Hetjan Hildur fámál um framtíðina Sindri Sverrisson skrifar 9. júlí 2024 16:31 Hildur Antonsdóttir gæti verið á leiðinni á sitt fyrsta stórmót næsta sumar, EM í Sviss, ef allt gengur að óskum. Vísir/Bjarni Hildur Antonsdóttir var hetja íslenska landsliðsins í sigrinum dýrmæta gegn Austurríki í síðasta mánuði, þegar hún skoraði sigurmarkið í sínum sextánda landsleik. Núna er stefnan sett á að ljúka dæminu og landa EM-sæti. Hildur er hins vegar einnig í leit að nýjum vinnuveitanda, eftir að hafa sagt skilið við hollenska félagið Fortuna Sittard. Þar hefur hún spilað síðustu tvö ár, eftir að hafa kvatt Breiðablik, við góðan orðstír. Hildur vill sem minnst segja um hvað nú tekur við: „Ég er aðallega núna að fókusa á landsliðið og síðan skoða ég þetta eftir þennan glugga. Mig langar að taka skref upp á við. Ég var í hollensku deildinni sem er bara góð deild, sterk deild, en ég er alveg tilbúin að taka næsta skref,“ segir Hildur. Klippa: Hildur klár í slag við sumar af þeim bestu í heimi Hún er ein af nokkrum leikmönnum landsliðsins sem spila í vetrardeildum, sem hafa verið að æfa saman síðustu tvær vikur. Núna er allur hópurinn kominn saman og klár í leik við Þýskaland á Laugardalsvelli á föstudag. Með sigri tryggir Ísland sér endanlega sæti á EM, þó að liðið eigi einnig inni útileik við Pólland. „Við förum í þennan leik til að sækja þessi mikilvægu þrjú stig. Maður fer ekkert í fótboltaleiki til að gera jafntefli eða tapa. Við förum „full force“ í þennan leik,“ segir Hildur en ljóst er að við ramman reip verður að draga gegn stjörnum prýddu liði Þýskalands. Hildur var einmitt á miðjunni gegn Þjóðverjum ytra í apríl, í 3-1 tapi. Fæst ekki alltaf tækifæri til að sjá þær bestu í heimi „Fyrstu þrjátíu mínúturnar í leiknum vorum við alveg að ógna fyrir aftan þær. Við sátum heilmikið í leiknum en á móti þessu þýska landsliði, sem er með ótrúlega góða sókn, þá þurfum við að vera þéttar. Aftur á móti eigum við að geta fundið möguleika fyrir aftan þær þegar þær gleyma sér í sóknarleiknum,“ segir Hildur. Hún hvetur fólk til að fjölmenna á völlinn á föstudag: „Það hjálpar ótrúlega mikið að hafa marga áhorfendur, og það gefur okkur extra styrk. Það væri því geggjað að sjá sem flesta á vellinum. Ég held að það eigi nú að vera allt í lagi veður miðað við Ísland. Við getum tryggt okkur sæti á EM og svo eru góðar fótboltakonur að koma hingað í þýska landsliðinu. Þú færð ekkert alltaf tækifæri til að sjá bestu knattspyrnukonur í heimi spila.“ Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Uppgjör: Ísland-Austurríki 2-1 | Mikilvægur sigur í baráttunni um sæti á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 21:30 Tryggði Íslandi sigurinn mikilvæga en nú í leit að nýju félagi Hildur Antonsdóttir tryggði íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur á Austurríki í undankeppni EM 2025 á þriðjudag. Hildur spilaði með hollenska liðinu Fortuna Sittard á nýafstaðinni leiktíð en er í leit að nýju félagi í sumar. 5. júní 2024 22:01 Myndasyrpa frá sigrinum mikilvæga á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 23:31 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Sjá meira
Hildur er hins vegar einnig í leit að nýjum vinnuveitanda, eftir að hafa sagt skilið við hollenska félagið Fortuna Sittard. Þar hefur hún spilað síðustu tvö ár, eftir að hafa kvatt Breiðablik, við góðan orðstír. Hildur vill sem minnst segja um hvað nú tekur við: „Ég er aðallega núna að fókusa á landsliðið og síðan skoða ég þetta eftir þennan glugga. Mig langar að taka skref upp á við. Ég var í hollensku deildinni sem er bara góð deild, sterk deild, en ég er alveg tilbúin að taka næsta skref,“ segir Hildur. Klippa: Hildur klár í slag við sumar af þeim bestu í heimi Hún er ein af nokkrum leikmönnum landsliðsins sem spila í vetrardeildum, sem hafa verið að æfa saman síðustu tvær vikur. Núna er allur hópurinn kominn saman og klár í leik við Þýskaland á Laugardalsvelli á föstudag. Með sigri tryggir Ísland sér endanlega sæti á EM, þó að liðið eigi einnig inni útileik við Pólland. „Við förum í þennan leik til að sækja þessi mikilvægu þrjú stig. Maður fer ekkert í fótboltaleiki til að gera jafntefli eða tapa. Við förum „full force“ í þennan leik,“ segir Hildur en ljóst er að við ramman reip verður að draga gegn stjörnum prýddu liði Þýskalands. Hildur var einmitt á miðjunni gegn Þjóðverjum ytra í apríl, í 3-1 tapi. Fæst ekki alltaf tækifæri til að sjá þær bestu í heimi „Fyrstu þrjátíu mínúturnar í leiknum vorum við alveg að ógna fyrir aftan þær. Við sátum heilmikið í leiknum en á móti þessu þýska landsliði, sem er með ótrúlega góða sókn, þá þurfum við að vera þéttar. Aftur á móti eigum við að geta fundið möguleika fyrir aftan þær þegar þær gleyma sér í sóknarleiknum,“ segir Hildur. Hún hvetur fólk til að fjölmenna á völlinn á föstudag: „Það hjálpar ótrúlega mikið að hafa marga áhorfendur, og það gefur okkur extra styrk. Það væri því geggjað að sjá sem flesta á vellinum. Ég held að það eigi nú að vera allt í lagi veður miðað við Ísland. Við getum tryggt okkur sæti á EM og svo eru góðar fótboltakonur að koma hingað í þýska landsliðinu. Þú færð ekkert alltaf tækifæri til að sjá bestu knattspyrnukonur í heimi spila.“
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Uppgjör: Ísland-Austurríki 2-1 | Mikilvægur sigur í baráttunni um sæti á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 21:30 Tryggði Íslandi sigurinn mikilvæga en nú í leit að nýju félagi Hildur Antonsdóttir tryggði íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur á Austurríki í undankeppni EM 2025 á þriðjudag. Hildur spilaði með hollenska liðinu Fortuna Sittard á nýafstaðinni leiktíð en er í leit að nýju félagi í sumar. 5. júní 2024 22:01 Myndasyrpa frá sigrinum mikilvæga á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 23:31 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Sjá meira
Uppgjör: Ísland-Austurríki 2-1 | Mikilvægur sigur í baráttunni um sæti á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 21:30
Tryggði Íslandi sigurinn mikilvæga en nú í leit að nýju félagi Hildur Antonsdóttir tryggði íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur á Austurríki í undankeppni EM 2025 á þriðjudag. Hildur spilaði með hollenska liðinu Fortuna Sittard á nýafstaðinni leiktíð en er í leit að nýju félagi í sumar. 5. júní 2024 22:01
Myndasyrpa frá sigrinum mikilvæga á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 23:31