Jóhann lenti óvænt í flugi með formanninum og fer ekki fet Sindri Sverrisson skrifar 7. júlí 2024 08:00 Jóhann Berg Guðmundsson er hæstánægður með að halda áfram hjá Burnley. burnleyfootballclub.com Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, segir að það að hafa óvænt verið í sama flugi og Alan Pace, formaður Burnley, á heimleið frá Amsterdam hafi haft sitt að segja um að hann verði áfram leikmaður enska félagsins, eftir að hafa kvatt það í vor. Jóhann kvaddi Burnley í maí eftir að liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni, og beygði af í einlægu viðtali sem birtist á samfélagsmiðlum félagsins. Það duldist því engum hve annt Jóhanni er um Burnley en hann kom til félagsins frá Charlton fyrir átta árum síðan, um það leyti sem hann sló í gegn með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi. Nú er hins vegar orðið ljóst að Jóhann er alls ekki á förum frá Burnley og yfir því er hann himinlifandi: „Já! Ég er kominn aftur og ég er ótrúlega ánægður! Þetta félag hefur svo mikla þýðingu fyrir mig. Það var erfitt að skilja við það í þessari stöðu, eftir fallið. Ég vildi ekki fara. Ég vil hjálpa liðinu að komast aftur í úrvalsdeildina þar sem það á heima. Ég vissi líka að fótboltaferli mínum væri hvergi nærri lokið,“ segir Jóhann á heimasíðu Burnley. https://t.co/5wrq0MebYI pic.twitter.com/Ugi5NDv2IF— Johann B Gudmundsson (@Gudmundsson7) July 6, 2024 Jóhann mun leika undir stjórn nýs knattspyrnustjóra, Scotts Parker sem áður hefur stýrt Bournemouth og Fulham, eftir að Vincent Kompany var ráðinn stjóri Bayern München. Jóhann, sem er 33 ára, segir fyrrnefnt flug með formanni Burnley hafa stuðlað að því að hann sneri aftur til félagsins. Burnley re-sign player they axed two months ago in bizarre meetinghttps://t.co/qvA1FGcUqJ— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) July 6, 2024 „Ég var í sama flugi og Alan Pace frá Amsterdam og við áttum gott samtal um félagið og hvað við gætum gert til að koma því aftur í úrvalsdeildina þar sem það á heima, og hér er ég núna, aftur búinn að skrifa undir sem leikmaður Burnley. Ég er líka búinn að ræða við nýja stjórann og ég vil bara hjálpa liðinu að komast aftur í úrvalsdeildina,“ segir Jóhann. „Það verður erfitt. Championship-deildin er gríðarlega erfið. En miðað við hæfileikana og reynsluna í þessum hópi þá getum við horft jákvæðum augum á komandi tímabil,“ segir Jóhann. Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira
Jóhann kvaddi Burnley í maí eftir að liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni, og beygði af í einlægu viðtali sem birtist á samfélagsmiðlum félagsins. Það duldist því engum hve annt Jóhanni er um Burnley en hann kom til félagsins frá Charlton fyrir átta árum síðan, um það leyti sem hann sló í gegn með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi. Nú er hins vegar orðið ljóst að Jóhann er alls ekki á förum frá Burnley og yfir því er hann himinlifandi: „Já! Ég er kominn aftur og ég er ótrúlega ánægður! Þetta félag hefur svo mikla þýðingu fyrir mig. Það var erfitt að skilja við það í þessari stöðu, eftir fallið. Ég vildi ekki fara. Ég vil hjálpa liðinu að komast aftur í úrvalsdeildina þar sem það á heima. Ég vissi líka að fótboltaferli mínum væri hvergi nærri lokið,“ segir Jóhann á heimasíðu Burnley. https://t.co/5wrq0MebYI pic.twitter.com/Ugi5NDv2IF— Johann B Gudmundsson (@Gudmundsson7) July 6, 2024 Jóhann mun leika undir stjórn nýs knattspyrnustjóra, Scotts Parker sem áður hefur stýrt Bournemouth og Fulham, eftir að Vincent Kompany var ráðinn stjóri Bayern München. Jóhann, sem er 33 ára, segir fyrrnefnt flug með formanni Burnley hafa stuðlað að því að hann sneri aftur til félagsins. Burnley re-sign player they axed two months ago in bizarre meetinghttps://t.co/qvA1FGcUqJ— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) July 6, 2024 „Ég var í sama flugi og Alan Pace frá Amsterdam og við áttum gott samtal um félagið og hvað við gætum gert til að koma því aftur í úrvalsdeildina þar sem það á heima, og hér er ég núna, aftur búinn að skrifa undir sem leikmaður Burnley. Ég er líka búinn að ræða við nýja stjórann og ég vil bara hjálpa liðinu að komast aftur í úrvalsdeildina,“ segir Jóhann. „Það verður erfitt. Championship-deildin er gríðarlega erfið. En miðað við hæfileikana og reynsluna í þessum hópi þá getum við horft jákvæðum augum á komandi tímabil,“ segir Jóhann.
Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira