Fulltrúar Hamas og Fatah funda í Kína í næstu viku Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. júlí 2024 13:24 Xi Jinping Kínaforseti og utanríkisráðherrann Wang Yi ræða saman. Stjórnvöld í Kína hafa löngum freistað þess að taka sér hlutverk sáttasemjara í ýmsum deilum. AP/Sergey Savostyanov Fulltrúar Hamas og Fatah munu funda í Kína í næstu viku og freista þess að ná saman, sem margir segja forsendu þess að hægt verði að endurbyggja Gasa að átökum loknum. Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi Hamas, mun leiða sendinefnd samtakanna en Fatah mun senda þrjá fulltrúa, þeirra á meðal Mahmoud al-Aloul, varaformann flokksins. Fundað verður í Pekíng. Fulltrúar Hamas og Fatah hittust síðast í höfuðborginni í apríl síðastliðnum en fundir þeirra þá skiluðu ekki áþreifanlegum árangri. Kína hefur freistað þess að miðla málum milli fylkinganna, sem hafa barist um völd á Gasa og Vesturbakkanum. Samkvæmt talsmanni Fatah munu sendinefndirnar funda með Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, 21. og 23. júlí en einnig hittast þess á milli. Bandaríkjamenn hafa sagt að Palestínska heimastjórnin, sem er undir stjórn Fatah, ætti að spila stóran þátt í endurreisn Gasa en þáttur Hamas er á reiki. Flestir eru sammála um að Ísraelsmönnum muni ekki takast að útrýma Hamas, eins og þeir hafa heitið, og að Hamas verði að eiga einhverja aðkomu að málum. Á sama tíma myndi aðkoma Hamas torvelda allar aðgerðir, þar sem mörg ríki hafa skilgreint samtökin sem hryðjuverkasamtök og bannað alla fjármögnun slíkra samtaka. Leiðtogar Hamas hafa gefið til kynna að þeir séu reiðubúnir til að afsala sér yfirráðum á Gasa, það er að segja stjórnun svæðisins dag frá degi, en hafa þverneitað að leggja niður hernaðararm samtakanna. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Kína Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi Hamas, mun leiða sendinefnd samtakanna en Fatah mun senda þrjá fulltrúa, þeirra á meðal Mahmoud al-Aloul, varaformann flokksins. Fundað verður í Pekíng. Fulltrúar Hamas og Fatah hittust síðast í höfuðborginni í apríl síðastliðnum en fundir þeirra þá skiluðu ekki áþreifanlegum árangri. Kína hefur freistað þess að miðla málum milli fylkinganna, sem hafa barist um völd á Gasa og Vesturbakkanum. Samkvæmt talsmanni Fatah munu sendinefndirnar funda með Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, 21. og 23. júlí en einnig hittast þess á milli. Bandaríkjamenn hafa sagt að Palestínska heimastjórnin, sem er undir stjórn Fatah, ætti að spila stóran þátt í endurreisn Gasa en þáttur Hamas er á reiki. Flestir eru sammála um að Ísraelsmönnum muni ekki takast að útrýma Hamas, eins og þeir hafa heitið, og að Hamas verði að eiga einhverja aðkomu að málum. Á sama tíma myndi aðkoma Hamas torvelda allar aðgerðir, þar sem mörg ríki hafa skilgreint samtökin sem hryðjuverkasamtök og bannað alla fjármögnun slíkra samtaka. Leiðtogar Hamas hafa gefið til kynna að þeir séu reiðubúnir til að afsala sér yfirráðum á Gasa, það er að segja stjórnun svæðisins dag frá degi, en hafa þverneitað að leggja niður hernaðararm samtakanna.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Kína Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira