Myndband með jólalagi lykilsönnunargagn í fíkniefnamáli Jón Þór Stefánsson skrifar 8. júlí 2024 08:41 Tvö brota mannsins vörðuðu innflutning fíkniefna til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll. Vísir/Vilhelm Adam Benito Pedie hlaut þriggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot. Hann var ákærður fyrir að standa í innflutningi á fíkniefnum til Íslands í lok síðasta árs og upphafi þessa árs. Þrír af fimm ákæruliðum málsins vörðuðu innflutning fíkniefna. Tveir þeirra vörðuðu atvik þar sem konur fluttu fíkniefni til landsins, sem svokölluð burðardýr, en Adam var sagður hafa komið að skipulagningu, fjármögnun og öflun efnanna. Annars vegar var um að ræða 298 grömm af kókaíni með 67 prósent styrkleika og 616 grömm af ketamíni með 85 prósent styrkleika sem kona faldi innvortis og í fötum þegar hún flaug til landsins um miðjan desember í fyrra, en Adam flaug með henni til landsins. Hins vegar var um að ræða 124 grömm af kókaíni með 86 prósent styrkleika og 231 grömm af ketamíni með 87 prósent styrkleika sem önnur kona flutti innvortis þegar hún flaug til landsins rétt fyrir jól. Báðar konurnar eru sagðar hafa ætlað að afhenda Adam efnin við komuna til landsins, en þær hafa báðar hlotið dóm fyrir sinn þátt í málinu. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Í þriðja ákæruliðnum sem varðaði innflutning fíkniefna var Adam gefið að sök að flytja 861 gramm af ketamíni til landsins í gegnum póstsendingu. Efnin fundust í pósthúsi í janúar á þessu ári í kjölfar þess að Adam hafði vitjað sendingarinnar. Adam var einnig ákærður fyrir að framvísa röngu kennivottorði og fyrir vörslu lítils magns fíkniefna. „It‘s beginning to look a lot like Christmas“ Önnur kvennanna tveggja bar vitni fyrir dómi og sagði Adam hafa fjármagnað og skipulagt ferð hennar með fíkniefnin til Íslands. Adam hins vegar neitaði sök í öllum málunum er vörðuðu fíkniefnainnflutning. Ágreiningur fyrir dómi varðaði meðal annars hvort hann hefði verið með íslenskt símanúmer þegar á innflutningnum stóð, en hann sagði svo ekki vera. Á meðal sönnunargagna málsins var þó myndband af honum með jólalaginu „It‘s beginning to look a lot like Christmas“ á hljóðrásinni, sem var sent úr íslensku símanúmeri þegar hann sagðist ekki vera með slíkt. Myndbandið var tekið út um glugga íbúðar, en speglun þess sem tók það upp sást í glugganum. Fyrir dómi kannaðist maðurinn við sjálfan sig á myndbandinu. En úr símanum sem myndbandið var tekið fór einhver skipulagning innflutningsins fram. Á meðal annarra sönnunargagna málsins var mynd sem Adam sendi annarri konunni af 200 evra kvittun. Dómnum þótti framburður Adams ótrúverðugur og sakfelldi hann. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess að hann hefði sýnt af sér einbeittan brotavilja og að hann hefði verið skipuleggjandi innflutningsins. Líkt og áður segir hlýtur Adam þriggja ára fangelsi. Þá er honum gert að greiða 402 þúsund krónur í sakarkostnað, og 3,6 milljónir í lögmannskostnað. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Sjá meira
Þrír af fimm ákæruliðum málsins vörðuðu innflutning fíkniefna. Tveir þeirra vörðuðu atvik þar sem konur fluttu fíkniefni til landsins, sem svokölluð burðardýr, en Adam var sagður hafa komið að skipulagningu, fjármögnun og öflun efnanna. Annars vegar var um að ræða 298 grömm af kókaíni með 67 prósent styrkleika og 616 grömm af ketamíni með 85 prósent styrkleika sem kona faldi innvortis og í fötum þegar hún flaug til landsins um miðjan desember í fyrra, en Adam flaug með henni til landsins. Hins vegar var um að ræða 124 grömm af kókaíni með 86 prósent styrkleika og 231 grömm af ketamíni með 87 prósent styrkleika sem önnur kona flutti innvortis þegar hún flaug til landsins rétt fyrir jól. Báðar konurnar eru sagðar hafa ætlað að afhenda Adam efnin við komuna til landsins, en þær hafa báðar hlotið dóm fyrir sinn þátt í málinu. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Í þriðja ákæruliðnum sem varðaði innflutning fíkniefna var Adam gefið að sök að flytja 861 gramm af ketamíni til landsins í gegnum póstsendingu. Efnin fundust í pósthúsi í janúar á þessu ári í kjölfar þess að Adam hafði vitjað sendingarinnar. Adam var einnig ákærður fyrir að framvísa röngu kennivottorði og fyrir vörslu lítils magns fíkniefna. „It‘s beginning to look a lot like Christmas“ Önnur kvennanna tveggja bar vitni fyrir dómi og sagði Adam hafa fjármagnað og skipulagt ferð hennar með fíkniefnin til Íslands. Adam hins vegar neitaði sök í öllum málunum er vörðuðu fíkniefnainnflutning. Ágreiningur fyrir dómi varðaði meðal annars hvort hann hefði verið með íslenskt símanúmer þegar á innflutningnum stóð, en hann sagði svo ekki vera. Á meðal sönnunargagna málsins var þó myndband af honum með jólalaginu „It‘s beginning to look a lot like Christmas“ á hljóðrásinni, sem var sent úr íslensku símanúmeri þegar hann sagðist ekki vera með slíkt. Myndbandið var tekið út um glugga íbúðar, en speglun þess sem tók það upp sást í glugganum. Fyrir dómi kannaðist maðurinn við sjálfan sig á myndbandinu. En úr símanum sem myndbandið var tekið fór einhver skipulagning innflutningsins fram. Á meðal annarra sönnunargagna málsins var mynd sem Adam sendi annarri konunni af 200 evra kvittun. Dómnum þótti framburður Adams ótrúverðugur og sakfelldi hann. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess að hann hefði sýnt af sér einbeittan brotavilja og að hann hefði verið skipuleggjandi innflutningsins. Líkt og áður segir hlýtur Adam þriggja ára fangelsi. Þá er honum gert að greiða 402 þúsund krónur í sakarkostnað, og 3,6 milljónir í lögmannskostnað.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Sjá meira