Rabiot sagði að Yamal þyrfti að gera meira en fékk það í andlitið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júlí 2024 21:15 Adrien Rabiot horfir á Lamine Yamal skora jöfnunarmark Spánverja gegn Frökkum. getty/Stu Forster Lamine Yamal skoraði stórglæsilegt mark þegar Spánn tryggði sér sæti í úrslitum EM með sigri á Frakklandi, 2-1, á Allianz Arena í kvöld. Maðurinn sem reyndi að dekka Yamal í markinu hans skaut á strákinn fyrir leik en fékk það heldur betur í bakið. Randal Kolo Muani kom Frökkum yfir á 5. mínútu í leiknum í kvöld. Á 21. mínútu fékk Yamal boltann fyrir utan vítateig og lét vaða. Boltinn fór í stöng og inn og staðan orðin jöfn, 1-1. Fjórum mínútum síðar skoraði Dani Olmo sigurmark spænska liðsins. Fyrir leikinn hafði Adrien Rabiot, miðjumaður Frakklands, tjáð sig um frammistöðu hins sextán ára Yamals á EM. „Augljóslega gæti það verið erfitt fyrir hann að spila undanúrslitaleik á stórmóti. Og til að komast í úrslit á EM þarf hann að gera meira en hann hefur gert hingað til,“ sagði Rabiot. Hann þurfti heldur betur að éta þessi orð ofan í sig því Yamal skoraði í leiknum í kvöld og Spánverjar eru komnir í úrslit. Og hver var næstur Yamal þegar hann setti boltann í netið? Auðvitað Rabiot. Yamal er yngsti markaskorari í sögu Evrópumótsins, sextán ára og 362 daga gamall. Hann fagnar sautján ára afmæli sínu á laugardaginn, daginn fyrir úrslitaleikinn þar sem Spánn mætir annað hvort Englandi eða Hollandi. Rabiot og Frakkar eru hins vegar á heimleið frá Þýskalandi eftir að hafa heillað fáa á mótinu. Til að mynda var mark Kolos Munai það eina sem Frakkland skoraði úr opnum leik á EM. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Enski boltinn Fleiri fréttir „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Sjá meira
Randal Kolo Muani kom Frökkum yfir á 5. mínútu í leiknum í kvöld. Á 21. mínútu fékk Yamal boltann fyrir utan vítateig og lét vaða. Boltinn fór í stöng og inn og staðan orðin jöfn, 1-1. Fjórum mínútum síðar skoraði Dani Olmo sigurmark spænska liðsins. Fyrir leikinn hafði Adrien Rabiot, miðjumaður Frakklands, tjáð sig um frammistöðu hins sextán ára Yamals á EM. „Augljóslega gæti það verið erfitt fyrir hann að spila undanúrslitaleik á stórmóti. Og til að komast í úrslit á EM þarf hann að gera meira en hann hefur gert hingað til,“ sagði Rabiot. Hann þurfti heldur betur að éta þessi orð ofan í sig því Yamal skoraði í leiknum í kvöld og Spánverjar eru komnir í úrslit. Og hver var næstur Yamal þegar hann setti boltann í netið? Auðvitað Rabiot. Yamal er yngsti markaskorari í sögu Evrópumótsins, sextán ára og 362 daga gamall. Hann fagnar sautján ára afmæli sínu á laugardaginn, daginn fyrir úrslitaleikinn þar sem Spánn mætir annað hvort Englandi eða Hollandi. Rabiot og Frakkar eru hins vegar á heimleið frá Þýskalandi eftir að hafa heillað fáa á mótinu. Til að mynda var mark Kolos Munai það eina sem Frakkland skoraði úr opnum leik á EM.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Enski boltinn Fleiri fréttir „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Sjá meira