Sjáðu fernu og dans Viktors, Valsara í stuði og tæpt jöfnunarmark KR Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2024 21:46 Adam Ægir Pálsson og Patrick Pedersen skoruðu þrjú af fjórum mörkum Vals í kvöld. vísir/Diego Skagamenn skoruðu átta mörk í lygilegum sigri á HK í dag, og Valsmenn komust nær toppnum með öruggum sigri á Fylki. Mörkin úr öllum fjórum leikjum dagsins í Bestu deild karla má nú sjá á Vísi. ÍA vann HK 8-0 á Írskum dögum á Akranesi og þar skoraði Viktor Jónsson fernu, sem hann fagnaði að lokum vel með frábærum danssporum. Jón Gísli Eyland Gíslason skoraði tvö marka ÍA og þeir Erik Tobias Sandberg og Johannes Vall sitt markið hvor. Klippa: Mörkin úr leik ÍA og HK Valsmenn unnu 4-0 sigur gegn botnliði Fylkis og eru nú fimm stigum á eftir Víkingum í titilbaráttunni. Gylfi Þór Sigurðsson kom Val yfir með skoti úr teignum, og var staðan 1-0 í hálfleik. Hann lagði svo upp mark fyrir Patrick Pedersen snemma í seinni hálfleik, áður en Adam Ægir Pálsson bætti við þriðja markinu og sínu fyrsta á þessari leiktíð. Pedersen bætti svo við öðru marki sínu, eftir undirbúning Guðmundar Andra Tryggvasonar. Patrick fylgir því Viktori fast eftir í baráttunni um markakóngstitilinn, en Viktor er kominn með 12 mörk og Patrick 11. Klippa: Mörk Vals gegn Fylki Vestri og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli á Ísafirði. Blikar komust yfir úr vítaspyrnu Höskuldar Gunnlaugssonar á 16. mínútu en heimamenn jöfnuðu metin skömmu síðar eftir hornspyrnu, með marki Sergine Fall. Gestirnir úr Kópavogi komust aftur yfir snemma í seinni hálfleik, með marki Daniel Obbekjær, en Benedikt Warén sá til þess að Vestri fengi sitt fyrsta stig á nýja heimavellinum á Ísafirði. Klippa: Mörk Vestra og Breiðabliks Loks gerðu KR og Stjarnan 1-1 jafntefli í Vesturbænum, þar sem minnstu mátti muna að Stjarnan færi heim með öll þrjú stigin. Haukur Örn Brink kom gestunum yfir á 35. mínútu, þegar þeir tóku aukaspyrnu fljótt og nýttu sér værukærð KR-inga. KR náði hins vegar að jafna seint í uppbótartíma, með marki Axels Óskars Andréssonar, en eins og sjá má mátti minnstu muna að boltinn færi ekki allur yfir línuna. Klippa: Mörk KR og Stjörnunnar Besta deild karla ÍA HK Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
ÍA vann HK 8-0 á Írskum dögum á Akranesi og þar skoraði Viktor Jónsson fernu, sem hann fagnaði að lokum vel með frábærum danssporum. Jón Gísli Eyland Gíslason skoraði tvö marka ÍA og þeir Erik Tobias Sandberg og Johannes Vall sitt markið hvor. Klippa: Mörkin úr leik ÍA og HK Valsmenn unnu 4-0 sigur gegn botnliði Fylkis og eru nú fimm stigum á eftir Víkingum í titilbaráttunni. Gylfi Þór Sigurðsson kom Val yfir með skoti úr teignum, og var staðan 1-0 í hálfleik. Hann lagði svo upp mark fyrir Patrick Pedersen snemma í seinni hálfleik, áður en Adam Ægir Pálsson bætti við þriðja markinu og sínu fyrsta á þessari leiktíð. Pedersen bætti svo við öðru marki sínu, eftir undirbúning Guðmundar Andra Tryggvasonar. Patrick fylgir því Viktori fast eftir í baráttunni um markakóngstitilinn, en Viktor er kominn með 12 mörk og Patrick 11. Klippa: Mörk Vals gegn Fylki Vestri og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli á Ísafirði. Blikar komust yfir úr vítaspyrnu Höskuldar Gunnlaugssonar á 16. mínútu en heimamenn jöfnuðu metin skömmu síðar eftir hornspyrnu, með marki Sergine Fall. Gestirnir úr Kópavogi komust aftur yfir snemma í seinni hálfleik, með marki Daniel Obbekjær, en Benedikt Warén sá til þess að Vestri fengi sitt fyrsta stig á nýja heimavellinum á Ísafirði. Klippa: Mörk Vestra og Breiðabliks Loks gerðu KR og Stjarnan 1-1 jafntefli í Vesturbænum, þar sem minnstu mátti muna að Stjarnan færi heim með öll þrjú stigin. Haukur Örn Brink kom gestunum yfir á 35. mínútu, þegar þeir tóku aukaspyrnu fljótt og nýttu sér værukærð KR-inga. KR náði hins vegar að jafna seint í uppbótartíma, með marki Axels Óskars Andréssonar, en eins og sjá má mátti minnstu muna að boltinn færi ekki allur yfir línuna. Klippa: Mörk KR og Stjörnunnar
Besta deild karla ÍA HK Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira