Gular viðvaranir alla helgina Jón Þór Stefánsson skrifar 12. júlí 2024 07:58 Kort Veðurstofu Íslands Gular viðvaranir vegna veðurs eru í þremur landshlutum um helgina. Fyrstu viðvaranirnar taka gildi klukkan níu í dag og eru vegna allhvassar sunnanáttar. Annars vegar er viðvörun í Breiðafirði sem stendur yfir til klukkan sjö í kvöld, og hins vegar er viðvörun á Vestfjörðum sem stendur yfir til klukkan níu í kvöld. Í báðum þessum landshlutum er fólk varað við því að keyra um á ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindum. Á miðnætti munu tvær aðrar viðvaranir taka gildi vegna sunnanáttar og úrhellisrigningar. Annars vegar aftur á Breiðafirði og hinsvegar á Faxaflóa. „Ár og lækir munu vaxa mikið og geta orðið erfiðar yfirferðar, en einnig aukast líkur á aurskriðum og grjóthruni. Fólk er því hvatt til að forðast varasöm vöð og brattar fjallshlíðar,“ segir um veðrið í þessum landshlutum á vef Veðurstofunnar. Viðvaranirnar sem hefjast á laugardag standa yfir til klukkan sex á sunnudagskvöld. „Víðáttumikil hæð langt suður í hafi og smálægðir og lægðadrög á siglingu norður á bóginn milli Íslands og Grænlands beina hlýju og röku lofti yfir landið. Þessum lægðum fyrir strekkingsvindur, einkum vestantil og einnig rignir allhressilega inná milli,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. „Ferðamenn og útivistarfólk er hvatt til að kanna vel veðurathuganir og -spár áður en lagt er af stað, en áí dag þurfa vegfarendur norðvestantil að huga vel að farartækjum sem taka á sig mikinn vind, ekki síst ef ekið er með aftanívagn. Ferðamenn á Vesturlandi um helgina ættu að forðast varasöm vöð og brattar fjallshlíðar.“ Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á laugardag:Sunnan 8-15 m/s á vestanverðu landinu, rigning og hiti 10 til 15 stig, en dregur úr vætu um kvöldið. Hægari austantil, víða bjartviðri og hiti 15 til 24 stig.Á sunnudag:Suðlæg átt, 5-10 m/s og rigning eða súld á vestanverðu landinu. Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað eystra, en sums staðar þoka með ströndinni. Hlýtt í veðri, einkum austantil.Á mánudag og þriðjudag:Hæg norðlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en sums staðar líkur á þoku eða súld við sjávarsíðuna. Hiti 10 til 20 stig, svalast við austurströndina.Á miðvikudag:Norðaustlæg átt með vætu víða um land og hægt kólnandi veðri, einkum fyrir norðan og austan.Á fimmtudag:Útlit fyrir austlæga átt með dálitlum skúrum á víða og dreif. Hiti 9 til 15 stig. Veður Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Sjá meira
Í báðum þessum landshlutum er fólk varað við því að keyra um á ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindum. Á miðnætti munu tvær aðrar viðvaranir taka gildi vegna sunnanáttar og úrhellisrigningar. Annars vegar aftur á Breiðafirði og hinsvegar á Faxaflóa. „Ár og lækir munu vaxa mikið og geta orðið erfiðar yfirferðar, en einnig aukast líkur á aurskriðum og grjóthruni. Fólk er því hvatt til að forðast varasöm vöð og brattar fjallshlíðar,“ segir um veðrið í þessum landshlutum á vef Veðurstofunnar. Viðvaranirnar sem hefjast á laugardag standa yfir til klukkan sex á sunnudagskvöld. „Víðáttumikil hæð langt suður í hafi og smálægðir og lægðadrög á siglingu norður á bóginn milli Íslands og Grænlands beina hlýju og röku lofti yfir landið. Þessum lægðum fyrir strekkingsvindur, einkum vestantil og einnig rignir allhressilega inná milli,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. „Ferðamenn og útivistarfólk er hvatt til að kanna vel veðurathuganir og -spár áður en lagt er af stað, en áí dag þurfa vegfarendur norðvestantil að huga vel að farartækjum sem taka á sig mikinn vind, ekki síst ef ekið er með aftanívagn. Ferðamenn á Vesturlandi um helgina ættu að forðast varasöm vöð og brattar fjallshlíðar.“ Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á laugardag:Sunnan 8-15 m/s á vestanverðu landinu, rigning og hiti 10 til 15 stig, en dregur úr vætu um kvöldið. Hægari austantil, víða bjartviðri og hiti 15 til 24 stig.Á sunnudag:Suðlæg átt, 5-10 m/s og rigning eða súld á vestanverðu landinu. Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað eystra, en sums staðar þoka með ströndinni. Hlýtt í veðri, einkum austantil.Á mánudag og þriðjudag:Hæg norðlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en sums staðar líkur á þoku eða súld við sjávarsíðuna. Hiti 10 til 20 stig, svalast við austurströndina.Á miðvikudag:Norðaustlæg átt með vætu víða um land og hægt kólnandi veðri, einkum fyrir norðan og austan.Á fimmtudag:Útlit fyrir austlæga átt með dálitlum skúrum á víða og dreif. Hiti 9 til 15 stig.
Veður Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Sjá meira