Lest hollenska liðsins fór ekki fet Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2024 11:01 Virgil van Dijk og félagar í hollenska landsliðinu fengu ekki besta undirbúninginn fyrir Englandsleikinn. Getty/Eric Verhoeven Hollendingar fengu ekki alveg besta undirbúninginn fyrir undanúrslitaleik sinn á móti Englendingum. Það er heitt í Þýskalandi og það hefur ekki aðeins áhrif í leikjunum sjálfum á EM heldur einnig í aðdraganda þeirra. Hitinn bitnaði á hollenska landsliðinu í gær eða nánar til getið ferðalagi liðsins á undanúrslitaleikinn á móti Englandi. Fella þurfti niður blaðamannafund Hollendinga fyrir undanúrslitaleikinn af því að þeir komust svo seint til Dortmund þar sem leikurinn verður spilaður í kvöld. ESPN segir frá. Netherlands hit train snag en route to semifinalThe Netherlands' preparations for their match against England in the Euro 2024 semifinals were disrupted Tuesday when they had to rearrange travel plans to host city Dortmund because of a "blockage" on a … https://t.co/79Eca0YqWg— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) July 9, 2024 Hollenska liðið átti að ferðast með lest frá Wolfsburg til Dortmund í gær. Lestarferðinni var hins vegar frestað vegna mikilla hita. Hollenski hópurinn þurfti í staðinn að fljúga á milli borganna en það varð til þess að þeir komust miklu seinna til Dortmund en áætlað var. Alls var seinkunin um fjórir klukkutímar. UEFA tilkynnti að enginn fjölmiðlafundur færi fram hjá liðinu en að það væri boðið upp á viðtal við hollenska þjálfarann á vef UEFA seinna um kvöldið. Hollenskir miðlar sögðu einnig frá því að leikmenn hafi verið komnir út á brautarpallinn á lestarstöðinni þegar fréttist af frestuninni. Hollendingar náðu þar með ekki að halda í hefð sína að ganga um völlinn daginn fyrir leik. Ekki besti undirbúningurinn fyrir þennan risastóra leik á móti Englendingum. Ronald Koeman, þjálfari Hollendinga, gerði samt lítið úr þessum vandræðum. „Þetta er ekkert vandamál. Við fengum tækifæri til að hvíla okkur. Við þurftum bara sitja í hálftíma í flugvélinni. Við sofum síðan vel í nótt,“ sagði Koeman í viðtali við UEFA í gær. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira
Það er heitt í Þýskalandi og það hefur ekki aðeins áhrif í leikjunum sjálfum á EM heldur einnig í aðdraganda þeirra. Hitinn bitnaði á hollenska landsliðinu í gær eða nánar til getið ferðalagi liðsins á undanúrslitaleikinn á móti Englandi. Fella þurfti niður blaðamannafund Hollendinga fyrir undanúrslitaleikinn af því að þeir komust svo seint til Dortmund þar sem leikurinn verður spilaður í kvöld. ESPN segir frá. Netherlands hit train snag en route to semifinalThe Netherlands' preparations for their match against England in the Euro 2024 semifinals were disrupted Tuesday when they had to rearrange travel plans to host city Dortmund because of a "blockage" on a … https://t.co/79Eca0YqWg— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) July 9, 2024 Hollenska liðið átti að ferðast með lest frá Wolfsburg til Dortmund í gær. Lestarferðinni var hins vegar frestað vegna mikilla hita. Hollenski hópurinn þurfti í staðinn að fljúga á milli borganna en það varð til þess að þeir komust miklu seinna til Dortmund en áætlað var. Alls var seinkunin um fjórir klukkutímar. UEFA tilkynnti að enginn fjölmiðlafundur færi fram hjá liðinu en að það væri boðið upp á viðtal við hollenska þjálfarann á vef UEFA seinna um kvöldið. Hollenskir miðlar sögðu einnig frá því að leikmenn hafi verið komnir út á brautarpallinn á lestarstöðinni þegar fréttist af frestuninni. Hollendingar náðu þar með ekki að halda í hefð sína að ganga um völlinn daginn fyrir leik. Ekki besti undirbúningurinn fyrir þennan risastóra leik á móti Englendingum. Ronald Koeman, þjálfari Hollendinga, gerði samt lítið úr þessum vandræðum. „Þetta er ekkert vandamál. Við fengum tækifæri til að hvíla okkur. Við þurftum bara sitja í hálftíma í flugvélinni. Við sofum síðan vel í nótt,“ sagði Koeman í viðtali við UEFA í gær.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira