Hetja Spánar hermdi eftir pabba á sama stað Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2024 20:50 Mikel Merino var í skýjunum eftir sigurinn gegn Þýskalandi í kvöld. Getty/Alex Caparros Mikel Merino, hetja Spánar í sigrinum gegn Þýskalandi á EM í kvöld, hermdi eftir fagnaðarlátum föður síns sem skoraði á sama velli fyrir 33 árum síðan. Hinn 28 ára gamli Merino hafði aðeins skorað eitt A-landsliðsmark fyrir Spán áður en hann skoraði undir lok framlengingar í kvöld, og tryggði Spáni 2-1 sigur sem skilaði liðinu í undanúrslit á EM. Það er merkileg staðreynd að fyrsti A-landsleikur Merino, árið 2020, var einmitt einnig á leikvanginum í Stuttgart. Og þar skoraði pabbi hans, Ángel, sitt eina mark fyrir Osasuna, í 3-2 sigri á Stuttgart í UEFA-bikarnum árið 1991. „Það er einhver lukka yfir þessum leikvangi fyrir mig. Pabbi minn skoraði líka hérna, þegar hann spilaði, svo við munum alltaf muna eftir þessum velli,“ sagði Merino eftir sigurinn í kvöld. Eftir sigurmark sitt hljóp hann að hornfánanum og fór í kringum hann, rétt eins og pabbi hans gerði. Dad, Son, 33 years apart, same stadium, same celebration! pic.twitter.com/txOD7ReevS— Alexandra Jonson (@AlexandraJonson) July 5, 2024 Merino var skiljanlega hæstánægður eftir sigurinn en Spánverjar þurfa hins vegar að spjara sig án Daniel Carvajal, sem fékk rautt spjald í lok leiks í kvöld, og Robin Le Normand sem er einnig kominn í bann vegna gulra spjalda. Alls fór gula spjaldið fimmtán sinnum á loft í kvöld. „Við bjuggumst við nákvæmlega svona leik. Tvö af bestu liðum heims. Þetta hefði allt eins getað verið úrslitaleikur á HM,“ sagði Merino. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Sjá meira
Hinn 28 ára gamli Merino hafði aðeins skorað eitt A-landsliðsmark fyrir Spán áður en hann skoraði undir lok framlengingar í kvöld, og tryggði Spáni 2-1 sigur sem skilaði liðinu í undanúrslit á EM. Það er merkileg staðreynd að fyrsti A-landsleikur Merino, árið 2020, var einmitt einnig á leikvanginum í Stuttgart. Og þar skoraði pabbi hans, Ángel, sitt eina mark fyrir Osasuna, í 3-2 sigri á Stuttgart í UEFA-bikarnum árið 1991. „Það er einhver lukka yfir þessum leikvangi fyrir mig. Pabbi minn skoraði líka hérna, þegar hann spilaði, svo við munum alltaf muna eftir þessum velli,“ sagði Merino eftir sigurinn í kvöld. Eftir sigurmark sitt hljóp hann að hornfánanum og fór í kringum hann, rétt eins og pabbi hans gerði. Dad, Son, 33 years apart, same stadium, same celebration! pic.twitter.com/txOD7ReevS— Alexandra Jonson (@AlexandraJonson) July 5, 2024 Merino var skiljanlega hæstánægður eftir sigurinn en Spánverjar þurfa hins vegar að spjara sig án Daniel Carvajal, sem fékk rautt spjald í lok leiks í kvöld, og Robin Le Normand sem er einnig kominn í bann vegna gulra spjalda. Alls fór gula spjaldið fimmtán sinnum á loft í kvöld. „Við bjuggumst við nákvæmlega svona leik. Tvö af bestu liðum heims. Þetta hefði allt eins getað verið úrslitaleikur á HM,“ sagði Merino.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Sjá meira