Með lykilinn að því hvernig á að gera eftirhermu af Íslending Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. júlí 2024 13:08 Fred Armisen. Getty Leikari þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum og þáttum á borð við Anchorman, Portlandia, Wednesday, SNL, Barry og Eurotrip segir það auðvelt að gera eftirhermu af Íslendingum og að við eigum það til að tala eins og við séum að ræða leyndarmál. Hinn víðfrægi Fred Armisen er á leið til landsins en hann mun stíga á svið í Háskólabíó þann 21. september með sýninguna Comedy for musicians eða Grín fyrir tónlistarmenn. Þrátt fyrir titilinn segir Armisen að allir muni hafa gaman af sýningunni. „Ég held það því allir hafa einhvers konar samband við tónlist. “ Viðtalið í heild sinni er hægt að berja augum í spilaranum hér að neðan: Jós lofi yfir íslenska leikara Armisen hefur komið til Íslands þrisvar sinnum áður og segist spenntur að koma aftur. Hann gerði garðinn frægan á Íslandi þegar hann kom til landsins til að gera skopheimildarmynd um bæjarhátíð á Íslandi tileinkuð Al Capone fyrir þættina Documentary now! Þá vann hann með sumum af ástsælustu leikurum Íslands. Sem dæmi má nefna Nínu dögg, Sigga Sigurjóns og Hannes Óla. „Ég held ég hafi gert verkefnið sem afsökun til að vinna á Íslandi. Það er annað að fara og heimsækja en mig langaði svo mikið að gera eitthvað alvöru hérna. Íslensku leikararnir voru frábærir þeir settu sig alla í þetta. Þeir skildu grínið einstaklega vel, ekki það að grínið hafi verið eitthvað flókið. “ Eins og Íslendingar séu alltaf að segja leyndarmál Fred var um árabil einn af aðalleikurum í grínþáttunum SNL og gerði þar fjölmargar eftirhermur. Spurður hvort hann gæti gert eftirhermu af dæmigerðum Íslending svaraði hann játandi en sagðist ekki vilja gera það að svo stöddu. „Alltaf þegar Íslendingar tala við mig er það alltaf eins og það sé svona hvísl yfir öllu eða eins og það sé talað í hálfum hljóðum. Þetta er svona eins það sé eitthvað leyndarmál sem þeir vilja ekki segja þér frá en þú ert samt einhvern veginn hluti af.“ Fréttamaður reyndi að kryfja málið með Armisen og var komist að þeirri niðurstöðu að hann væri að vísa í það hvernig Íslendingar eiga það til að tala á innsoginu. „Ég hugsa alltaf bara: Hvað áttu við? Er ég hluti af þessu leyndarmáli?“ Frægir á ferð Grín og gaman Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Hinn víðfrægi Fred Armisen er á leið til landsins en hann mun stíga á svið í Háskólabíó þann 21. september með sýninguna Comedy for musicians eða Grín fyrir tónlistarmenn. Þrátt fyrir titilinn segir Armisen að allir muni hafa gaman af sýningunni. „Ég held það því allir hafa einhvers konar samband við tónlist. “ Viðtalið í heild sinni er hægt að berja augum í spilaranum hér að neðan: Jós lofi yfir íslenska leikara Armisen hefur komið til Íslands þrisvar sinnum áður og segist spenntur að koma aftur. Hann gerði garðinn frægan á Íslandi þegar hann kom til landsins til að gera skopheimildarmynd um bæjarhátíð á Íslandi tileinkuð Al Capone fyrir þættina Documentary now! Þá vann hann með sumum af ástsælustu leikurum Íslands. Sem dæmi má nefna Nínu dögg, Sigga Sigurjóns og Hannes Óla. „Ég held ég hafi gert verkefnið sem afsökun til að vinna á Íslandi. Það er annað að fara og heimsækja en mig langaði svo mikið að gera eitthvað alvöru hérna. Íslensku leikararnir voru frábærir þeir settu sig alla í þetta. Þeir skildu grínið einstaklega vel, ekki það að grínið hafi verið eitthvað flókið. “ Eins og Íslendingar séu alltaf að segja leyndarmál Fred var um árabil einn af aðalleikurum í grínþáttunum SNL og gerði þar fjölmargar eftirhermur. Spurður hvort hann gæti gert eftirhermu af dæmigerðum Íslending svaraði hann játandi en sagðist ekki vilja gera það að svo stöddu. „Alltaf þegar Íslendingar tala við mig er það alltaf eins og það sé svona hvísl yfir öllu eða eins og það sé talað í hálfum hljóðum. Þetta er svona eins það sé eitthvað leyndarmál sem þeir vilja ekki segja þér frá en þú ert samt einhvern veginn hluti af.“ Fréttamaður reyndi að kryfja málið með Armisen og var komist að þeirri niðurstöðu að hann væri að vísa í það hvernig Íslendingar eiga það til að tala á innsoginu. „Ég hugsa alltaf bara: Hvað áttu við? Er ég hluti af þessu leyndarmáli?“
Frægir á ferð Grín og gaman Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira