„Komin upp í þak“ í verðlagningu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. júlí 2024 22:15 Pétur Óskarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, eða SAF. Vísir/Einar Markaðssetja þarf Ísland með öflugari hætti en síðustu ár, að sögn leiðtoga ferðaþjónustufyrirtækja, sem segir Ísland hafa náð ákveðnum toppi í verðlagningu. Dregið hefur úr fjölda ferðamanna hingað til lands miðað við síðasta ár. Gistinætur á hótelum í maí voru 385.800, og fækkaði um7,1 prósent miðað við maí á síðasta ári. Hlutfallslega var samdrátturinn mestur á Austurlandi, og Suðurnesjum, en dróst saman í öllum landshlutum, þar af um 5,2 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Gistinóttum erlendra gesta fækkaði í heildina um 9,2 prósent, en gistinóttum Íslendinga á hótelum fjölgaði um tvö prósent. Brottfarir erlendra farþega frá íslandi í júní voru 212 þúsund á þessu ári, en 233 þúsund í fyrra. Formaður samtaka ferðaþjónustunnar segir þetta hafa verið í uppsiglingu frá áramótum. „Að eftirspurnin væri að gefa eftir, og inn í sumarið. Maður var auðvitað að vona að það myndi aðeins pikka upp þegar nær drægi sumri, en það hefur í raun ekki gerst,“ segir formaðurinn Pétur Óskarsson. Staðan reyni ekki aðeins á ferðaþjónustufyrirtækin sjálf. „Sérstaklega mun þetta reyna síðan á ríkissjóð og opinberu kerfin okkar sem treysta á tekjur af ferðaþjónustunni.“ Verðlagt upp í topp Samkeppnishæfni Íslands spili stóran þátt í þróuninni. „Hér er mikil verðbólga. Ísland er mjög dýrt. Það eru há laun, það eru háir skattar. Nýr skattur lagður á ferðaþjónustuna um áramótin, gistináttaskattur. Við erum komin upp í þakið hvað varðar verðlagningu.“ Ísland sé að verða undir í samkeppni við lönd á borð við Noreg og Finnland. Efla þurfi neytendamarkaðssetningu á Íslandi sem vörumerki í heild. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að það verði ákveðið til nokkurra ára. Markaðssetning er langhlaup og miklu betra að gera það en að fara í einstaka átök þegar illa árar.“ Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Verðlag Tengdar fréttir Ísland hafi lengi verið einn dýrasti áfangastaður heims Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að Ísland hafi í tíu ár verið eitt af þremur dýrustu löndum heims. Ferðamenn vilji þrátt fyrir það koma til Íslands, og greiða fyrir það þessi háu verð. Ísland sé þó að dragast aftur úr í samkeppni við lönd eins og Noreg, meðal annars vegna þrálátrar verðbólgu. 8. júlí 2024 18:53 Fleiri farþegar en minni sætanýting Íslenska flugfélagið Play flutti 173.109 farþega í júní 2024, sem er 7,5 prósent meira en í júní í fyrra þegar félagið flutti 160.979 farþega. Sætanýting dróst þó örlítið saman, hún var 86 prósent í júní 2024, en 87,2 prósent á sama tíma í fyrra. Forstjórinn kveðst ánægður að sjá vöxt í farþegatölunum, en hefði viljað sjá hærri sætanýtingu. 8. júlí 2024 17:24 Þúsundir ferðamanna á dag streyma til Ísafjarðar Stöðugur straumur ferðamanna er til Ísafjarðar á hverjum degi með skemmtiferðaskipum. Í hverri viku yfir sumartímann koma þúsundir til bæjarins og á morgun er búist við því að sjö þúsund manns leggi land undir fót á eyrinni. 1. júlí 2024 13:21 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Gistinætur á hótelum í maí voru 385.800, og fækkaði um7,1 prósent miðað við maí á síðasta ári. Hlutfallslega var samdrátturinn mestur á Austurlandi, og Suðurnesjum, en dróst saman í öllum landshlutum, þar af um 5,2 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Gistinóttum erlendra gesta fækkaði í heildina um 9,2 prósent, en gistinóttum Íslendinga á hótelum fjölgaði um tvö prósent. Brottfarir erlendra farþega frá íslandi í júní voru 212 þúsund á þessu ári, en 233 þúsund í fyrra. Formaður samtaka ferðaþjónustunnar segir þetta hafa verið í uppsiglingu frá áramótum. „Að eftirspurnin væri að gefa eftir, og inn í sumarið. Maður var auðvitað að vona að það myndi aðeins pikka upp þegar nær drægi sumri, en það hefur í raun ekki gerst,“ segir formaðurinn Pétur Óskarsson. Staðan reyni ekki aðeins á ferðaþjónustufyrirtækin sjálf. „Sérstaklega mun þetta reyna síðan á ríkissjóð og opinberu kerfin okkar sem treysta á tekjur af ferðaþjónustunni.“ Verðlagt upp í topp Samkeppnishæfni Íslands spili stóran þátt í þróuninni. „Hér er mikil verðbólga. Ísland er mjög dýrt. Það eru há laun, það eru háir skattar. Nýr skattur lagður á ferðaþjónustuna um áramótin, gistináttaskattur. Við erum komin upp í þakið hvað varðar verðlagningu.“ Ísland sé að verða undir í samkeppni við lönd á borð við Noreg og Finnland. Efla þurfi neytendamarkaðssetningu á Íslandi sem vörumerki í heild. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að það verði ákveðið til nokkurra ára. Markaðssetning er langhlaup og miklu betra að gera það en að fara í einstaka átök þegar illa árar.“
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Verðlag Tengdar fréttir Ísland hafi lengi verið einn dýrasti áfangastaður heims Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að Ísland hafi í tíu ár verið eitt af þremur dýrustu löndum heims. Ferðamenn vilji þrátt fyrir það koma til Íslands, og greiða fyrir það þessi háu verð. Ísland sé þó að dragast aftur úr í samkeppni við lönd eins og Noreg, meðal annars vegna þrálátrar verðbólgu. 8. júlí 2024 18:53 Fleiri farþegar en minni sætanýting Íslenska flugfélagið Play flutti 173.109 farþega í júní 2024, sem er 7,5 prósent meira en í júní í fyrra þegar félagið flutti 160.979 farþega. Sætanýting dróst þó örlítið saman, hún var 86 prósent í júní 2024, en 87,2 prósent á sama tíma í fyrra. Forstjórinn kveðst ánægður að sjá vöxt í farþegatölunum, en hefði viljað sjá hærri sætanýtingu. 8. júlí 2024 17:24 Þúsundir ferðamanna á dag streyma til Ísafjarðar Stöðugur straumur ferðamanna er til Ísafjarðar á hverjum degi með skemmtiferðaskipum. Í hverri viku yfir sumartímann koma þúsundir til bæjarins og á morgun er búist við því að sjö þúsund manns leggi land undir fót á eyrinni. 1. júlí 2024 13:21 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Ísland hafi lengi verið einn dýrasti áfangastaður heims Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að Ísland hafi í tíu ár verið eitt af þremur dýrustu löndum heims. Ferðamenn vilji þrátt fyrir það koma til Íslands, og greiða fyrir það þessi háu verð. Ísland sé þó að dragast aftur úr í samkeppni við lönd eins og Noreg, meðal annars vegna þrálátrar verðbólgu. 8. júlí 2024 18:53
Fleiri farþegar en minni sætanýting Íslenska flugfélagið Play flutti 173.109 farþega í júní 2024, sem er 7,5 prósent meira en í júní í fyrra þegar félagið flutti 160.979 farþega. Sætanýting dróst þó örlítið saman, hún var 86 prósent í júní 2024, en 87,2 prósent á sama tíma í fyrra. Forstjórinn kveðst ánægður að sjá vöxt í farþegatölunum, en hefði viljað sjá hærri sætanýtingu. 8. júlí 2024 17:24
Þúsundir ferðamanna á dag streyma til Ísafjarðar Stöðugur straumur ferðamanna er til Ísafjarðar á hverjum degi með skemmtiferðaskipum. Í hverri viku yfir sumartímann koma þúsundir til bæjarins og á morgun er búist við því að sjö þúsund manns leggi land undir fót á eyrinni. 1. júlí 2024 13:21