„Leikur sem getur breytt lífi okkar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2024 11:00 Bukayo Saka og Cole Palmer fagna sigri á Hollandi í undanúrslitaleiknum. Getty/Eddie Keogh Enski landsliðsmaðurinn Cole Palmer átti frábæra innkomu í undanúrslitaleikinn á móti Hollandi og lagði upp sigurmarkið. Palmer hefur þurft að bíða þolinmóður á bekknum en hefur átti góða innkomu í nokkra leiki þrátt fyrir fáar mínútur. England mætir Spáni í kvöld í úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í Þýskalandi. Palmer þarf væntanlega að sætta sig við það að byrja enn á ný á bekknum en þjálfarinn Gareth Soutgate veit vel að hann er þar með leikmann sem getur breytt leikjum. Palmer gaf stoðsendinguna á Ollie Watkins í markinu sem kom á lokamínútunni á móti Hollandi. Hann var fljótur að lesa flott hlaup framherjans inn á vítateiginn og fann hann með nákvæmri sendingu. Palmer on Watkins finish: “He did one against us at Stamford Bridge remember? I weren’t on the pitch by the way.” [Lions Den] #euro2024 #cfc 😂 pic.twitter.com/3uyQJEdyUp— CFCDaily (@CFCDaily) July 11, 2024 Palmer ræddi undanúrslitaleikinn og úrslitaleikinn í YouTube þætti enska landsliðsins; „Lions' Den“. „Það voru allir í miklu stuði í rútunni eftir leikinn. Tónlistin var á fullu og allir voru að njóta stundarinnar,“ sagði Palmer um miðvikudagskvöldið. „Auðvitað er mjög stutt á milli leikjanna og fram undan er risa, risa leikur. Leikur sem getur breytt lífi okkar og lífi fjölskyldna okkar. Við viljum gera alla stolta,“ sagði Palmer. „Við erum komnir alla leið í úrslitaleikinn og getum vonandi klárað dæmið. Það er frábært að komast í úrslitaleikinn og það er og fínu lagi að fagna því aðeins. Þú færð ekki mörg slík móment á ferlinum. En nú vilja aftur á móti allir í liðinu gera allt til að vinna titilinn. Við viljum svo mikið vinna,“ sagði Palmer. Enska landsliðið hefur aldrei orðið Evrópumeistari og vann síðast stórmót á HM 1966 eða fyrir 58 árum síðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Puo1wDS5Us0">watch on YouTube</a> EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira
England mætir Spáni í kvöld í úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í Þýskalandi. Palmer þarf væntanlega að sætta sig við það að byrja enn á ný á bekknum en þjálfarinn Gareth Soutgate veit vel að hann er þar með leikmann sem getur breytt leikjum. Palmer gaf stoðsendinguna á Ollie Watkins í markinu sem kom á lokamínútunni á móti Hollandi. Hann var fljótur að lesa flott hlaup framherjans inn á vítateiginn og fann hann með nákvæmri sendingu. Palmer on Watkins finish: “He did one against us at Stamford Bridge remember? I weren’t on the pitch by the way.” [Lions Den] #euro2024 #cfc 😂 pic.twitter.com/3uyQJEdyUp— CFCDaily (@CFCDaily) July 11, 2024 Palmer ræddi undanúrslitaleikinn og úrslitaleikinn í YouTube þætti enska landsliðsins; „Lions' Den“. „Það voru allir í miklu stuði í rútunni eftir leikinn. Tónlistin var á fullu og allir voru að njóta stundarinnar,“ sagði Palmer um miðvikudagskvöldið. „Auðvitað er mjög stutt á milli leikjanna og fram undan er risa, risa leikur. Leikur sem getur breytt lífi okkar og lífi fjölskyldna okkar. Við viljum gera alla stolta,“ sagði Palmer. „Við erum komnir alla leið í úrslitaleikinn og getum vonandi klárað dæmið. Það er frábært að komast í úrslitaleikinn og það er og fínu lagi að fagna því aðeins. Þú færð ekki mörg slík móment á ferlinum. En nú vilja aftur á móti allir í liðinu gera allt til að vinna titilinn. Við viljum svo mikið vinna,“ sagði Palmer. Enska landsliðið hefur aldrei orðið Evrópumeistari og vann síðast stórmót á HM 1966 eða fyrir 58 árum síðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Puo1wDS5Us0">watch on YouTube</a>
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira