Hvetur fólk til að skipta sér meira af öðrum Lovísa Arnardóttir skrifar 5. júlí 2024 09:03 Margrét Valdimarsdóttir, dósent í afbrotafræði, segir fólk ekki eiga að vera hrætt við að skipta sér af. Ef engin hætta er á ferð er samt betra að hafa sagt eitthvað. Vísir/Arnar Afbrotafræðingur segir fólk ekki eiga að vera hrætt við að vera afskiptasamt ef það telur annað fólk í hættu eða í þörf á aðstoð. Ábyrgðarþynning [e. bystander effect] geri það að verkum að fólk bregðist síður við. „Ef sérð eitthvað, segðu eitthvað“ segir Margrét Valdimarsdóttir dósent við Háskóla Íslands í afbrotafræði. Hún ræddi ábyrgðarþynningu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Margrét útskýrir hugtakið þannig að þegar eitthvað gerist, því fleiri sem eru vitni að því, því ólíklegra sé að einhver bregðist við. „Það er raunin,“ segir Margrét. Hugtakið hafi fyrst komið fram árið 1964 eftir að ung kona var myrt við heimili sitt. Kitty Genovese var 28 ára gömul og var á leið heim til sín eftir vinnu. Það var um miðja nótt í New York í Bandaríkjunum árið 1964. Þá var ráðist á hana, henni nauðgað og hún myrt. Eftir það lá hún svo í götunni í frekar langan tíma áður en hún fannst látin. Um það bil tveimur vikum síðar var birt grein í New York Times þar sem fullyrt var að 38 hefðu verið vitni að árásinni og ekki hringt í lögreglu eða skipt sér af. „Það brást enginn við,“ segir Margrét og að í kjölfarið hafi sálfræðingar fjallað um ábyrgðarþynningu við þessar aðstæður. Margrét segir að þegar fleiri eru vitni að einhverjum atburði þá dreifist ábyrgðin og þaðan komi íslenska þýðingin um ábyrgðarþynningu. „Þú finnur til minni ábyrgðar.“ Viljum sjá viðbrögð annarra Hún segir þetta hafa verið rannsakað mikið síðustu ár og að niðurstöður þessara rannsóknar hafi sýnt að félagslegu áhrifin eru svo sterk. „Við erum svo miklar félagsverur. Ef að við verðum vitni að einhverjum atburði. Ef það eru fleiri í kringum okkur og við erum ekki alveg viss um hvernig sé viðeigandi að bregðast við, hvernig sé rétt að bregðast við, þá höldum við alltaf að aðrir viti frekar. Að við séum þau einu í aðstæðunum sem séu óviss,“ segir Margrét og að við lítum því á aðrar manneskjur til að fá þeirra viðbrögð til að fá vísbendingar um rétt viðbrögð. „Ef enginn annar er að bregðast við þá drögum við þá ályktun að okkar dómgreind sé ekki rétt,“ segir Margrét. Að atburðurinn sé ekki svo alvarlegur og það þurfi ekki að bregðast við. Hún segir annað dæmi þegar ráðist var á blaðakonur í Egyptalandi á miðju torgi og enginn brást við. Margrét segir best að hringja á aðstoð ef einhver er í hættu. Betra sé að fleiri hringi.Vísir/Vilhelm Margrét segir að á þessu hafi verið gerðar ýmsar tilraunir til að sjá hvort það sé einhver ákveðin týpa fólks sem bregst frekar við og hvort það séu einhverjar ákveðnar aðstæður. „Það sem við vitum er að því alvarlegri eða hættulegri sem atburðurinn er þá virðist vera meiri líkur á að einhver bregðist við. Vegna þess að þá er það skýrara að það þurfi eitthvað inngrip,“ segir Margrét. Hún segir mikilvægt í þessu samhengi að fólk sem hefur heyrt af þessu hugtaki ´sé líklegra til að bregðast við og fræða aðra að við séum öll ábyrgt fyrir hvoru öðru í samfélaginu. Hún segir að bara með því að segja eitthvað geturðu aukið líkurnar á því að aðrir bregðist við. Ef þú vilt ekki blanda þér í hættulegar aðstæður geturðu byrjað á því og þá bregðist aðrir mögulega við. Konur bregðist við börnum og karlar við konum Hvort að smæð íslensks samfélags skipti máli segir Margrét að meiri líkur séu á einhverjum viðbrögðum í íslensku samfélagi vegna þess að þegar fólk þekkist er líklegra að það bregðist við. Þá sé líklegra að það fái vísbendingu um að það séu rétt viðbrögð. Ása Ninna Pétursdóttir þáttastjórnandi sagði frá því þegar hún brást við atviki í Kringlunni þegar móðir sló fjögurra ára gamalt barn sitt. Margrét segir hennar viðbrögð hafa verið rétt og segir að samkvæmt rannsóknum séu konur líklegri til að bregðast við ef það er barn sem er í hættu. Karlar séu líklegri til að bregðast við ef það er verið að gera eitthvað á hlut kvenna. Betra að spyrja Margrét tekur annað dæmi sem getur til dæmis komið upp á skemmtistöðum eða útihátíðum. Fólk geti séð karl og konu saman. Konan kannski virðist mjög drukkin og það kvikni grunur um að maðurinn muni mögulega misnota sér ástand hennar. Það séu eðlileg viðbrögð að ganga upp að þeim og spyrja hvort allt sé í góðu. Margrét segir betra að spyrja ef fólk heldur að einhver sé í hættu eða þurfi á aðstoð að halda. Það sé allt í lagi að hafa rangt fyrir sér.Vísir/Kolbeinn Tumi „Í þessu, þegar við erum að meta hvort við eigum að bregðast við eða ekki. Það er svo stór þáttur í þessu er ótti við álit annarra. Að við séum einhvern veginn að gera mistök. Að okkar dómgreind sé ekki í lagi. Ef enginn annars er að bregðast við séum við að sjá þetta á rangan hátt því allir aðrir vita,“ segir Margret. Það sem fólk verði að vita að það eru allir að hugsa það sama í þessum aðstæðum. Það sé í lagi að vera afskiptasamur. Ef fólk meti aðstæður á rangan hátt og engin hætta er á ferð þá er það allt í lagi að hafa sagt eitthvað. „Það kemur frá góðum stað og er miklu betra en að bregðast ekki við þegar það er þörf.“ Lögreglumál Vísindi Bítið Tengdar fréttir Lögreglan hafi brugðist rétt við í líkamsárásarmáli Afbrotafræðingur segir líkamsárásardóm yfir lögreglumanni ólíklegan til að grafa undan trausti til lögreglunnar, þar sem hún tók málið til rannsóknar að eigin frumkvæði og vék viðkomandi lögreglumanni strax frá störfum. 5. júní 2024 11:30 Gætum séð aukningu í svipuðum aðgerðum og á Akureyri Handtaka manns á Akureyri sem er tengdur ISIS-hryðjuverkasamtökunum er einsdæmi hér á landi. Afbrotafræðingur segir aðgerðum sem þessari geta fjölgað hér á landi á næstu árum með fjölgun flóttamanna. 13. janúar 2024 13:01 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Fleiri fréttir Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Sjá meira
„Ef sérð eitthvað, segðu eitthvað“ segir Margrét Valdimarsdóttir dósent við Háskóla Íslands í afbrotafræði. Hún ræddi ábyrgðarþynningu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Margrét útskýrir hugtakið þannig að þegar eitthvað gerist, því fleiri sem eru vitni að því, því ólíklegra sé að einhver bregðist við. „Það er raunin,“ segir Margrét. Hugtakið hafi fyrst komið fram árið 1964 eftir að ung kona var myrt við heimili sitt. Kitty Genovese var 28 ára gömul og var á leið heim til sín eftir vinnu. Það var um miðja nótt í New York í Bandaríkjunum árið 1964. Þá var ráðist á hana, henni nauðgað og hún myrt. Eftir það lá hún svo í götunni í frekar langan tíma áður en hún fannst látin. Um það bil tveimur vikum síðar var birt grein í New York Times þar sem fullyrt var að 38 hefðu verið vitni að árásinni og ekki hringt í lögreglu eða skipt sér af. „Það brást enginn við,“ segir Margrét og að í kjölfarið hafi sálfræðingar fjallað um ábyrgðarþynningu við þessar aðstæður. Margrét segir að þegar fleiri eru vitni að einhverjum atburði þá dreifist ábyrgðin og þaðan komi íslenska þýðingin um ábyrgðarþynningu. „Þú finnur til minni ábyrgðar.“ Viljum sjá viðbrögð annarra Hún segir þetta hafa verið rannsakað mikið síðustu ár og að niðurstöður þessara rannsóknar hafi sýnt að félagslegu áhrifin eru svo sterk. „Við erum svo miklar félagsverur. Ef að við verðum vitni að einhverjum atburði. Ef það eru fleiri í kringum okkur og við erum ekki alveg viss um hvernig sé viðeigandi að bregðast við, hvernig sé rétt að bregðast við, þá höldum við alltaf að aðrir viti frekar. Að við séum þau einu í aðstæðunum sem séu óviss,“ segir Margrét og að við lítum því á aðrar manneskjur til að fá þeirra viðbrögð til að fá vísbendingar um rétt viðbrögð. „Ef enginn annar er að bregðast við þá drögum við þá ályktun að okkar dómgreind sé ekki rétt,“ segir Margrét. Að atburðurinn sé ekki svo alvarlegur og það þurfi ekki að bregðast við. Hún segir annað dæmi þegar ráðist var á blaðakonur í Egyptalandi á miðju torgi og enginn brást við. Margrét segir best að hringja á aðstoð ef einhver er í hættu. Betra sé að fleiri hringi.Vísir/Vilhelm Margrét segir að á þessu hafi verið gerðar ýmsar tilraunir til að sjá hvort það sé einhver ákveðin týpa fólks sem bregst frekar við og hvort það séu einhverjar ákveðnar aðstæður. „Það sem við vitum er að því alvarlegri eða hættulegri sem atburðurinn er þá virðist vera meiri líkur á að einhver bregðist við. Vegna þess að þá er það skýrara að það þurfi eitthvað inngrip,“ segir Margrét. Hún segir mikilvægt í þessu samhengi að fólk sem hefur heyrt af þessu hugtaki ´sé líklegra til að bregðast við og fræða aðra að við séum öll ábyrgt fyrir hvoru öðru í samfélaginu. Hún segir að bara með því að segja eitthvað geturðu aukið líkurnar á því að aðrir bregðist við. Ef þú vilt ekki blanda þér í hættulegar aðstæður geturðu byrjað á því og þá bregðist aðrir mögulega við. Konur bregðist við börnum og karlar við konum Hvort að smæð íslensks samfélags skipti máli segir Margrét að meiri líkur séu á einhverjum viðbrögðum í íslensku samfélagi vegna þess að þegar fólk þekkist er líklegra að það bregðist við. Þá sé líklegra að það fái vísbendingu um að það séu rétt viðbrögð. Ása Ninna Pétursdóttir þáttastjórnandi sagði frá því þegar hún brást við atviki í Kringlunni þegar móðir sló fjögurra ára gamalt barn sitt. Margrét segir hennar viðbrögð hafa verið rétt og segir að samkvæmt rannsóknum séu konur líklegri til að bregðast við ef það er barn sem er í hættu. Karlar séu líklegri til að bregðast við ef það er verið að gera eitthvað á hlut kvenna. Betra að spyrja Margrét tekur annað dæmi sem getur til dæmis komið upp á skemmtistöðum eða útihátíðum. Fólk geti séð karl og konu saman. Konan kannski virðist mjög drukkin og það kvikni grunur um að maðurinn muni mögulega misnota sér ástand hennar. Það séu eðlileg viðbrögð að ganga upp að þeim og spyrja hvort allt sé í góðu. Margrét segir betra að spyrja ef fólk heldur að einhver sé í hættu eða þurfi á aðstoð að halda. Það sé allt í lagi að hafa rangt fyrir sér.Vísir/Kolbeinn Tumi „Í þessu, þegar við erum að meta hvort við eigum að bregðast við eða ekki. Það er svo stór þáttur í þessu er ótti við álit annarra. Að við séum einhvern veginn að gera mistök. Að okkar dómgreind sé ekki í lagi. Ef enginn annars er að bregðast við séum við að sjá þetta á rangan hátt því allir aðrir vita,“ segir Margret. Það sem fólk verði að vita að það eru allir að hugsa það sama í þessum aðstæðum. Það sé í lagi að vera afskiptasamur. Ef fólk meti aðstæður á rangan hátt og engin hætta er á ferð þá er það allt í lagi að hafa sagt eitthvað. „Það kemur frá góðum stað og er miklu betra en að bregðast ekki við þegar það er þörf.“
Lögreglumál Vísindi Bítið Tengdar fréttir Lögreglan hafi brugðist rétt við í líkamsárásarmáli Afbrotafræðingur segir líkamsárásardóm yfir lögreglumanni ólíklegan til að grafa undan trausti til lögreglunnar, þar sem hún tók málið til rannsóknar að eigin frumkvæði og vék viðkomandi lögreglumanni strax frá störfum. 5. júní 2024 11:30 Gætum séð aukningu í svipuðum aðgerðum og á Akureyri Handtaka manns á Akureyri sem er tengdur ISIS-hryðjuverkasamtökunum er einsdæmi hér á landi. Afbrotafræðingur segir aðgerðum sem þessari geta fjölgað hér á landi á næstu árum með fjölgun flóttamanna. 13. janúar 2024 13:01 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Fleiri fréttir Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Sjá meira
Lögreglan hafi brugðist rétt við í líkamsárásarmáli Afbrotafræðingur segir líkamsárásardóm yfir lögreglumanni ólíklegan til að grafa undan trausti til lögreglunnar, þar sem hún tók málið til rannsóknar að eigin frumkvæði og vék viðkomandi lögreglumanni strax frá störfum. 5. júní 2024 11:30
Gætum séð aukningu í svipuðum aðgerðum og á Akureyri Handtaka manns á Akureyri sem er tengdur ISIS-hryðjuverkasamtökunum er einsdæmi hér á landi. Afbrotafræðingur segir aðgerðum sem þessari geta fjölgað hér á landi á næstu árum með fjölgun flóttamanna. 13. janúar 2024 13:01
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent