Innlent

Hellis­heiði opnuð á ný

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Mikil þoka er á heiðinni. Myndin er úr safni, frá 2019.
Mikil þoka er á heiðinni. Myndin er úr safni, frá 2019. Vísir/Vilhelm

Hellisheiði var lokað til austurs í dag á meðan brak var hreinsað í Kömbunum. Gera þurfti við víravegrið eftir óhapp. Umferð varr beint um Þrengslaveg á meðan.

Uppfært 14:50

Viðgerð á vegriðinu á Hellisheiði er lokið og búið að opna heiðina að nýju.

Uppfært 13:35

Mbl greinir frá því að ökumaður hafi ekið á vegrið. Á vef Vegagerðarinnar segir að slys hafi orðið og loka þurfi veginum um ótilgreindan tíma til austurs, á meðan verið er að hreinsa brak.

Mikil þoka er á heiðinni.

Frá myndavél Vegagerðarinnar kl 11.55.Vegagerðin



Fleiri fréttir

Sjá meira


×