„Það erfiðasta sem þú gerir í fótbolta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. júlí 2024 19:01 Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Einar Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, segir spennu á meðal leikmanna liðsins fyrir Evrópuleik morgundagsins við Linfield frá Norður-Írlandi. Stjarnan mun spila sinn fyrsta Evrópuleik í þrjú ár á morgun en sumarið 2021 féll liðið úr leik fyrir Bohemians frá Írlandi eftir slæmt 3-0 tap ytra. Menn hafa því beðið um hríð eftir því að spila Evrópuleik í Garðabæ á ný. „Ég held að allir séu búnir að bíða lengi eftir þessum leikjum. Þá er líka vonandi að við náum að slaka aðeins á og njóta þess. Það er draumurinn að fara inn í svona leik og þora að spila,“ segir Jökull. Klippa: „Það erfiðasta sem þú gerir í fótbolta“ Jökull segir Linfield-liðið líkamlega sterkt og geti legið til baka. Þó geti verið erfitt að átta sig á styrkleikum þess. „Að einhverju leyti eru þeir það (gamaldags breskt lið). En svo áttar maður sig ekki alveg hversu mikið vellirnir spila mikið inn í það. Þeir eru oft ekki góðir þarna úti. Þeir eru alveg tilbúnir að fara í langa bolta,“ „Þeir eru aggressívir og með góða fótboltamenn. Þetta verður mjög erfitt og við þurfum að vera klárir,“ segir Jökull. Víkingar víti til varnaðar Markalaust jafntefli Víkings við Shamrock Rovers frá Írlandi í gærkvöld geti reynst Stjörnumönnum víti til varnaðar. Írarnir lágu til baka og vörðust vel gegn Víkingum sem stýrði leiknum úti á velli. „Evrópuleikir eru oft lokaðir. Við sjáum Víkingana í gær á móti lágblokk í 95 mínútur og það er það erfiðasta sem þú gerir í fótbolta að brjóta niður lágblokk. Ég tala ekki um þegar þú ert með líkamlegt lið sem líður vel að inni í teignum að bíða eftir fyrirgjöfum. Við þurfum að vera klárir í allt saman, vera hreyfanlegir og dýnamískir,“ segir Jökull. Tilhlökkunin ekki minni hjá þeim eldri Margir ungir leikmenn í liði Stjörnunnar geta átt von á að spila sinn fyrsta leik í Evrópukeppni á morgun. Það er ástæða til tilhlökkunar en Jökull segir hana ekki minni hjá þeim sem eldri eru. „Það er klárlega spennandi fyrir þá og ég held bara alla. Ég held það sé ekkert mikið minna spennandi fyrir eldri leikmennina, þeir séu peppaðir og finnst eflaust of langt síðan síðast. Ég held þetta geti orðið góður dagur á morgun,“ En man Jökull hvernig það var sjálfur að spila sinn fyrsta Evrópuleik með KR fyrir 21 ári síðan? „Ég held við höfum byrjað í Armeníu á móti Pyunik. Það var mjög skemmtilegt. Þar fann maður líka, sem er eins í dag, að það er rosalegur munur á heimaleik og útileik. Víkingarnir sáu heimaleikinn í gær, fá öðruvísi úti. Ég held það verði eins hjá okkur þar sem þessi lið eru kannski ekki vön gervigrasi,“ segir Jökull. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Stjarnan og Linfield eigast við klukkan 19:00 annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Tveir aðrir leikir íslenskra liða eru í Sambandsdeildinni á morgun. Breiðablik mætir Tikvesh frá Norður-Makedóníu klukkan 18:30 á Stöð 2 Besta deildin 2. Valur mætir Vllaznia frá Albaníu á Hlíðarenda. Sá leikur klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport. Stjarnan Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Stjarnan mun spila sinn fyrsta Evrópuleik í þrjú ár á morgun en sumarið 2021 féll liðið úr leik fyrir Bohemians frá Írlandi eftir slæmt 3-0 tap ytra. Menn hafa því beðið um hríð eftir því að spila Evrópuleik í Garðabæ á ný. „Ég held að allir séu búnir að bíða lengi eftir þessum leikjum. Þá er líka vonandi að við náum að slaka aðeins á og njóta þess. Það er draumurinn að fara inn í svona leik og þora að spila,“ segir Jökull. Klippa: „Það erfiðasta sem þú gerir í fótbolta“ Jökull segir Linfield-liðið líkamlega sterkt og geti legið til baka. Þó geti verið erfitt að átta sig á styrkleikum þess. „Að einhverju leyti eru þeir það (gamaldags breskt lið). En svo áttar maður sig ekki alveg hversu mikið vellirnir spila mikið inn í það. Þeir eru oft ekki góðir þarna úti. Þeir eru alveg tilbúnir að fara í langa bolta,“ „Þeir eru aggressívir og með góða fótboltamenn. Þetta verður mjög erfitt og við þurfum að vera klárir,“ segir Jökull. Víkingar víti til varnaðar Markalaust jafntefli Víkings við Shamrock Rovers frá Írlandi í gærkvöld geti reynst Stjörnumönnum víti til varnaðar. Írarnir lágu til baka og vörðust vel gegn Víkingum sem stýrði leiknum úti á velli. „Evrópuleikir eru oft lokaðir. Við sjáum Víkingana í gær á móti lágblokk í 95 mínútur og það er það erfiðasta sem þú gerir í fótbolta að brjóta niður lágblokk. Ég tala ekki um þegar þú ert með líkamlegt lið sem líður vel að inni í teignum að bíða eftir fyrirgjöfum. Við þurfum að vera klárir í allt saman, vera hreyfanlegir og dýnamískir,“ segir Jökull. Tilhlökkunin ekki minni hjá þeim eldri Margir ungir leikmenn í liði Stjörnunnar geta átt von á að spila sinn fyrsta leik í Evrópukeppni á morgun. Það er ástæða til tilhlökkunar en Jökull segir hana ekki minni hjá þeim sem eldri eru. „Það er klárlega spennandi fyrir þá og ég held bara alla. Ég held það sé ekkert mikið minna spennandi fyrir eldri leikmennina, þeir séu peppaðir og finnst eflaust of langt síðan síðast. Ég held þetta geti orðið góður dagur á morgun,“ En man Jökull hvernig það var sjálfur að spila sinn fyrsta Evrópuleik með KR fyrir 21 ári síðan? „Ég held við höfum byrjað í Armeníu á móti Pyunik. Það var mjög skemmtilegt. Þar fann maður líka, sem er eins í dag, að það er rosalegur munur á heimaleik og útileik. Víkingarnir sáu heimaleikinn í gær, fá öðruvísi úti. Ég held það verði eins hjá okkur þar sem þessi lið eru kannski ekki vön gervigrasi,“ segir Jökull. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Stjarnan og Linfield eigast við klukkan 19:00 annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Tveir aðrir leikir íslenskra liða eru í Sambandsdeildinni á morgun. Breiðablik mætir Tikvesh frá Norður-Makedóníu klukkan 18:30 á Stöð 2 Besta deildin 2. Valur mætir Vllaznia frá Albaníu á Hlíðarenda. Sá leikur klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport.
Stjarnan Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira