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Herbert og Patrik eru nýbúnir að gefa út lagið „Annan hring“ ásamt Bjarka Ómarssyni.
Herbert og Patrik eru nýbúnir að gefa út lagið „Annan hring“ ásamt Bjarka Ómarssyni. Skjáskot

Tónlistarmennirnir Herbert Guðmundsson, Prettyboitjokko og Bomarz hafa gefið út skemmtilegt tónlistarmyndband við nýja lagið þeirra „Annan hring.“ Mikill 80's fílingur er í myndbandinu sem og í laginu sem þeir gáfu út saman í vikunni.

Patrik Atlason (Prettyboitjokko), Bjarki Ómarsson (Bomarz), og Herbert Guðmundsson leiddu nýverið saman hesta sína og gáfu út lagið „Annan hring.“ Í upphafi lagsins má heyra stef úr vinsælu lagi Herberts, Svaraðu.

Myndband við lagið kom svo út í dag, þar sem þremenningarnir og aðrir flytjendur lagsins fara ásamt gestum á kostum í dansi og öðrum leikrænum tilburðum. Myndbandið hefst eins og verið sé að spila það á VHS spólu, áður skemmtilega gamaldags grafík fer af stað og kynnir flytjendur til leiks.

Í myndbandinu sjást þremenningarnir dansa og spila ásamt öðrum fyrir framan gamlar upptökur af fólki, aðallega að dansa líka. Upptökurnar virðast vera frá níunda áratugnum. Þá er myndbandið tekið upp með einhverri tækni sem gerir myndbandið allt gamaldags í útliti, gæðin eru eins og á gamalli VHS spólu.

Björn Ionut Kristinsson, Bjössi sax, leikur á saxafón í laginu og kemur glæsilega fyrir í myndbandinu.Skjáskot

Tengdar fréttir

Herbert Guðmunds og Prettyboitjokko gefa út lag

Á föstudag kemur út nýtt lag þar sem Patrik og Hebbi leiða saman hesta sína til að flytja lagið Annan hring sem er eftir Patrik og Bomarz. Hægt er að hlusta á lagið að neðan en í upphafi þess má heyra stefið úr vinsælu lagi Herberts, Svaraðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×