Vinícius Júnior um Copa klúður Brassa: „Þetta var mér að kenna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2024 14:30 Vinícius Júnior var svekktur út í sjálfan sig eftir að óþarfa gul spjöld komu honum í leikbann í mikilvægum leik. Getty/Ezra Shaw Brasilíumenn duttu út í átta liða úrslitum Suðurameríkukeppninnar í ár sem eru mikil vonbrigði fyrir þessa miklu knattspyrnuþjóð. Real Madrid leikmaðurinn Vinícius Júnior bað þjóð sína afsökunar á þessu og tók á sig sökina. Vinícius Júnior spilaði þó ekki leikinn við Úrúgvæ í átta liða úrslitunum, leik sem tapaðist í vítakeppni. Ástæða þess er einmitt ástæðan fyrir afsökunarbeiðni hans. Vinícius Júnior tók nefnilega út leikbann í leiknum eftir að hafa fengið gul spjöld á móti Paragvæ og Kólumbíu í riðlakeppninni. „Copa América keppnin er búin hjá okkur en það er tími til að horfa til baka og takast á við tapið,“ skrifaði Vinícius á portúgölsku á samfélagsmiðla sína en ESPN segir frá. „Vonbrigðartilfinningin hellist aftur yfir mann. Tapa aftur í vítakeppni,“ skrifaði Vinícius en Brasilía tapaði í vítakeppni á móti Argentínu í síðustu Suðurameríkukeppni. „Ég klúðraði þessu með því að fá tvö gul spjöld sem ég gat komist hjá því að fá. Ég horfði því aftur á okkur detta úr keppni af hliðarlínunni. Núnar var þetta var mér að kenna. Ég bið alla afsökunar á því,“ skrifaði Vinícius. Á HM í Katar tapaði Brasilía á móti Króatíu í átta liða úrslitunum eftir vítakeppni en Vinícius hafi þá verið tekinn af velli. Vinícius átti frábært tímabil með Real Madrid og skoraði líka tvö mörk í fyrstu þremur leikjum Brasilíu í Copa América. Hann var samt gagnrýndur í heimalandinu fyrir það að sýna ekki sömu frammistöðu með brasilíska landsliðinu og hann býður upp á með Real Madrid. „Ég kann að hlusta á gagnrýni og trúið mér að sú harðasta kemur heiman frá. Sem betur fer er landsliðsferill minn rétt að byrja. Ég ásamt liðsfélögum mínum fáum tækifæri til að koma landsliðinu okkar þangað sem það á heima. Við komust aftur á toppinn,“ lofaði Vinícius. View this post on Instagram A post shared by Vinicius Jr. ⚡️🇧🇷 (@vinijr) Copa América Brasilía Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Real Madrid leikmaðurinn Vinícius Júnior bað þjóð sína afsökunar á þessu og tók á sig sökina. Vinícius Júnior spilaði þó ekki leikinn við Úrúgvæ í átta liða úrslitunum, leik sem tapaðist í vítakeppni. Ástæða þess er einmitt ástæðan fyrir afsökunarbeiðni hans. Vinícius Júnior tók nefnilega út leikbann í leiknum eftir að hafa fengið gul spjöld á móti Paragvæ og Kólumbíu í riðlakeppninni. „Copa América keppnin er búin hjá okkur en það er tími til að horfa til baka og takast á við tapið,“ skrifaði Vinícius á portúgölsku á samfélagsmiðla sína en ESPN segir frá. „Vonbrigðartilfinningin hellist aftur yfir mann. Tapa aftur í vítakeppni,“ skrifaði Vinícius en Brasilía tapaði í vítakeppni á móti Argentínu í síðustu Suðurameríkukeppni. „Ég klúðraði þessu með því að fá tvö gul spjöld sem ég gat komist hjá því að fá. Ég horfði því aftur á okkur detta úr keppni af hliðarlínunni. Núnar var þetta var mér að kenna. Ég bið alla afsökunar á því,“ skrifaði Vinícius. Á HM í Katar tapaði Brasilía á móti Króatíu í átta liða úrslitunum eftir vítakeppni en Vinícius hafi þá verið tekinn af velli. Vinícius átti frábært tímabil með Real Madrid og skoraði líka tvö mörk í fyrstu þremur leikjum Brasilíu í Copa América. Hann var samt gagnrýndur í heimalandinu fyrir það að sýna ekki sömu frammistöðu með brasilíska landsliðinu og hann býður upp á með Real Madrid. „Ég kann að hlusta á gagnrýni og trúið mér að sú harðasta kemur heiman frá. Sem betur fer er landsliðsferill minn rétt að byrja. Ég ásamt liðsfélögum mínum fáum tækifæri til að koma landsliðinu okkar þangað sem það á heima. Við komust aftur á toppinn,“ lofaði Vinícius. View this post on Instagram A post shared by Vinicius Jr. ⚡️🇧🇷 (@vinijr)
Copa América Brasilía Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira