Ráðherra beitir sér ekki og eftirlitið í öngum sínum Árni Sæberg og Bjarki Sigurðsson skrifa 9. júlí 2024 13:57 Páll Gunnar er ekki ánægður með aðgerðaleysi Bjarkeyjar. Vísir Matvælaráðherra ætlar ekki að beita sér fyrir breytingum á undanþáguheimildum í búvörulögum. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins gagnrýnir ráðherra og atvinnuveganefnd og segir vinnubrögðin óforsvaranleg. Um helgina var greint frá kaupum Kaupfélags Skagfirðinga á kjötvinnslufyrirtækinu Kjarnafæði Norðlenska. Kaupin fara í gegn án aðkomu Samkeppniseftirlitsins vegna nýs ákvæðis í umdeildum búvörulögum sem voru samþykkt í mars á þessu ári. Samkeppniseftirlitið telur að við breytingar atvinnuveganefndar á lögunum hafi málið ekki verið skoðað í þaula og hver möguleg áhrif þeirra væru. Eftirlitið skoraði á matvælaráðherra, Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, að beita sér hið fyrsta fyrir breytingum á undanþáguheimildunum. Það ætlar Bjarkey hins vegar ekki að gera. Óttast ekki hærra verð „Markmið laganna er að skila þessu, betra afurðaverði til bænda og verði til neytenda. Það er núna þá okkar, hins opinbera, að fylgja því eftir að þau markmið nái fram að ganga,“ segir Bjarkey í samtali við fréttastofu. Hún óttast ekki að kaupin leiði til hærra verðs til neytenda. „Ég trúi því líka að bæði neytendur og bændur láti í sér heyra ef þau koma illa út úr þessu.“ Vonbrigði að ráðherra beiti sér ekki Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir það vonbrigði að ráðherra vilji ekki beita sér fyrir breytingum. „Það er allt sem mælir með því að taka þetta upp til skoðunar á haustþingi og í raun og veru óhjákvæmilegt.“ Alvarlegt sé að samrunaákvæði samkeppnislaga sé tekið úr sambandi. „Það er augljóslega mjög alvarlegt. Að við séum komin á þennan stað, án þess að það hafi verið reistar neinar varnir í staðinn. Hvorki fyrir bændur né neytendur. Eftir því sem við best vitum þá fengu engir að koma að mótun á þessu breytta frumvarpi á vettvangi atvinnuveganefndar, aðrir en lögmaður KS og Samtaka kjötafurðastöðva.“ Matvælaframleiðsla Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Landbúnaður Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögboðinni skyldi Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Sjá meira
Um helgina var greint frá kaupum Kaupfélags Skagfirðinga á kjötvinnslufyrirtækinu Kjarnafæði Norðlenska. Kaupin fara í gegn án aðkomu Samkeppniseftirlitsins vegna nýs ákvæðis í umdeildum búvörulögum sem voru samþykkt í mars á þessu ári. Samkeppniseftirlitið telur að við breytingar atvinnuveganefndar á lögunum hafi málið ekki verið skoðað í þaula og hver möguleg áhrif þeirra væru. Eftirlitið skoraði á matvælaráðherra, Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, að beita sér hið fyrsta fyrir breytingum á undanþáguheimildunum. Það ætlar Bjarkey hins vegar ekki að gera. Óttast ekki hærra verð „Markmið laganna er að skila þessu, betra afurðaverði til bænda og verði til neytenda. Það er núna þá okkar, hins opinbera, að fylgja því eftir að þau markmið nái fram að ganga,“ segir Bjarkey í samtali við fréttastofu. Hún óttast ekki að kaupin leiði til hærra verðs til neytenda. „Ég trúi því líka að bæði neytendur og bændur láti í sér heyra ef þau koma illa út úr þessu.“ Vonbrigði að ráðherra beiti sér ekki Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir það vonbrigði að ráðherra vilji ekki beita sér fyrir breytingum. „Það er allt sem mælir með því að taka þetta upp til skoðunar á haustþingi og í raun og veru óhjákvæmilegt.“ Alvarlegt sé að samrunaákvæði samkeppnislaga sé tekið úr sambandi. „Það er augljóslega mjög alvarlegt. Að við séum komin á þennan stað, án þess að það hafi verið reistar neinar varnir í staðinn. Hvorki fyrir bændur né neytendur. Eftir því sem við best vitum þá fengu engir að koma að mótun á þessu breytta frumvarpi á vettvangi atvinnuveganefndar, aðrir en lögmaður KS og Samtaka kjötafurðastöðva.“
Matvælaframleiðsla Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Landbúnaður Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögboðinni skyldi Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Sjá meira