Reikna með að hefja formlegar sameiningarviðræður í haust Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. júlí 2024 12:59 Aðeins um sjötíu íbúar eru skráðir til heimilis í Skorradalshreppi en oddviti telur raunverulegan fjölda íbúa vera lægri. Vísir/Jóhann K. Samþykkt hefur verið að hefja formlegar sameiningarviðræður sveitarfélaganna Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Lagt er upp með að stefnt verið að íbúakosningu um sameiningu árið 2025. Skiptar skoðanir eru uppi innan sveitarstjórnar Skorradalshrepps um áformin en minnihluti hreppsnefndar telur varaoddvita vanhæfan í málinu. Hreppsnefnd Skorradalshrepps samþykkti á fimmtudaginn að hefja formlegar sameiningarviðræður. Bókun þess efnis var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur. Sveitarstjórn Borgarbyggðar hafði þegar samþykkt samhljóða þann 13. júní að hefja formlegar viðræður. Innan við sjötíu íbúar Jón Eiríkur Einarsson, oddviti Skorradalshrepps, segir að óformlegum viðræðum hafi lokið í vor. Næsta skref hafi verið að greiða atkvæði um það í sveitarstjórn að hefja formlegar viðræður. „Þetta reyndar þarf að fara fyrir tvær umræður, hverjir sitja í samstarfshópnum, þannig það verða greidd atkvæði um það aftur núna í sumar. Svo reikna ég með að formlegar viðræður hefjist með haustinu þegar sumarfríum og öðru slíku líkur hjá fólki,” segir Jón Eiríkur. Samstarfsnefnd verður falið að kanna möguleika sameiningar og í bókunum sveitarfélaganna tveggja um málið er því einnig beint til nefndarinnar að leita eftir sjónarmiðum og hugmyndum íbúa, starfsmanna og annarra hagsmunaaðila. „Svo endar þetta að sjálfsögðu alltaf með íbúakosningu þar sem að íbúarnir eiga alltaf síðasta orðið í þessu máli,” segir Jón Eiríkur. Skorradalshreppur er fámennt sveitarfélag sem þegar kaupir flesta grunnþjónustu, svo sem skóla- og slökkviliðsþjónustu, af Borgarbyggð í gegnum þjónustusamning. „Við erum skráð hér um sjötíu en það er kannski ekki einu sinni rauntala, við erum færri vil ég segja,“ segir Jón. Segja varaoddvita „undir húsbóndavaldi“ Borgarbyggðar Í bókun frá minnihluta hreppsnefndar sem birt er í fundargerð frá því á fimmtudag eru gerðar athugasemdir við skipun verkefnastjórnar vegna sameiningarviðræðna. Því haldið fram að Guðný Elíasdóttir, varaoddviti sveitarfélagsins, sé vanhæf til að greiða atkvæði um að hefja formlegar viðræður, á þeim forsendum að hún sé starfsmaður hjá Borgarbyggð. Því er haldið fram í bókuninni að Guðný sé „undir húsbóndavaldi sveitarstjórnar Borgarbyggðar og þannig ekki hæf að gæta hagsmuna Skorradalshrepps,” eins og það er orðað í bókuninni en undir hana rita Pétur Davíðsson og Sigrún G. Þormar hreppsnefndarfulltrúar. Á þessi sjónarmið féllst meirihlutinn ekki, sem telur Guðnýju hæfa til að greiða atkvæði um tillöguna. Í annarri bókun áskilur minnihlutinn sér þann rétt að beina því til innviðaráðuneytisins að fá skorið úr um hæfi varaoddvitans Skiptar skoðanir hafa verið innan sveitarfélagsins um sameiningu. „Það er svo sem bara eins og það er, fólk hefur einhverja misjafna sýn á það hvort það eigi að fara í þessa vegferð eða ekki en meirihlutinn af okkar hóp telur svo vera, að þetta sé kannski það sem réttast er í stöðunni,“ segir Jón Eiríkur. Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Hreppsnefnd Skorradalshrepps samþykkti á fimmtudaginn að hefja formlegar sameiningarviðræður. Bókun þess efnis var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur. Sveitarstjórn Borgarbyggðar hafði þegar samþykkt samhljóða þann 13. júní að hefja formlegar viðræður. Innan við sjötíu íbúar Jón Eiríkur Einarsson, oddviti Skorradalshrepps, segir að óformlegum viðræðum hafi lokið í vor. Næsta skref hafi verið að greiða atkvæði um það í sveitarstjórn að hefja formlegar viðræður. „Þetta reyndar þarf að fara fyrir tvær umræður, hverjir sitja í samstarfshópnum, þannig það verða greidd atkvæði um það aftur núna í sumar. Svo reikna ég með að formlegar viðræður hefjist með haustinu þegar sumarfríum og öðru slíku líkur hjá fólki,” segir Jón Eiríkur. Samstarfsnefnd verður falið að kanna möguleika sameiningar og í bókunum sveitarfélaganna tveggja um málið er því einnig beint til nefndarinnar að leita eftir sjónarmiðum og hugmyndum íbúa, starfsmanna og annarra hagsmunaaðila. „Svo endar þetta að sjálfsögðu alltaf með íbúakosningu þar sem að íbúarnir eiga alltaf síðasta orðið í þessu máli,” segir Jón Eiríkur. Skorradalshreppur er fámennt sveitarfélag sem þegar kaupir flesta grunnþjónustu, svo sem skóla- og slökkviliðsþjónustu, af Borgarbyggð í gegnum þjónustusamning. „Við erum skráð hér um sjötíu en það er kannski ekki einu sinni rauntala, við erum færri vil ég segja,“ segir Jón. Segja varaoddvita „undir húsbóndavaldi“ Borgarbyggðar Í bókun frá minnihluta hreppsnefndar sem birt er í fundargerð frá því á fimmtudag eru gerðar athugasemdir við skipun verkefnastjórnar vegna sameiningarviðræðna. Því haldið fram að Guðný Elíasdóttir, varaoddviti sveitarfélagsins, sé vanhæf til að greiða atkvæði um að hefja formlegar viðræður, á þeim forsendum að hún sé starfsmaður hjá Borgarbyggð. Því er haldið fram í bókuninni að Guðný sé „undir húsbóndavaldi sveitarstjórnar Borgarbyggðar og þannig ekki hæf að gæta hagsmuna Skorradalshrepps,” eins og það er orðað í bókuninni en undir hana rita Pétur Davíðsson og Sigrún G. Þormar hreppsnefndarfulltrúar. Á þessi sjónarmið féllst meirihlutinn ekki, sem telur Guðnýju hæfa til að greiða atkvæði um tillöguna. Í annarri bókun áskilur minnihlutinn sér þann rétt að beina því til innviðaráðuneytisins að fá skorið úr um hæfi varaoddvitans Skiptar skoðanir hafa verið innan sveitarfélagsins um sameiningu. „Það er svo sem bara eins og það er, fólk hefur einhverja misjafna sýn á það hvort það eigi að fara í þessa vegferð eða ekki en meirihlutinn af okkar hóp telur svo vera, að þetta sé kannski það sem réttast er í stöðunni,“ segir Jón Eiríkur.
Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira