Ísland varð aðeins fjórða þjóðin til að tryggja sig inn á EM 2025 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2024 08:31 Sveindís Jane Jónsdóttir var með eitt mark og tvær stoðsendingar í sigrinum á Þýskalandi í gær. Hér fagnar hún marki sínu. Vísir/Anton Brink Íslensku stelpurnar tryggðu sér sæti á Evrópumótinu í Sviss næsta sumar með glæsilegum 3-0 sigri á Þjóðverjum á Laugardalsvellinum í gær. Aðeins þrjár þjóðir höfðu þá náð að tryggja sér sæti í lokakeppninni af þeim sextán sem taka þátt. Sviss varð fyrsta þjóðin til að komast á EM en þær svissnesku komust þangað 4. apríl 2023 þegar ákveðið var að keppnin færi fram í Sviss. Þýskaland varð númer tvö í röðinni 4. júní síðastliðinn og seinna sama dag innsigluðu spænsku heimsmeistararnir líka sæti sitt á EM 2025. Íslensku stelpurnar bættust síðan í hópinn í gær. Tvö lið úr riðli Íslands hafa því tryggt sér EM-sætið fyrir lokaumferðina. Seinna um daginn í gær bættust síðan tvær þjóðir í hópinn. Þjóðir sem eru komnar á EM 2025 í Sviss: 1. Sviss (4. apríl 2023) 2. Þýskaland (4. júní 2024) 3. Spánn (4. júní 2024) 4. Ísland (12. júlí 2024) 5. Danmörk (12. júlí 2024) 6. Frakkland (12. júlí 2024) Dönsku stelpurnar tryggðu sér EM-sætið með 3-0 útisigri á Belgum en Spánn er búið að vinna þann riðil. Frakkland tryggði sér EM-sætið með 2-1 sigri á Svíum en Svíar spilar úrslitaleik við England um sætið í lokaumferðinni. Glódis Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, fagnar í leikslok ásamt liðinu sínu.Vísir/Anton Brink Mikil spenna er í fjórða og síðasta riðlinum þar sem Holland (8 stig), Noregur (6 stig), Ítalía (6 stig) og Finnland (5 stig) eiga öll möguleika á sæti á EM. Finnar heimsækja Ítala í lokaumferðinni en Norðmenn taka á móti Hollandi. Hin átta sætin verða í boði í umspilinu en þangað fara liðin í þriðja og fjórða sæti riðlana í A-deild og mæta þar liðum úr B-deildinni. Þetta er fimmta Evrópumót íslenska kvennalandsliðsins í röð. Íslenska var níunda þjóðin til að tryggja sig inn á bæði EM 2022 og á EM 2017 en síðasta þjóðin sem tryggði sig inn á EM 2013 og sú næstsíðasta sem komst inn á EM 2009. Þetta er því í fyrsta sinn sem Ísland er ein af fyrstu fimm þjóðunum til að tryggja sér EM-sætið. EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Svona leikur er ástæðan fyrir því af hverju maður er í fótbolta“ Glódís Perla Viggósdóttir var afar ánægð eftir ævintýralegan 3-0 sigur gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli. Með sigri tryggði íslenska kvennalandsliðið í fótbolta sér þátttökurétt á EM í fimmta skipti í röð. 12. júlí 2024 20:31 Einkunnir íslenska liðsins | Miðvarðarparið og Sveindís Jane fremstar á meðal annarra flottra frammistaðna Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta léku á als oddi þegar liðið vann stórkostlegan sigur gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 á Laugardalsvelli í dag. Spilamennskan fleytti íslenska liðinu á Evrópumótið og sýndu íslensku leikmennirnir það klárlega í þessum leik að þar á liðið svo sannarlega heima. 12. júlí 2024 18:18 „Langþráð mark sem kom á frábærum tíma“ Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaðurinn öflugi, valdi aldeilis tímann til þess að skora sitt fyrsta landsliðsmark. Ingibjörg kom íslenska liðinu á bragðið í sögulegum sigri gegn Þýskalandi. Sigurinn fleytti liðinu í lokaeppni EM sem haldið verður í Sviss árið 2025. 12. júlí 2024 20:26 „Voru farnar að skamma mig fyrir að tefja leikinn“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lagði sitt af mörkum og rúmlega það þegar íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kvenna tryggði sér sæti í lokakeppni EM 2025 sem fram fer í Sviss með mögnuðum 3-0 sigri gegn Þýskalandi í undankeppni mótsins á Laugardalsvelli í kvöld. 12. júlí 2024 20:17 „Fann það fyrir leik að það væri eitthvað klikkað að fara að gerast“ Ísland vann ótrúlegan 3-0 sigur gegn Þýskalandi. Ísland hefur því tryggt sér inn á EM 2025 í Sviss. Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Íslands, fór á kostum og kom að öllum mörkum leiksins. 12. júlí 2024 20:05 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fleiri fréttir Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira
Sviss varð fyrsta þjóðin til að komast á EM en þær svissnesku komust þangað 4. apríl 2023 þegar ákveðið var að keppnin færi fram í Sviss. Þýskaland varð númer tvö í röðinni 4. júní síðastliðinn og seinna sama dag innsigluðu spænsku heimsmeistararnir líka sæti sitt á EM 2025. Íslensku stelpurnar bættust síðan í hópinn í gær. Tvö lið úr riðli Íslands hafa því tryggt sér EM-sætið fyrir lokaumferðina. Seinna um daginn í gær bættust síðan tvær þjóðir í hópinn. Þjóðir sem eru komnar á EM 2025 í Sviss: 1. Sviss (4. apríl 2023) 2. Þýskaland (4. júní 2024) 3. Spánn (4. júní 2024) 4. Ísland (12. júlí 2024) 5. Danmörk (12. júlí 2024) 6. Frakkland (12. júlí 2024) Dönsku stelpurnar tryggðu sér EM-sætið með 3-0 útisigri á Belgum en Spánn er búið að vinna þann riðil. Frakkland tryggði sér EM-sætið með 2-1 sigri á Svíum en Svíar spilar úrslitaleik við England um sætið í lokaumferðinni. Glódis Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, fagnar í leikslok ásamt liðinu sínu.Vísir/Anton Brink Mikil spenna er í fjórða og síðasta riðlinum þar sem Holland (8 stig), Noregur (6 stig), Ítalía (6 stig) og Finnland (5 stig) eiga öll möguleika á sæti á EM. Finnar heimsækja Ítala í lokaumferðinni en Norðmenn taka á móti Hollandi. Hin átta sætin verða í boði í umspilinu en þangað fara liðin í þriðja og fjórða sæti riðlana í A-deild og mæta þar liðum úr B-deildinni. Þetta er fimmta Evrópumót íslenska kvennalandsliðsins í röð. Íslenska var níunda þjóðin til að tryggja sig inn á bæði EM 2022 og á EM 2017 en síðasta þjóðin sem tryggði sig inn á EM 2013 og sú næstsíðasta sem komst inn á EM 2009. Þetta er því í fyrsta sinn sem Ísland er ein af fyrstu fimm þjóðunum til að tryggja sér EM-sætið.
Þjóðir sem eru komnar á EM 2025 í Sviss: 1. Sviss (4. apríl 2023) 2. Þýskaland (4. júní 2024) 3. Spánn (4. júní 2024) 4. Ísland (12. júlí 2024) 5. Danmörk (12. júlí 2024) 6. Frakkland (12. júlí 2024)
EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Svona leikur er ástæðan fyrir því af hverju maður er í fótbolta“ Glódís Perla Viggósdóttir var afar ánægð eftir ævintýralegan 3-0 sigur gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli. Með sigri tryggði íslenska kvennalandsliðið í fótbolta sér þátttökurétt á EM í fimmta skipti í röð. 12. júlí 2024 20:31 Einkunnir íslenska liðsins | Miðvarðarparið og Sveindís Jane fremstar á meðal annarra flottra frammistaðna Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta léku á als oddi þegar liðið vann stórkostlegan sigur gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 á Laugardalsvelli í dag. Spilamennskan fleytti íslenska liðinu á Evrópumótið og sýndu íslensku leikmennirnir það klárlega í þessum leik að þar á liðið svo sannarlega heima. 12. júlí 2024 18:18 „Langþráð mark sem kom á frábærum tíma“ Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaðurinn öflugi, valdi aldeilis tímann til þess að skora sitt fyrsta landsliðsmark. Ingibjörg kom íslenska liðinu á bragðið í sögulegum sigri gegn Þýskalandi. Sigurinn fleytti liðinu í lokaeppni EM sem haldið verður í Sviss árið 2025. 12. júlí 2024 20:26 „Voru farnar að skamma mig fyrir að tefja leikinn“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lagði sitt af mörkum og rúmlega það þegar íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kvenna tryggði sér sæti í lokakeppni EM 2025 sem fram fer í Sviss með mögnuðum 3-0 sigri gegn Þýskalandi í undankeppni mótsins á Laugardalsvelli í kvöld. 12. júlí 2024 20:17 „Fann það fyrir leik að það væri eitthvað klikkað að fara að gerast“ Ísland vann ótrúlegan 3-0 sigur gegn Þýskalandi. Ísland hefur því tryggt sér inn á EM 2025 í Sviss. Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Íslands, fór á kostum og kom að öllum mörkum leiksins. 12. júlí 2024 20:05 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fleiri fréttir Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira
„Svona leikur er ástæðan fyrir því af hverju maður er í fótbolta“ Glódís Perla Viggósdóttir var afar ánægð eftir ævintýralegan 3-0 sigur gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli. Með sigri tryggði íslenska kvennalandsliðið í fótbolta sér þátttökurétt á EM í fimmta skipti í röð. 12. júlí 2024 20:31
Einkunnir íslenska liðsins | Miðvarðarparið og Sveindís Jane fremstar á meðal annarra flottra frammistaðna Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta léku á als oddi þegar liðið vann stórkostlegan sigur gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 á Laugardalsvelli í dag. Spilamennskan fleytti íslenska liðinu á Evrópumótið og sýndu íslensku leikmennirnir það klárlega í þessum leik að þar á liðið svo sannarlega heima. 12. júlí 2024 18:18
„Langþráð mark sem kom á frábærum tíma“ Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaðurinn öflugi, valdi aldeilis tímann til þess að skora sitt fyrsta landsliðsmark. Ingibjörg kom íslenska liðinu á bragðið í sögulegum sigri gegn Þýskalandi. Sigurinn fleytti liðinu í lokaeppni EM sem haldið verður í Sviss árið 2025. 12. júlí 2024 20:26
„Voru farnar að skamma mig fyrir að tefja leikinn“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lagði sitt af mörkum og rúmlega það þegar íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kvenna tryggði sér sæti í lokakeppni EM 2025 sem fram fer í Sviss með mögnuðum 3-0 sigri gegn Þýskalandi í undankeppni mótsins á Laugardalsvelli í kvöld. 12. júlí 2024 20:17
„Fann það fyrir leik að það væri eitthvað klikkað að fara að gerast“ Ísland vann ótrúlegan 3-0 sigur gegn Þýskalandi. Ísland hefur því tryggt sér inn á EM 2025 í Sviss. Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Íslands, fór á kostum og kom að öllum mörkum leiksins. 12. júlí 2024 20:05