Everest fullt af rusli sem mun taka fleiri ár að hreinsa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. júlí 2024 23:33 Yfirvöld gera ráð fyrir því að ruslatínslan muni taka fjölda ára. getty Þúsundir göngugarpa hafa klifið Everest, hæsta fjall jarðar, frá því að toppnum var fyrst náð árið 1953. Einhverjir þeirra hafa hins vegar skilið eftir sig fleira en bara fótsporin. Nepölsk yfirvöld áætla að það taki mörg ár að fjarlægja rusl frá tjaldbúðum sem þau telja á bilinu 40-50 tonn. Í umfjöllun AP fréttaveitunnar er rætt við sjerpa sem leitt hefur teymi sem vinnur að hreinsun í fleiri ár. Nepölsk yfirvöld hafa styrkt verkefnið, sem krefst mannafla tuga sjerpa og hermanna. Í ár fjarlægði teymið um 11 tonn af rusli, auk fjögurra líka og beinagrindar. Sjerpinn Ang Babu, sem leiðir hópinn, telur að um 40 til 50 tonn séu á efstu tjaldbúðunum Suður-Col, sem garpar dvelja í áður en þeir reyna við síðasta spöl tindsins. Frá blaðamannafundi þar sem átak stjórnvalda var kynnt.getty „Ruslið er aðallega gömul tjöld, matarumbúðir, súrefniskúrtar og reypi,“ segir Babu og bætir við að töluvert af ruslinu sé erfitt viðureignar þar sem það sé freðið í fjallinu. Á síðustu árum hafa yfirvöld sett reglur sem kveða á um að göngugarpar þurfi að taka ruslið með sér niður af fjallinu. Að öðrum kosti fá þeir tryggingargjald ekki endurgreitt. Í umfjöllun AP segir að fólk sé almennt meðvitað um reglurnar í dag, sem hafi dregið þar með úr sóðaskap. Það hafi hins vegar ekki verið raunin áður fyrr. Mikið er um niðursuðudósir. Sömuleiðis ginflöskur að því er virðist.getty Sjerparnir í teyminu hafa einblínt á erfiðari svæði, hærra í fjallinu, á meðan hermenn hafa sinnt ruslatínslu í fyrstu tjaldbúðum. Ang Babu segir veðrið alla jafna gera þeim afar erfitt fyrir í hæstu tjaldbúðunum. „Við verðum að bíða eftir góðu veðri þar sem sólin bræðir ísinn. En að bíða lengi í þessum aðstæðum er bara ekki hægt,“ segir hann. „Það er mjög erfitt að dvelja lengi í jafn súrefnissnauðu umhverfi.“ Til að mynda hafi það tekið teymið tvo daga að grafa upp lík nálægt Suður-Col. Teymið hafi þurft að færa sig í lægri búðir vegna veðurs til að bíða átekta. Einfalt svar sé við spurningu um það hvers vegna göngugarpar skilji ruslið eftir. „Í þessari hæð er eru aðstæður erfiðar og súrefni lítið. Fjallgöngumenn einbeita sér því meira að því að halda sér á lífi,“ segir Ang Babu. Everest Nepal Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Í umfjöllun AP fréttaveitunnar er rætt við sjerpa sem leitt hefur teymi sem vinnur að hreinsun í fleiri ár. Nepölsk yfirvöld hafa styrkt verkefnið, sem krefst mannafla tuga sjerpa og hermanna. Í ár fjarlægði teymið um 11 tonn af rusli, auk fjögurra líka og beinagrindar. Sjerpinn Ang Babu, sem leiðir hópinn, telur að um 40 til 50 tonn séu á efstu tjaldbúðunum Suður-Col, sem garpar dvelja í áður en þeir reyna við síðasta spöl tindsins. Frá blaðamannafundi þar sem átak stjórnvalda var kynnt.getty „Ruslið er aðallega gömul tjöld, matarumbúðir, súrefniskúrtar og reypi,“ segir Babu og bætir við að töluvert af ruslinu sé erfitt viðureignar þar sem það sé freðið í fjallinu. Á síðustu árum hafa yfirvöld sett reglur sem kveða á um að göngugarpar þurfi að taka ruslið með sér niður af fjallinu. Að öðrum kosti fá þeir tryggingargjald ekki endurgreitt. Í umfjöllun AP segir að fólk sé almennt meðvitað um reglurnar í dag, sem hafi dregið þar með úr sóðaskap. Það hafi hins vegar ekki verið raunin áður fyrr. Mikið er um niðursuðudósir. Sömuleiðis ginflöskur að því er virðist.getty Sjerparnir í teyminu hafa einblínt á erfiðari svæði, hærra í fjallinu, á meðan hermenn hafa sinnt ruslatínslu í fyrstu tjaldbúðum. Ang Babu segir veðrið alla jafna gera þeim afar erfitt fyrir í hæstu tjaldbúðunum. „Við verðum að bíða eftir góðu veðri þar sem sólin bræðir ísinn. En að bíða lengi í þessum aðstæðum er bara ekki hægt,“ segir hann. „Það er mjög erfitt að dvelja lengi í jafn súrefnissnauðu umhverfi.“ Til að mynda hafi það tekið teymið tvo daga að grafa upp lík nálægt Suður-Col. Teymið hafi þurft að færa sig í lægri búðir vegna veðurs til að bíða átekta. Einfalt svar sé við spurningu um það hvers vegna göngugarpar skilji ruslið eftir. „Í þessari hæð er eru aðstæður erfiðar og súrefni lítið. Fjallgöngumenn einbeita sér því meira að því að halda sér á lífi,“ segir Ang Babu.
Everest Nepal Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira