Leitaði til Kanada til að finna leikmann fyrir kvennalið Vals Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2024 14:01 Kanadíski-ítalski framherjinn Alyssa Cerino spilar næsta vetur með Val í Bónus deild kvenna í körfubolta. @bccderthonabasket Valsmenn hafa samið við nýjan erlendan leikmann fyrir kvennakörfuboltalið félagsins. Leikmaðurinn er kanadíski-ítalski framherjinn Alyssa Cerino. Valur hafði áður samið við bandaríska leikstjórnandann JuToreyiu Willis. Valsliðið missti frá sér Íslandsmeistaratitilinn í vor en er nú að safna liði. Alyssa spilaði með Scrivia í A2 deildinni á Ítalíu á síðasta tímabili en liðið vann úrslitakeppnina og fór upp í efstu deild. Alyssa skilaði 10,0 stigum og 6,3 fráköstum að meðaltali í leik en hún hitti úr 33 prósent þriggja stiga skota sinna og 68 prósent vítanna. Tímabilið á undan spilaði hún með FIBA Euro Cup liðinu Sportiva frá Portúgal og var þá með 8,5 stig og 7,5 fráköst í leik. Alyssa er fædd 1997 og hélt upp á 27 ára afmælið á dögunum. Hún er 184 sentímetrar á hæð. Hún spilaði með Carleton Ravens í háskólaboltanum í Kanada áður en hún fór í atvinnumennsku. Liðið vann tvo meistaratitla meðan hún var í skólanum og hún var einu sinni valin mikilvægasti leikmaðurinn í úrslitunum. View this post on Instagram A post shared by Valur Körfubolti (@valurkarfa) Jamil Abiad, nýr þjálfari Valsliðsins, þekkir vel til Alyssu en hann fylgdist með henni í Kanada: „Þegar ég fór að leita að leikmönnum í maí hafði ég strax samband við Alyssu. Hún smellpassar við okkar lið og þann bolta sem ég vil að við spilum. Mjög fjölhæfur leikmaður og góð á báðum endum vallarins,“ sagði Jamil Abiad í frétt á miðlum Vals. JuToreyia Willi er fædd árið 2000 og spilaði á síðasta tímabili í efstu deild í Sviss þar sem hún var valin varnarmaður ársins og í „annað“ úrvalslið ársins. Hún spilaði með Golden Tigers í Tuskegee háskólanum í Alabama þar sem hún skoraði yfir þúsund stig á ferli sínum en aðeins tveimur öðrum leikmönnum hefur tekist það. View this post on Instagram A post shared by Valur Körfubolti (@valurkarfa) Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Valur hafði áður samið við bandaríska leikstjórnandann JuToreyiu Willis. Valsliðið missti frá sér Íslandsmeistaratitilinn í vor en er nú að safna liði. Alyssa spilaði með Scrivia í A2 deildinni á Ítalíu á síðasta tímabili en liðið vann úrslitakeppnina og fór upp í efstu deild. Alyssa skilaði 10,0 stigum og 6,3 fráköstum að meðaltali í leik en hún hitti úr 33 prósent þriggja stiga skota sinna og 68 prósent vítanna. Tímabilið á undan spilaði hún með FIBA Euro Cup liðinu Sportiva frá Portúgal og var þá með 8,5 stig og 7,5 fráköst í leik. Alyssa er fædd 1997 og hélt upp á 27 ára afmælið á dögunum. Hún er 184 sentímetrar á hæð. Hún spilaði með Carleton Ravens í háskólaboltanum í Kanada áður en hún fór í atvinnumennsku. Liðið vann tvo meistaratitla meðan hún var í skólanum og hún var einu sinni valin mikilvægasti leikmaðurinn í úrslitunum. View this post on Instagram A post shared by Valur Körfubolti (@valurkarfa) Jamil Abiad, nýr þjálfari Valsliðsins, þekkir vel til Alyssu en hann fylgdist með henni í Kanada: „Þegar ég fór að leita að leikmönnum í maí hafði ég strax samband við Alyssu. Hún smellpassar við okkar lið og þann bolta sem ég vil að við spilum. Mjög fjölhæfur leikmaður og góð á báðum endum vallarins,“ sagði Jamil Abiad í frétt á miðlum Vals. JuToreyia Willi er fædd árið 2000 og spilaði á síðasta tímabili í efstu deild í Sviss þar sem hún var valin varnarmaður ársins og í „annað“ úrvalslið ársins. Hún spilaði með Golden Tigers í Tuskegee háskólanum í Alabama þar sem hún skoraði yfir þúsund stig á ferli sínum en aðeins tveimur öðrum leikmönnum hefur tekist það. View this post on Instagram A post shared by Valur Körfubolti (@valurkarfa)
Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti