Munir safnsins geyma merkilega sögu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. júlí 2024 09:53 Það eru ótrúlegustu hlutir til sýnis á Hérumbilsafni Gunna Jóns í Brákarey í Borgarnesi. Vísir/Elín Óvenjulegt safn sem legið hefur í kössum í nokkur ár er nú aftur sýnilegt almenningi í Borgarnesi. Munir safnsins geyma merkilega sögu svæðisins en safnstjórinn heldur mest upp á muni frá ömmu og afa. Um er að ræða Hérumbilsafn Gunna Jóns í Borgarnesi en þar er meðal annars atvinnulífs- og íþróttasaga Borgarness varðveitt í ýmsum munum. „Þetta eru gamlir munir. Þetta er sagan hérna, atvinnusagan í Borgarnesi, bæði Loftorka og Sparisjóðurinn og Kaupfélagið og fleiri fyrirtæki. Dót sem mér hefur áskotnast í gegnum tíðina,“ segir Gunnar Jónsson safnstjóri í Hérumbilsafninu sem opnaði nýverið í nýju húsnæði í Brákarey. „Ég var í helmingi minna húsnæði fyrir nokkrum árum síðan en seldi það og þá fór þetta í kassa og búið að vera það í nokkur ár. Núna er að flytja íþetta húsnæði sem er hundrað fermetrar en er eiginlega allt of lítið, þið sjáið að þetta er allt of þröngt, þétt á milli hluta hérna, maður hefði viljað hafa þetta aðeins rýmra,“ segir Gunnar. Þótt safnið sé stórt og mikið er safnstjórnin þó ekki aðal atvinna Gunnars. „Ég er smiður og múrari og hef verið að vinna í mörgum húsum þar sem fólk hefur ætlað að henda hlutum en ég hef fengið að hirða,“ segir Gunnar spurður hvernig það kom til að hann fór að safna þessum munum. Það kennir ýmissa grasa í safninu, en mest heldur Gunnar upp á muni úr afasmiðju. „Afi minn var bóndi hérna í sveitinni og hérna eru svona hlutir frá honum og ömmu. Mikið af smíðatengdu dóti, hélt mikið upp á þetta,“ segir Gunnar sem dáist af handverki afa síns frá því í gamla daga. Hann heldur einnig mikið upp á munina sem tengjast íþróttum, en sjálfur spilaði hann bæði fótbolta og körfubolta með Skallagrím. Búningar og aðrir íþróttatengdir muni eru úr safni Gunnars sjálfs sem eru ýmist frá honum sjálfum eða sem honum hefur áskotnast frá öðrum. Þrátt fyrir að treyjurnar spanni fleiri áratugi úr sögu knattspyrnu og körfubolta í Borgarnesi og sveitarfélaginu öllu, þá er aðeins um að ræða lítinn hluta úr sögunni allri.Vísir/Elín Borgarbyggð Menning Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Sjá meira
„Þetta eru gamlir munir. Þetta er sagan hérna, atvinnusagan í Borgarnesi, bæði Loftorka og Sparisjóðurinn og Kaupfélagið og fleiri fyrirtæki. Dót sem mér hefur áskotnast í gegnum tíðina,“ segir Gunnar Jónsson safnstjóri í Hérumbilsafninu sem opnaði nýverið í nýju húsnæði í Brákarey. „Ég var í helmingi minna húsnæði fyrir nokkrum árum síðan en seldi það og þá fór þetta í kassa og búið að vera það í nokkur ár. Núna er að flytja íþetta húsnæði sem er hundrað fermetrar en er eiginlega allt of lítið, þið sjáið að þetta er allt of þröngt, þétt á milli hluta hérna, maður hefði viljað hafa þetta aðeins rýmra,“ segir Gunnar. Þótt safnið sé stórt og mikið er safnstjórnin þó ekki aðal atvinna Gunnars. „Ég er smiður og múrari og hef verið að vinna í mörgum húsum þar sem fólk hefur ætlað að henda hlutum en ég hef fengið að hirða,“ segir Gunnar spurður hvernig það kom til að hann fór að safna þessum munum. Það kennir ýmissa grasa í safninu, en mest heldur Gunnar upp á muni úr afasmiðju. „Afi minn var bóndi hérna í sveitinni og hérna eru svona hlutir frá honum og ömmu. Mikið af smíðatengdu dóti, hélt mikið upp á þetta,“ segir Gunnar sem dáist af handverki afa síns frá því í gamla daga. Hann heldur einnig mikið upp á munina sem tengjast íþróttum, en sjálfur spilaði hann bæði fótbolta og körfubolta með Skallagrím. Búningar og aðrir íþróttatengdir muni eru úr safni Gunnars sjálfs sem eru ýmist frá honum sjálfum eða sem honum hefur áskotnast frá öðrum. Þrátt fyrir að treyjurnar spanni fleiri áratugi úr sögu knattspyrnu og körfubolta í Borgarnesi og sveitarfélaginu öllu, þá er aðeins um að ræða lítinn hluta úr sögunni allri.Vísir/Elín
Borgarbyggð Menning Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Sjá meira