Stefnir á úrslit í París: „Þjóðarstoltið er langmest á Ólympíuleikunum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júlí 2024 12:30 Anton Sveinn McKee er með langmestu Ólympíureynsluna af íslenskum keppendunum í ár. vísir/bjarni Anton Sveinn McKee er á leið á sína fjórðu Ólympíuleika þar sem hann keppir í hundrað og tvö hundruð metra bringusundi. Hann stefnir á að komast í úrslit á leikunum í París. Anton segir mikinn heiður að keppa fyrir hönd Íslands á stærsta íþróttamóti heims. „Allur undirbúningur er svo gott sem búinn varðandi að koma sér í gott form. Nú er bara að halda haus og njóta síðustu viknanna. Við erum búin að keyra ákefðina mjög hátt fyrir leikana og núna munum við minnka hana til að fá ferskleika og snerpu í líkamann. Maður er bara að hugsa um líkamann, halda sér góðum og æfa sig aðeins að labba. Það eru miklar vegalengdir sem maður þarf að labba í Ólympíuþorpinu. Maður þarf að auka skrefafjöldann,“ sagði Anton í samtali við Vísi. Sem fyrr sagði er Anton á leið á sína fjórðu Ólympíuleika. Hann keppti í London 2012, Ríó 2016, Tókýó 2021 og verður meðal þátttakenda á leikunum í París sem hefjast 26. júlí. Anton segist búa að reynslunni frá fyrri leikum. „Maður er sem betur fer með mikla reynslu að vera í þessu umhverfi. Manni finnst maður vera eins tilbúinn og maður getur verið. Síðustu tvö ár hafa verið mjög góð. Ég tek sjálfstraust frá niðurstöðunum þaðan og ætla mér stóra hluti,“ sagði Anton. Anton ætlar að komast í úrslit á Ólympíuleikum í fyrsta sinn.getty/Michael Reaves Hann er bjartsýnn á gott gengi í París. „Þetta er allt búið að ganga eins og í sögu hingað til. Auðvitað er alltaf einhver rússíbani á leiðinni en heilt yfir hafa úrslitin og undirbúningsferlið verið eins og maður gæti óskað sér,“ sagði Anton. En hver eru markmiðin fyrir leikana fyrir Ólympíuleikana í ár? „Mig langar að komast í úrslit og það er það sem maður æfir fyrir. Maður þarf að taka þetta skref fyrir skref, vinna sig upp úr undanrásunum og eiga svo taktíkst og gott sund í undanúrslitum og keyra svo á þetta í úrslitunum og allt er mögulegt þar,“ sagði Anton sem metur líkurnar á að komast í úrslit í París góðar. „Ég synti á þeim tímum sem þurfti til að komast í úrslit á síðustu Ólympíuleikum á síðasta heimsmeistaramóti. Ég hef náð þessum árangri á stórmóti. Ég hef áður sýnt að ég get gert það og ætla að gera það aftur.“ Anton segir að því fylgi mikið stolt að keppa fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikum. „Auðvitað er maður alltaf að keppa fyrir Íslands hönd en þjóðarstoltið er langmest á Ólympíuleikunum og á hátíð þar sem allt besta íþróttafólk heims safnast saman. Að vera sendiherra Íslands á þessum leikum er ólýsanlegt,“ sagði Anton að endingu. Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
„Allur undirbúningur er svo gott sem búinn varðandi að koma sér í gott form. Nú er bara að halda haus og njóta síðustu viknanna. Við erum búin að keyra ákefðina mjög hátt fyrir leikana og núna munum við minnka hana til að fá ferskleika og snerpu í líkamann. Maður er bara að hugsa um líkamann, halda sér góðum og æfa sig aðeins að labba. Það eru miklar vegalengdir sem maður þarf að labba í Ólympíuþorpinu. Maður þarf að auka skrefafjöldann,“ sagði Anton í samtali við Vísi. Sem fyrr sagði er Anton á leið á sína fjórðu Ólympíuleika. Hann keppti í London 2012, Ríó 2016, Tókýó 2021 og verður meðal þátttakenda á leikunum í París sem hefjast 26. júlí. Anton segist búa að reynslunni frá fyrri leikum. „Maður er sem betur fer með mikla reynslu að vera í þessu umhverfi. Manni finnst maður vera eins tilbúinn og maður getur verið. Síðustu tvö ár hafa verið mjög góð. Ég tek sjálfstraust frá niðurstöðunum þaðan og ætla mér stóra hluti,“ sagði Anton. Anton ætlar að komast í úrslit á Ólympíuleikum í fyrsta sinn.getty/Michael Reaves Hann er bjartsýnn á gott gengi í París. „Þetta er allt búið að ganga eins og í sögu hingað til. Auðvitað er alltaf einhver rússíbani á leiðinni en heilt yfir hafa úrslitin og undirbúningsferlið verið eins og maður gæti óskað sér,“ sagði Anton. En hver eru markmiðin fyrir leikana fyrir Ólympíuleikana í ár? „Mig langar að komast í úrslit og það er það sem maður æfir fyrir. Maður þarf að taka þetta skref fyrir skref, vinna sig upp úr undanrásunum og eiga svo taktíkst og gott sund í undanúrslitum og keyra svo á þetta í úrslitunum og allt er mögulegt þar,“ sagði Anton sem metur líkurnar á að komast í úrslit í París góðar. „Ég synti á þeim tímum sem þurfti til að komast í úrslit á síðustu Ólympíuleikum á síðasta heimsmeistaramóti. Ég hef náð þessum árangri á stórmóti. Ég hef áður sýnt að ég get gert það og ætla að gera það aftur.“ Anton segir að því fylgi mikið stolt að keppa fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikum. „Auðvitað er maður alltaf að keppa fyrir Íslands hönd en þjóðarstoltið er langmest á Ólympíuleikunum og á hátíð þar sem allt besta íþróttafólk heims safnast saman. Að vera sendiherra Íslands á þessum leikum er ólýsanlegt,“ sagði Anton að endingu.
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum