Thomas Müller leggur landsliðsskóna á hilluna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. júlí 2024 09:31 Thomas Müller hefur ákveðið að segja skilið við þýska landsliðið eftir langan og farsælan landsliðsferil. Richard Sellers/Sportsphoto/Allstar via Getty Images Thomas Müller, þriðji leikjahæsti leikmaður þýska landsliðsins frá upphafi, hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna frægu. Müller greindi frá tíðindunum á samfélagsmiðlum sínum og lét einnig hjartnæmt myndband á Youtube fylgja með. Í myndbandinu stiklar Müller á stóru og fer yfir það helsta sem á daga hans hefur drifið með landsliðinu. Time to say goodbye. Servus 🖤❤️💛➡️https://t.co/bBHJLd5U9f#ServusDFBteam #esmuellert #dfbteam #Euro2024 #Nationalmannschaft🇩🇪 pic.twitter.com/xGda1CF4ZN— Thomas Müller (@esmuellert_) July 15, 2024 Á 14 ára löngum landsliðsferli lék hinn 34 ára gamlu Müller 131 leik fyrir þýska landsliðið, sem gerir hann að þriðja leikjahæsta leikmanni liðsins frá upphafi. Aðeins Lothar Matthäus og Miroslav Klose hafa leikið fleiri leiki fyrir þýska landsliðið. Þá skoraði Müller 45 mörk í þessum 131 leik fyrir þýska landsliðið og er þar með sjötti markahæsti leikmaður liðsins frá upphafi, ásamt Karl-Heinz Rummenigge sem einnig skoraði 45 mörk fyrir liðið. Með þýska landsliðinu varð Müller heimsmeistari árið 2014 og hafnaði í þriðja sæti árið 2010. Hann sópaði einnig að sér einstaklingsverðlaunum með þýska liðinu og varð meðal annars markahæsti leikmaður mótsins á HM 2010 þar sem hann var einnig valinn besti ungi leikmaður mótsins. Hans síðasti leikur með landsliðinu var í átta liða úrslitum á EM í Þýskalandi sem lauk í gær, sunnudag. Þá kom hann inn á sem varamaður á 80. mínútu er Þjóðverjar féllu úr leik gegn Spánverjum. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sjá meira
Müller greindi frá tíðindunum á samfélagsmiðlum sínum og lét einnig hjartnæmt myndband á Youtube fylgja með. Í myndbandinu stiklar Müller á stóru og fer yfir það helsta sem á daga hans hefur drifið með landsliðinu. Time to say goodbye. Servus 🖤❤️💛➡️https://t.co/bBHJLd5U9f#ServusDFBteam #esmuellert #dfbteam #Euro2024 #Nationalmannschaft🇩🇪 pic.twitter.com/xGda1CF4ZN— Thomas Müller (@esmuellert_) July 15, 2024 Á 14 ára löngum landsliðsferli lék hinn 34 ára gamlu Müller 131 leik fyrir þýska landsliðið, sem gerir hann að þriðja leikjahæsta leikmanni liðsins frá upphafi. Aðeins Lothar Matthäus og Miroslav Klose hafa leikið fleiri leiki fyrir þýska landsliðið. Þá skoraði Müller 45 mörk í þessum 131 leik fyrir þýska landsliðið og er þar með sjötti markahæsti leikmaður liðsins frá upphafi, ásamt Karl-Heinz Rummenigge sem einnig skoraði 45 mörk fyrir liðið. Með þýska landsliðinu varð Müller heimsmeistari árið 2014 og hafnaði í þriðja sæti árið 2010. Hann sópaði einnig að sér einstaklingsverðlaunum með þýska liðinu og varð meðal annars markahæsti leikmaður mótsins á HM 2010 þar sem hann var einnig valinn besti ungi leikmaður mótsins. Hans síðasti leikur með landsliðinu var í átta liða úrslitum á EM í Þýskalandi sem lauk í gær, sunnudag. Þá kom hann inn á sem varamaður á 80. mínútu er Þjóðverjar féllu úr leik gegn Spánverjum.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sjá meira