Stelpurnar á Símamótinu fengu þakkarkveðju frá landsliðskonunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2024 10:03 Íslensku landsliðskonurnar þakka áhorfendum fyrir stuðninginn á föstudaginn. Vísir/Anton Brink Ísland vann 3-0 sigur á stórliði Þýskalands í undankeppni EM á föstudaginn og það fór ekki fram hjá neinum að stelpurnar á Símamóti Breiðabliks fjölmenntu í Laugardalinn. Hið gríðarlega vinsæla Símamót fer fram um helgina og þrátt fyrir að það væri blautt og svolítið kalt þá létu stelpurnar sig ekki vanta á Laugardalsvöllinn. Þær hvöttu íslenska landsliðið áfram allan tímann og fengu líka að launum frábæra frammistöðu frá fyrirmyndunum sínum. Íslenska liðið tryggði sér sæti á EM með sigrinum og verður því með á Evrópumótinu í Sviss næsta sumar. Hver veit nema að stór hluti af ungu stelpunum í stúkunni takist að plata foreldra sína til að eyða sumarfríinu sínu á EM í Sviss eftir ár. Ungar fótboltastelpur voru mjög áberandi í stúkunni.Vísir/Anton Brink Íslensku landsliðskonurnar voru líka mjög þakklátar fyrir stuðninginn. Þær sendu stelpunum á Símamótinu sérstaka þakkarkveðju á miðlum Knattspyrnusambandsins. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir og einn markaskoraranna, Ingibjörg Sigurðardóttir, sáu um að senda kveðjuna. „Hæ stelpur. Takk kærlega fyrir stuðninginn í gær,“ sagði Karólína Lea. „Það var ótrúlega gott að hafa ykkur í stúkunni og við heyrðum í ykkur allan leikinn,“ bætti Glódís Perla við og Ingibjörg endaði kveðjuna: „Gangi ykkur ótrúlega vel í síðustu leikjunum um helgina,“ sagði Ingibjörg en það má sjá kveðjuna hér fyrir neðan. Þær veifuðu síðan allar þrjár og það er hægt að taka undir þessa kveðju. Stelpurnar okkar stóðu sig frábærlega inn á vellinum en framtíðarstelpurnar okkar í stúkunni áttu líka frábæran dag. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
Hið gríðarlega vinsæla Símamót fer fram um helgina og þrátt fyrir að það væri blautt og svolítið kalt þá létu stelpurnar sig ekki vanta á Laugardalsvöllinn. Þær hvöttu íslenska landsliðið áfram allan tímann og fengu líka að launum frábæra frammistöðu frá fyrirmyndunum sínum. Íslenska liðið tryggði sér sæti á EM með sigrinum og verður því með á Evrópumótinu í Sviss næsta sumar. Hver veit nema að stór hluti af ungu stelpunum í stúkunni takist að plata foreldra sína til að eyða sumarfríinu sínu á EM í Sviss eftir ár. Ungar fótboltastelpur voru mjög áberandi í stúkunni.Vísir/Anton Brink Íslensku landsliðskonurnar voru líka mjög þakklátar fyrir stuðninginn. Þær sendu stelpunum á Símamótinu sérstaka þakkarkveðju á miðlum Knattspyrnusambandsins. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir og einn markaskoraranna, Ingibjörg Sigurðardóttir, sáu um að senda kveðjuna. „Hæ stelpur. Takk kærlega fyrir stuðninginn í gær,“ sagði Karólína Lea. „Það var ótrúlega gott að hafa ykkur í stúkunni og við heyrðum í ykkur allan leikinn,“ bætti Glódís Perla við og Ingibjörg endaði kveðjuna: „Gangi ykkur ótrúlega vel í síðustu leikjunum um helgina,“ sagði Ingibjörg en það má sjá kveðjuna hér fyrir neðan. Þær veifuðu síðan allar þrjár og það er hægt að taka undir þessa kveðju. Stelpurnar okkar stóðu sig frábærlega inn á vellinum en framtíðarstelpurnar okkar í stúkunni áttu líka frábæran dag. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland)
EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira