Milljarður punda í húfi fyrir leikmenn Englands Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júlí 2024 09:01 Englendingar fagna eftir sigur á Hollandi í undanúrslitum. Vísir/Getty England getur unnið sinn fyrsta stóra titil í 58 ár þegar liðið mætir Spánverjum í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu í kvöld. Það eru hins vegar einnig miklir peningar í húfi fyrir leikmenn enska liðsins. Úrslitaleikur Englands og Spánar á Evrópumótinu í knattspyrnu er á dagskrá í kvöld þar sem 58 ára bið Englendinga eftir stórum titli gæti lokið. Englendingar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með 2-1 sigri á Hollandi og þá varð ljóst að þjálfarinn Gareth Southgate varð rúmlega 350 milljónum króna ríkari en hann fær tvær milljónir punda í bónus fyrir að hafa komið liðinu í úrslitaleikinn. Sú upphæð tvöfaldast ef England verður síðan Evrópumeistari. Gæti tekið fram úr Beckham Það er hins vegar ekki bara Southgate sem á mikið undir fjárhagslega í kvöld. Fjármálasérfræðingurinn Marcel Knobil segir í viðtali við The Sun að leikmenn enska landsliðsins gætu þénað meira en milljarð punda verði þeir Evrópumeistarar í formi styrktarsamninga og stærri launatékka í framtíðinni. Jude Bellingham toppar listann yfir þá sem munu græða mest á sigri Englands en hinn 21 árs gamli miðjumaður er sagður geta þénað allt að 71 milljarð króna í framtíðinni verði England Evrópumeistari. „Jude er með allt sem þarf til að taka fram úr David Beckham þegar ferli hans líkur,“ en Bellingham þénar um 50 milljónir punda árlega hjá Real Madrid og fær þar að auki tekjur í gegnum ýmsa styrktarsamninga. Myndarleg launahækkun í kortunum Bukayo Saka, Harry Kane, Phil Foden, Cole Palmer og Kobbie Mainoo koma næstir á eftir Bellingham yfir þá sem eru líklegri til að græða mest á Evróputitli enda myndi sigur á EM tryggja leikmönnum Englands stöðu goðsagna í heimalandinu. Fjármálasérfræðingurinn Knobil segir að sigur á EM gæti tryggt leikmönnunum allt að 50.000 pundum, 9 milljónum króna, aukalega í vikulaun hjá félagsliðum sínum. Þó svo að ólíklegt sé að einhver leikmanna enska liðsins hafi fjárhagsáhyggjur þessa dagana er ljóst að þeir geta makað krókinn enn frekar verði þeir Evrópumeistarar. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fleiri fréttir Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember Sjá meira
Úrslitaleikur Englands og Spánar á Evrópumótinu í knattspyrnu er á dagskrá í kvöld þar sem 58 ára bið Englendinga eftir stórum titli gæti lokið. Englendingar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með 2-1 sigri á Hollandi og þá varð ljóst að þjálfarinn Gareth Southgate varð rúmlega 350 milljónum króna ríkari en hann fær tvær milljónir punda í bónus fyrir að hafa komið liðinu í úrslitaleikinn. Sú upphæð tvöfaldast ef England verður síðan Evrópumeistari. Gæti tekið fram úr Beckham Það er hins vegar ekki bara Southgate sem á mikið undir fjárhagslega í kvöld. Fjármálasérfræðingurinn Marcel Knobil segir í viðtali við The Sun að leikmenn enska landsliðsins gætu þénað meira en milljarð punda verði þeir Evrópumeistarar í formi styrktarsamninga og stærri launatékka í framtíðinni. Jude Bellingham toppar listann yfir þá sem munu græða mest á sigri Englands en hinn 21 árs gamli miðjumaður er sagður geta þénað allt að 71 milljarð króna í framtíðinni verði England Evrópumeistari. „Jude er með allt sem þarf til að taka fram úr David Beckham þegar ferli hans líkur,“ en Bellingham þénar um 50 milljónir punda árlega hjá Real Madrid og fær þar að auki tekjur í gegnum ýmsa styrktarsamninga. Myndarleg launahækkun í kortunum Bukayo Saka, Harry Kane, Phil Foden, Cole Palmer og Kobbie Mainoo koma næstir á eftir Bellingham yfir þá sem eru líklegri til að græða mest á Evróputitli enda myndi sigur á EM tryggja leikmönnum Englands stöðu goðsagna í heimalandinu. Fjármálasérfræðingurinn Knobil segir að sigur á EM gæti tryggt leikmönnunum allt að 50.000 pundum, 9 milljónum króna, aukalega í vikulaun hjá félagsliðum sínum. Þó svo að ólíklegt sé að einhver leikmanna enska liðsins hafi fjárhagsáhyggjur þessa dagana er ljóst að þeir geta makað krókinn enn frekar verði þeir Evrópumeistarar.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fleiri fréttir Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember Sjá meira