„Núna er kjörið tækifæri fyrir framan okkar áhorfendur að taka sigurinn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júlí 2024 20:15 Bryndís Arna Níelsdóttir hefur skorað eitt mark í sex A-landsleikjum. stöð 2 sport Eftir að hafa glímt við meiðsli Bryndís Arna Níelsdóttir komin aftur á völlinn og ætlar að hjálpa íslenska fótboltalandsliðinu að tryggja sér sæti á fimmta Evrópumótinu í röð. Bryndís er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku en hún gekk í raðir Växjö frá Íslands- og bikarmeisturum Vals í vetur. „Þetta er mjög gaman. Þetta hafa verið svolítið erfiðir mánuðir fyrir mig í meiðslunum en það er mjög gott að vera komin aftur af stað og farin að spila reglulega. Ég er sátt,“ sagði Bryndís í samtali við Aron Guðmundsson fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. Växjö er í 9. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar þegar tímabilið er rétt rúmlega hálfnað. „Þetta er öðruvísi. Við erum með fínt lið en þetta hefur verið svolítið upp og niður hjá okkur og erfitt að vera í stúkunni og horfa á leikina. Núna eftir frí er markmiðið að koma aftur inn í liðið og hjálpa því að klifra upp töfluna,“ sagði Bryndís sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir Växjö í 2-1 sigri á Brommapojkarna á laugardaginn. Klippa: Viðtal við Bryndísi Framundan hjá íslenska landsliðinu eru síðustu tveir leikirnir í undankeppni EM 2025. Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli á föstudaginn og Póllandi í Sosnowiec á þriðjudaginn. Með sigri í öðrum hvorum leiknum tryggir íslenska liðið sér sæti á EM í Sviss. Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Þýskalandi ytra, 3-1, en stelpurnar ætla að stríða stórliðinu á föstudaginn kemur. „Við erum allar tilbúnar í þennan leik og erum staðráðnar í að vinna þennan leik því það tryggir okkur sæti á EM. Það er markmið sem við erum búnar að setja okkur alla þessa undankeppni. Allir eru tilbúnir og ég held við eigum góða möguleika á að stríða þeim,“ sagði Bryndís. „Mér finnst alveg vera stígandi í liðinu í öllum þessum leikjum á móti Þýskalandi. Núna er kjörið tækifæri á heimavelli, fyrir framan okkar áhorfendur, að taka sigurinn.“ Sjá má viðtalið við Bryndísi í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Sænski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
Bryndís er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku en hún gekk í raðir Växjö frá Íslands- og bikarmeisturum Vals í vetur. „Þetta er mjög gaman. Þetta hafa verið svolítið erfiðir mánuðir fyrir mig í meiðslunum en það er mjög gott að vera komin aftur af stað og farin að spila reglulega. Ég er sátt,“ sagði Bryndís í samtali við Aron Guðmundsson fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. Växjö er í 9. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar þegar tímabilið er rétt rúmlega hálfnað. „Þetta er öðruvísi. Við erum með fínt lið en þetta hefur verið svolítið upp og niður hjá okkur og erfitt að vera í stúkunni og horfa á leikina. Núna eftir frí er markmiðið að koma aftur inn í liðið og hjálpa því að klifra upp töfluna,“ sagði Bryndís sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir Växjö í 2-1 sigri á Brommapojkarna á laugardaginn. Klippa: Viðtal við Bryndísi Framundan hjá íslenska landsliðinu eru síðustu tveir leikirnir í undankeppni EM 2025. Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli á föstudaginn og Póllandi í Sosnowiec á þriðjudaginn. Með sigri í öðrum hvorum leiknum tryggir íslenska liðið sér sæti á EM í Sviss. Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Þýskalandi ytra, 3-1, en stelpurnar ætla að stríða stórliðinu á föstudaginn kemur. „Við erum allar tilbúnar í þennan leik og erum staðráðnar í að vinna þennan leik því það tryggir okkur sæti á EM. Það er markmið sem við erum búnar að setja okkur alla þessa undankeppni. Allir eru tilbúnir og ég held við eigum góða möguleika á að stríða þeim,“ sagði Bryndís. „Mér finnst alveg vera stígandi í liðinu í öllum þessum leikjum á móti Þýskalandi. Núna er kjörið tækifæri á heimavelli, fyrir framan okkar áhorfendur, að taka sigurinn.“ Sjá má viðtalið við Bryndísi í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Sænski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira