Keppinautur Antons í stóru lyfjahneyksli sem komið er á borð FBI Sindri Sverrisson skrifar 4. júlí 2024 22:01 Haiyang Qin varð heimsmethafi í 200 metra bringusundi, aðalgrein Antons Sveins McKee, eftir að hafa sloppið við bann þrátt fyrir fall á lyfjaprófi. Getty/Maja Hitij Bandarísk lögregluyfirvöld eru með til rannsóknar mál 23 kínverskra sundmanna, þar á meðal ólympíumeistara og heimsmethafa, sem féllu á lyfjaprófi en fengu samt að halda áfram að keppa eins og ekkert hefði í skorist. AP fréttastofan greindi frá því í dag að málið væri til rannsóknar og fékk það staðfest hjá alþjóða sundsambandinu að Brent Nowicki, framkvæmdastjóri sambandsins, hefði verið kallaður til sem vitni af FBI, bandarísku alríkislögreglunni. AP segir að mögulega verði um að ræða stærsta mál af þessari tegund frá því að lög voru samþykkt í Bandaríkjunum árið 2020, sem heimila rannsókn á lyfjamisferli jafnvel þó það eigi sér stað utan Bandaríkjanna. Sundmennirnir féllu allir á lyfjaprófi í janúar 2021 eftir að í þeim fannst hjartalyfið trimetazidine. Í hópnum voru meðal annarra sundkonan Zhang Yufei sem varð svo ólympíumeistari í 200 metra flugsundi og 4x200 metra boðsundi um sumarið, og Wang Shun sem varð ólympíumeistari í 200 metra fjórsundi. Á meðal annarra sem féllu á lyfjaprófinu er Qin Haiyang, heimsmethafi í 200 metra bringusundi og annar tveggja Kínverja sem koma til með að keppa við Anton Svein McKee í greininni í París í lok þessa mánaðar. Sögðu efnið úr eldhúsi hótelsins Þær skýringar kínverskra yfirvalda, að efnið hefði fundist í eldhúsi hótelsins sem sundlandsliðið dvaldi á og þannig mengað mat sundfólksins, voru teknar gildar af WADA, alþjóða lyfjaeftirlitinu. 🚨 🏊♀️ 💉 The US Department of Justice has opened a criminal investigation into decision to clear 23 Chinese athletes over positive tests for banned substance before Tokyo Olympics. FBI subpoenaed head of world swimming. W/ @nytmike https://t.co/3TXI2FnJp7— tariq panja (@tariqpanja) July 4, 2024 Í kjölfar þess að greint var í fyrsta sinn frá málinu í fjölmiðlum, í apríl 2021, kváðust forráðamenn WADA einfaldlega ekkert hafa getað gert til að sannreyna skýringar Kínverja, þar sem að ekki hefði verið hægt að ferðast til Kína vegna kórónuveirufaraldursins. Fréttir af rannsókninni í Bandaríkjunum koma nú þegar aðeins þrjár vikur eru í að Ólympíuleikarnir í París hefjist. Þar verða að óbreyttu alls ellefu kínverskir sundmenn sem féllu á lyfjaprófi fyrir þremur árum. Sund Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Sjá meira
AP fréttastofan greindi frá því í dag að málið væri til rannsóknar og fékk það staðfest hjá alþjóða sundsambandinu að Brent Nowicki, framkvæmdastjóri sambandsins, hefði verið kallaður til sem vitni af FBI, bandarísku alríkislögreglunni. AP segir að mögulega verði um að ræða stærsta mál af þessari tegund frá því að lög voru samþykkt í Bandaríkjunum árið 2020, sem heimila rannsókn á lyfjamisferli jafnvel þó það eigi sér stað utan Bandaríkjanna. Sundmennirnir féllu allir á lyfjaprófi í janúar 2021 eftir að í þeim fannst hjartalyfið trimetazidine. Í hópnum voru meðal annarra sundkonan Zhang Yufei sem varð svo ólympíumeistari í 200 metra flugsundi og 4x200 metra boðsundi um sumarið, og Wang Shun sem varð ólympíumeistari í 200 metra fjórsundi. Á meðal annarra sem féllu á lyfjaprófinu er Qin Haiyang, heimsmethafi í 200 metra bringusundi og annar tveggja Kínverja sem koma til með að keppa við Anton Svein McKee í greininni í París í lok þessa mánaðar. Sögðu efnið úr eldhúsi hótelsins Þær skýringar kínverskra yfirvalda, að efnið hefði fundist í eldhúsi hótelsins sem sundlandsliðið dvaldi á og þannig mengað mat sundfólksins, voru teknar gildar af WADA, alþjóða lyfjaeftirlitinu. 🚨 🏊♀️ 💉 The US Department of Justice has opened a criminal investigation into decision to clear 23 Chinese athletes over positive tests for banned substance before Tokyo Olympics. FBI subpoenaed head of world swimming. W/ @nytmike https://t.co/3TXI2FnJp7— tariq panja (@tariqpanja) July 4, 2024 Í kjölfar þess að greint var í fyrsta sinn frá málinu í fjölmiðlum, í apríl 2021, kváðust forráðamenn WADA einfaldlega ekkert hafa getað gert til að sannreyna skýringar Kínverja, þar sem að ekki hefði verið hægt að ferðast til Kína vegna kórónuveirufaraldursins. Fréttir af rannsókninni í Bandaríkjunum koma nú þegar aðeins þrjár vikur eru í að Ólympíuleikarnir í París hefjist. Þar verða að óbreyttu alls ellefu kínverskir sundmenn sem féllu á lyfjaprófi fyrir þremur árum.
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Sjá meira