Henti barnungum „óþekkum“ sonum sínum í gólfið Jón Þór Stefánsson skrifar 5. júlí 2024 16:00 Fjölskyldan átti heima í Reykjanesbæ. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur hlotið átján mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness, en þar af verða fimmtán mánuðir skilorðsbundnir til tveggja ára, vegna fjölda brota gegn konu og börnum. Brotin sem maðurinn var ákærður fyrir voru sögð hafa átt sér stað frá árinu 2018 til 2021, en að mati dómsins lá ekki alltaf nákvæmlega fyrir hvenær maðurinn framdi brotin þó að þau teldust sönnuð. Maðurinn kom ásamt fjölskyldu sinni til Íslands frá Írak árið 2018, en þau áttu heima í Reykjanesbæ. Brotin beindust að þáverandi eiginkonu mannsins og þremur sonum, sá elsti mun vera fimmtán ára í dag, en hinir tveir sex og sjö ára. Maðurinn var ákærður fyrir margvíslegt ofbeldi gegn eiginkonunni. Meðal annars var honum gefið að sök að slá eiginkonu sína með fiskispaða, ógna henni með hníf og skera hana í handarbakið, draga hana á hárinu og hóta að drepa hana. Einnig var hann ákærður fyrir að meina henni um læknisaðstoð þegar hún þurfti á henni að halda, neita henni um að fara úr húsi, og taka alla innkomu heimilisins til sjálfs sín. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Hann var einnig ákærður fyrir ýmis brot gagnvart sonum sínum. Á meðal þess sem honum var gefið að sök var að taka tvo yngri synina upp og henda í gólfið þegar honum fannst þeir vera óþekkir eða með of mikinn hávaða. Dómurinn taldi sannað að maðurinn hefði endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð fyrrum eiginkonu sinnar og þriggja sona. Í dómnum segir að brot mannsins hafi verið alvarleg og ófyrirleitin ofbeldisbrot gagnvart hans nánustu. Í ofbeldinu, sem var framið á heimili fjölskyldunnar, hafi falist niðurlæging og kúgun þar sem þau áttu að njóta friðhelgis og vera örugg. Við ákvörðun refsingarinnar var litið til þess að maðurinn hefur ekki áður sætt refsingu, og að langt væri liðið síðan hann framdi brotin. Líkt og áður segir hlaut hann átján mánaða fangelsisdóm, en af þeim eru fimmtán mánuðir skilorðsbundnir. Dómsmál Reykjanesbær Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Brotin sem maðurinn var ákærður fyrir voru sögð hafa átt sér stað frá árinu 2018 til 2021, en að mati dómsins lá ekki alltaf nákvæmlega fyrir hvenær maðurinn framdi brotin þó að þau teldust sönnuð. Maðurinn kom ásamt fjölskyldu sinni til Íslands frá Írak árið 2018, en þau áttu heima í Reykjanesbæ. Brotin beindust að þáverandi eiginkonu mannsins og þremur sonum, sá elsti mun vera fimmtán ára í dag, en hinir tveir sex og sjö ára. Maðurinn var ákærður fyrir margvíslegt ofbeldi gegn eiginkonunni. Meðal annars var honum gefið að sök að slá eiginkonu sína með fiskispaða, ógna henni með hníf og skera hana í handarbakið, draga hana á hárinu og hóta að drepa hana. Einnig var hann ákærður fyrir að meina henni um læknisaðstoð þegar hún þurfti á henni að halda, neita henni um að fara úr húsi, og taka alla innkomu heimilisins til sjálfs sín. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Hann var einnig ákærður fyrir ýmis brot gagnvart sonum sínum. Á meðal þess sem honum var gefið að sök var að taka tvo yngri synina upp og henda í gólfið þegar honum fannst þeir vera óþekkir eða með of mikinn hávaða. Dómurinn taldi sannað að maðurinn hefði endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð fyrrum eiginkonu sinnar og þriggja sona. Í dómnum segir að brot mannsins hafi verið alvarleg og ófyrirleitin ofbeldisbrot gagnvart hans nánustu. Í ofbeldinu, sem var framið á heimili fjölskyldunnar, hafi falist niðurlæging og kúgun þar sem þau áttu að njóta friðhelgis og vera örugg. Við ákvörðun refsingarinnar var litið til þess að maðurinn hefur ekki áður sætt refsingu, og að langt væri liðið síðan hann framdi brotin. Líkt og áður segir hlaut hann átján mánaða fangelsisdóm, en af þeim eru fimmtán mánuðir skilorðsbundnir.
Dómsmál Reykjanesbær Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira