Fótbolti

Deschamps verður á­fram með Frakkana

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Didier Deschamps er samningsbundinn franska knattspyrnusambandinu fram yfir HM 2026.
Didier Deschamps er samningsbundinn franska knattspyrnusambandinu fram yfir HM 2026. getty/Marcio Machado

Þrátt fyrir að Frakkar hafi fáa heillað með spilamennsku sinni á EM verður Didier Deschamps áfram þjálfari liðsins.

Frakkland tapaði fyrir Spáni, 2-1, í undanúrslitum EM í gær. Randal Kolo Muani kom Frökkum yfir með þeirra eina marki úr opnum leik á mótinu en Spánverjar tryggðu sér sigurinn með tveimur mörkum á fjórum mínútum.

Eftir leikinn staðfesti forseti franska knattspyrnusambandsins, Philippe Diallo, að Deschamps yrði áfram með landsliðið.

„Deschamps er með samning og hefur náð þeim markmiðum sem hann átti að ná. Didier heldur áfram á vegferð sinni,“ sagði Diallo en Deschamps er samningsbundinn franska knattspyrnusambandinu fram yfir HM 2026.

Deschamps tók við franska landsliðinu eftir EM 2012. Undir hans stjórn urðu Frakkar heimsmeistarar 2018 og unnu Þjóðadeildina 2021. Þeir komust jafnframt í úrslit á EM 2016 og HM 2022.

Alls hefur Deschamps stýrt Frökkum í 159 leikjum. Þeir hafa unnið 101 leik, gert 33 jafntefli og tapað 25 leikjum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×