Afstaða Sjálfstæðismanna á skjön við lýðheilsustefnu stjórnvalda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júlí 2024 11:27 Ljóst er að stjórnarflokkarnir eru langt í frá sammála um fyrirkomulag áfengissölu. „Standa þarf vörð um íslenska forvarnarmódelið og gagnreynda áfengisstefnu sem m.a. felst í takmörkun á aðgengi með því að viðhalda einkasölufyrirkomulagi ríkisins,“ segir í nýrri skýrslu heilbrigðisráðherra um áætlun um framkvæmd lýðheilsustefnu til fimm ára. Skýrslan endurspeglar afstöðu ráðherrans og Framsóknarmannsins Willum Þórs Þórissonar og þann ágreining sem er uppi um fyrirkomulag áfengissölu á Ísland innan ríkisstjórnarinnar, þar sem Sjálfstæðismenn hafa löngum barist fyrir því að einkaréttur ríkisins verði afnuminn. „Íslenskt forvarnarstarf er í fremstu röð og hefur árangur í áfengis-, tóbaks- og vímuforvörnum ungmenna hér á landi vakið athygli út fyrir landsteinana. Íslenska forvarnarmódelið hefur verið viðurkennt fyrir árangur sinn í að draga úr áfengis- og vímuefnanotkun meðal ungs fólks,“ segir meðal annars í skýrslunni. Rannsóknir hafi sýnt fram á að aukið aðgengi að áfengi hafi slæm áhrif á heilsufar auk þess að hafa neikvæðar félagslegar afleiðingar í för með sér. „Þennan árangur má ekki gefa eftir því í honum felast ómæld verðmæti fyrir íslenskt samfélag.“ Starfshópur og þingmannanefnd um áfengis- og vímuvarnir Í skýrslunni segir að í lýðheilsustefnu til ársins 2030 sé lögð áhersla á mikilvægi skýrrar stefnumörkunar og aðgerða í málefnum áfengis- og vímuvarna og ráðherra hafi þegar skipað starfshóp sem sé ætlað að móta heildarstefnu í áfengis- og vímuvörnum. Þá hafi verið skipuð þingmannanefnd sem muni funda með hópnum. Willum hefur sjálfur sagt að með netsölu áfengis sé grundvallarmarkmiðum stefnu stjórnvalda í lýðheilsumálum ógnað en yfirvöld virðast hins vegar haft afar lítinn áhuga á að stöðva slíka sölu. Hún er nú þegar stunduð af einyrkjum en Hagkaup er meðal stórfyrirtækja sem hyggja á netsölu á næstu misserum. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað lagt fram frumvörp til að binda enda á einkarétt ríkisins á áfengissölu en þau hafa verið harðlega gagnrýnd af heilbrigðiskerfinu í heild sinni, meðal annars fagfélögum heilbrigðisstarfsmanna, og aldrei náð í gegn. Netsalan hefur hins vegar reynst leið framhjá boðum og bönnum og fengið að þrífast svo til óáreitt þar til Sigurður Ingi Jóhannsson, sem varð fjármála- og efnahagsráðherra eftir að Bjarni Benediktsson tók við forsætisráðuneytinu, sendi lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erindi vegna málsins í júní síðastliðnum. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokks, brást við með því að ítreka að ráðherrar ættu ekki að skipta sér af ákvörðunum lögreglu. Áður hafði hún boðað að frumvarp um að netsala með áfengi yrði heimiluð yrði lagt fram í upphafi þessa árs. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Netsala á áfengi Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Skýrslan endurspeglar afstöðu ráðherrans og Framsóknarmannsins Willum Þórs Þórissonar og þann ágreining sem er uppi um fyrirkomulag áfengissölu á Ísland innan ríkisstjórnarinnar, þar sem Sjálfstæðismenn hafa löngum barist fyrir því að einkaréttur ríkisins verði afnuminn. „Íslenskt forvarnarstarf er í fremstu röð og hefur árangur í áfengis-, tóbaks- og vímuforvörnum ungmenna hér á landi vakið athygli út fyrir landsteinana. Íslenska forvarnarmódelið hefur verið viðurkennt fyrir árangur sinn í að draga úr áfengis- og vímuefnanotkun meðal ungs fólks,“ segir meðal annars í skýrslunni. Rannsóknir hafi sýnt fram á að aukið aðgengi að áfengi hafi slæm áhrif á heilsufar auk þess að hafa neikvæðar félagslegar afleiðingar í för með sér. „Þennan árangur má ekki gefa eftir því í honum felast ómæld verðmæti fyrir íslenskt samfélag.“ Starfshópur og þingmannanefnd um áfengis- og vímuvarnir Í skýrslunni segir að í lýðheilsustefnu til ársins 2030 sé lögð áhersla á mikilvægi skýrrar stefnumörkunar og aðgerða í málefnum áfengis- og vímuvarna og ráðherra hafi þegar skipað starfshóp sem sé ætlað að móta heildarstefnu í áfengis- og vímuvörnum. Þá hafi verið skipuð þingmannanefnd sem muni funda með hópnum. Willum hefur sjálfur sagt að með netsölu áfengis sé grundvallarmarkmiðum stefnu stjórnvalda í lýðheilsumálum ógnað en yfirvöld virðast hins vegar haft afar lítinn áhuga á að stöðva slíka sölu. Hún er nú þegar stunduð af einyrkjum en Hagkaup er meðal stórfyrirtækja sem hyggja á netsölu á næstu misserum. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað lagt fram frumvörp til að binda enda á einkarétt ríkisins á áfengissölu en þau hafa verið harðlega gagnrýnd af heilbrigðiskerfinu í heild sinni, meðal annars fagfélögum heilbrigðisstarfsmanna, og aldrei náð í gegn. Netsalan hefur hins vegar reynst leið framhjá boðum og bönnum og fengið að þrífast svo til óáreitt þar til Sigurður Ingi Jóhannsson, sem varð fjármála- og efnahagsráðherra eftir að Bjarni Benediktsson tók við forsætisráðuneytinu, sendi lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erindi vegna málsins í júní síðastliðnum. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokks, brást við með því að ítreka að ráðherrar ættu ekki að skipta sér af ákvörðunum lögreglu. Áður hafði hún boðað að frumvarp um að netsala með áfengi yrði heimiluð yrði lagt fram í upphafi þessa árs.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Netsala á áfengi Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira