Búast við blíðu á Írskum dögum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. júlí 2024 16:24 Írskir dagar eru í fullum gangi á Akranesi Mynd/Sunna Gautadóttir Írskr dagar fara fram á Akranesi um helgina en hátíðardagskrá fór af stað fyrr í vikunni. Skipuleggjandi segir fjölbreytta skemmtidagskrá og gott veður vera í vændum sem vonandi muni þjappa fólki saman á erfiðum tímum í kjölfar fjöldauppsagnar hjá stóru fyrirtæki í bænum. Bæjarhátíðin Írskir dagar hefur farið fram á Akranesi í ríflega tuttugu ár og er engin breyting þar á í ár. Hjörvars Gunnarssonar, viðburðarstjóri hjá Akraneskaupstað segir hátíðina hafa farið vel af stað. „Í kvöld er götugrill út um allan bæ, við fáum seinni partinn Lalla töframann og BMX Bros, á morgun er dagskrá á torginu, Friðrik Ómar og söngvafljóð og alls konar skemmtilegt. Það er náttúrlega EM hérna á risaskjá á Lopapeysusvæðinu og við getum talið lengi áfram, það eru myndlistasýningar úti um allt og bara allt mögulegt,“ segir Hjörvar. Fastir liðir eins og vanalega séu á sínum stað, til að mynda götugrillið sem er orðin rótgróin hefð á Írskum dögum, sem og brekkusöngurinn og Lopapeysuballið sem hápunktur hátíðarinnar. „Lopapeysan verður annað kvöld á reyndar nýju og endurbættu og stærra svæði, það verður spennandi að sjá það,“ segir Hjörvar. Dagskráin á Írskum dögum er hugsuð fyrir bæði unga sem aldna.Mynd/Sunna Gautadóttir Hann á von á nokkrum fjölda gesta til bæjarins um helgina. „Veðrið ætlar að hjálpa okkur aðeins þannig að það er von á eitthvað af gestum. Það er búið að gera ráðstafanir á tjaldstæðum og öllum viðbragðsaðilum og það eiga allir að vera í öruggum höndum.“ Í gær bárust fréttir af því að öllum 128 starfsmönnum hátæknifyrirtækisins Skagans 3X hafi verið sagt upp og óskað eftir gjaldþrotaskiptum fyrirtækisins. Hjörvar segir fréttirnar sorglegar og þær geti sett svip sinn á hátíðarhöldin. „Það gæti alveg gert það. Auðvitað finnst okkur alveg ömurlegt að heyra af þessum fréttum og það séu margir í samfélaginu að missa vinnuna. Við vonum að þetta muni ekki lita hátíðina á neinn slæman hátt en fólk getur alveg verið leitt yfir þessu og það getur litað hátíðina eitthvað,“ segir Hjörvar sem vonar að hátíðin þjappi fólki saman á erfiðum tímum. „Það er alla veganna stemming í bænum og fólk er búið að skreyta göturnar og heimili sín þannig að vonandi verður bara stemning alls staðar,“ segir Hjörvar. Skagamenn hafa margir skreytt hús sín í tilefni Írskra daga.Mynd/Sunna Gautadóttir Akranes Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Bæjarhátíðin Írskir dagar hefur farið fram á Akranesi í ríflega tuttugu ár og er engin breyting þar á í ár. Hjörvars Gunnarssonar, viðburðarstjóri hjá Akraneskaupstað segir hátíðina hafa farið vel af stað. „Í kvöld er götugrill út um allan bæ, við fáum seinni partinn Lalla töframann og BMX Bros, á morgun er dagskrá á torginu, Friðrik Ómar og söngvafljóð og alls konar skemmtilegt. Það er náttúrlega EM hérna á risaskjá á Lopapeysusvæðinu og við getum talið lengi áfram, það eru myndlistasýningar úti um allt og bara allt mögulegt,“ segir Hjörvar. Fastir liðir eins og vanalega séu á sínum stað, til að mynda götugrillið sem er orðin rótgróin hefð á Írskum dögum, sem og brekkusöngurinn og Lopapeysuballið sem hápunktur hátíðarinnar. „Lopapeysan verður annað kvöld á reyndar nýju og endurbættu og stærra svæði, það verður spennandi að sjá það,“ segir Hjörvar. Dagskráin á Írskum dögum er hugsuð fyrir bæði unga sem aldna.Mynd/Sunna Gautadóttir Hann á von á nokkrum fjölda gesta til bæjarins um helgina. „Veðrið ætlar að hjálpa okkur aðeins þannig að það er von á eitthvað af gestum. Það er búið að gera ráðstafanir á tjaldstæðum og öllum viðbragðsaðilum og það eiga allir að vera í öruggum höndum.“ Í gær bárust fréttir af því að öllum 128 starfsmönnum hátæknifyrirtækisins Skagans 3X hafi verið sagt upp og óskað eftir gjaldþrotaskiptum fyrirtækisins. Hjörvar segir fréttirnar sorglegar og þær geti sett svip sinn á hátíðarhöldin. „Það gæti alveg gert það. Auðvitað finnst okkur alveg ömurlegt að heyra af þessum fréttum og það séu margir í samfélaginu að missa vinnuna. Við vonum að þetta muni ekki lita hátíðina á neinn slæman hátt en fólk getur alveg verið leitt yfir þessu og það getur litað hátíðina eitthvað,“ segir Hjörvar sem vonar að hátíðin þjappi fólki saman á erfiðum tímum. „Það er alla veganna stemming í bænum og fólk er búið að skreyta göturnar og heimili sín þannig að vonandi verður bara stemning alls staðar,“ segir Hjörvar. Skagamenn hafa margir skreytt hús sín í tilefni Írskra daga.Mynd/Sunna Gautadóttir
Akranes Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira