„Voru farnar að skamma mig fyrir að tefja leikinn“ Hjörvar Ólafsson skrifar 12. júlí 2024 20:17 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lagði upp fyrsta mark íslenska liðsins. Vísir/Anton Brink Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lagði sitt af mörkum og rúmlega það þegar íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kvenna tryggði sér sæti í lokakeppni EM 2025 sem fram fer í Sviss með mögnuðum 3-0 sigri gegn Þýskalandi í undankeppni mótsins á Laugardalsvelli í kvöld. „Við erum bara eiginlega í sæluvímu og þetta er svakalega sætt. Þetta var magnað kvöld og við áttum sigurinn fyllilega skilinn. Við vorum þéttar og náðum að pressa þær á réttum mómentum. Skyndisóknirnar voru vel útfærðar og við vorum hættulegar í föstum leikatriðum. Mér fannst við vera ofan á stærstan hluta leiksins og ég fann það fljótlega að það var pirringur hjá þýska liðinu. Þær voru farnar að kalla á mig á þýsku og skamma okkur fyrir að tefja og hægja á leiknum. Það var hins vegar þannig að við vorum að fá hættulegri færi og gátum unnið stærra,“ sagði Karólína Lea. „Við fundum svæðin fyrir aftan vörnina þeirra og Sveindís Jane, Dilja Ýr og Sandra María komust hvað eftir annað í fínar stöður. Sóknarleikurinn var vel upp settur og við vorum ógnandi allan leikinn,“ sagði hún. „Það er meira en að segja það að vera komin í lokakeppni Evrópumótsins fimmta skiptið í röð og kannski einhverjir sem mættu virða þann árangur meira. Þetta er mikið afrek og liðið á hrós skilið fyrir að sýna þennan stöðugleika og ná að halda okkur í svona langan tíma í hæsta gæðaflokki,“ sagði sóknartengiliðurinn. „Ég get ekki beðið eftir því að komast aftur inn í klefa að fagna þessum sigri og áfanganum enn betur. Tilfinningin er í raun ólýsanleg og stemmingn í klefanum gjörsamlega tryllt. Þetta er alveg geggjað kvöld,“ sagði Karólína um andrúmsloftið á meðal leikmanna liðsins. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
„Við erum bara eiginlega í sæluvímu og þetta er svakalega sætt. Þetta var magnað kvöld og við áttum sigurinn fyllilega skilinn. Við vorum þéttar og náðum að pressa þær á réttum mómentum. Skyndisóknirnar voru vel útfærðar og við vorum hættulegar í föstum leikatriðum. Mér fannst við vera ofan á stærstan hluta leiksins og ég fann það fljótlega að það var pirringur hjá þýska liðinu. Þær voru farnar að kalla á mig á þýsku og skamma okkur fyrir að tefja og hægja á leiknum. Það var hins vegar þannig að við vorum að fá hættulegri færi og gátum unnið stærra,“ sagði Karólína Lea. „Við fundum svæðin fyrir aftan vörnina þeirra og Sveindís Jane, Dilja Ýr og Sandra María komust hvað eftir annað í fínar stöður. Sóknarleikurinn var vel upp settur og við vorum ógnandi allan leikinn,“ sagði hún. „Það er meira en að segja það að vera komin í lokakeppni Evrópumótsins fimmta skiptið í röð og kannski einhverjir sem mættu virða þann árangur meira. Þetta er mikið afrek og liðið á hrós skilið fyrir að sýna þennan stöðugleika og ná að halda okkur í svona langan tíma í hæsta gæðaflokki,“ sagði sóknartengiliðurinn. „Ég get ekki beðið eftir því að komast aftur inn í klefa að fagna þessum sigri og áfanganum enn betur. Tilfinningin er í raun ólýsanleg og stemmingn í klefanum gjörsamlega tryllt. Þetta er alveg geggjað kvöld,“ sagði Karólína um andrúmsloftið á meðal leikmanna liðsins.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira