„Núna er kjörið tækifæri fyrir framan okkar áhorfendur að taka sigurinn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júlí 2024 20:15 Bryndís Arna Níelsdóttir hefur skorað eitt mark í sex A-landsleikjum. stöð 2 sport Eftir að hafa glímt við meiðsli Bryndís Arna Níelsdóttir komin aftur á völlinn og ætlar að hjálpa íslenska fótboltalandsliðinu að tryggja sér sæti á fimmta Evrópumótinu í röð. Bryndís er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku en hún gekk í raðir Växjö frá Íslands- og bikarmeisturum Vals í vetur. „Þetta er mjög gaman. Þetta hafa verið svolítið erfiðir mánuðir fyrir mig í meiðslunum en það er mjög gott að vera komin aftur af stað og farin að spila reglulega. Ég er sátt,“ sagði Bryndís í samtali við Aron Guðmundsson fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. Växjö er í 9. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar þegar tímabilið er rétt rúmlega hálfnað. „Þetta er öðruvísi. Við erum með fínt lið en þetta hefur verið svolítið upp og niður hjá okkur og erfitt að vera í stúkunni og horfa á leikina. Núna eftir frí er markmiðið að koma aftur inn í liðið og hjálpa því að klifra upp töfluna,“ sagði Bryndís sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir Växjö í 2-1 sigri á Brommapojkarna á laugardaginn. Klippa: Viðtal við Bryndísi Framundan hjá íslenska landsliðinu eru síðustu tveir leikirnir í undankeppni EM 2025. Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli á föstudaginn og Póllandi í Sosnowiec á þriðjudaginn. Með sigri í öðrum hvorum leiknum tryggir íslenska liðið sér sæti á EM í Sviss. Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Þýskalandi ytra, 3-1, en stelpurnar ætla að stríða stórliðinu á föstudaginn kemur. „Við erum allar tilbúnar í þennan leik og erum staðráðnar í að vinna þennan leik því það tryggir okkur sæti á EM. Það er markmið sem við erum búnar að setja okkur alla þessa undankeppni. Allir eru tilbúnir og ég held við eigum góða möguleika á að stríða þeim,“ sagði Bryndís. „Mér finnst alveg vera stígandi í liðinu í öllum þessum leikjum á móti Þýskalandi. Núna er kjörið tækifæri á heimavelli, fyrir framan okkar áhorfendur, að taka sigurinn.“ Sjá má viðtalið við Bryndísi í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Sænski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Fleiri fréttir FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Sjá meira
Bryndís er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku en hún gekk í raðir Växjö frá Íslands- og bikarmeisturum Vals í vetur. „Þetta er mjög gaman. Þetta hafa verið svolítið erfiðir mánuðir fyrir mig í meiðslunum en það er mjög gott að vera komin aftur af stað og farin að spila reglulega. Ég er sátt,“ sagði Bryndís í samtali við Aron Guðmundsson fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. Växjö er í 9. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar þegar tímabilið er rétt rúmlega hálfnað. „Þetta er öðruvísi. Við erum með fínt lið en þetta hefur verið svolítið upp og niður hjá okkur og erfitt að vera í stúkunni og horfa á leikina. Núna eftir frí er markmiðið að koma aftur inn í liðið og hjálpa því að klifra upp töfluna,“ sagði Bryndís sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir Växjö í 2-1 sigri á Brommapojkarna á laugardaginn. Klippa: Viðtal við Bryndísi Framundan hjá íslenska landsliðinu eru síðustu tveir leikirnir í undankeppni EM 2025. Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli á föstudaginn og Póllandi í Sosnowiec á þriðjudaginn. Með sigri í öðrum hvorum leiknum tryggir íslenska liðið sér sæti á EM í Sviss. Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Þýskalandi ytra, 3-1, en stelpurnar ætla að stríða stórliðinu á föstudaginn kemur. „Við erum allar tilbúnar í þennan leik og erum staðráðnar í að vinna þennan leik því það tryggir okkur sæti á EM. Það er markmið sem við erum búnar að setja okkur alla þessa undankeppni. Allir eru tilbúnir og ég held við eigum góða möguleika á að stríða þeim,“ sagði Bryndís. „Mér finnst alveg vera stígandi í liðinu í öllum þessum leikjum á móti Þýskalandi. Núna er kjörið tækifæri á heimavelli, fyrir framan okkar áhorfendur, að taka sigurinn.“ Sjá má viðtalið við Bryndísi í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Sænski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Fleiri fréttir FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Sjá meira