Fulltrúar Hamas og Fatah funda í Kína í næstu viku Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. júlí 2024 13:24 Xi Jinping Kínaforseti og utanríkisráðherrann Wang Yi ræða saman. Stjórnvöld í Kína hafa löngum freistað þess að taka sér hlutverk sáttasemjara í ýmsum deilum. AP/Sergey Savostyanov Fulltrúar Hamas og Fatah munu funda í Kína í næstu viku og freista þess að ná saman, sem margir segja forsendu þess að hægt verði að endurbyggja Gasa að átökum loknum. Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi Hamas, mun leiða sendinefnd samtakanna en Fatah mun senda þrjá fulltrúa, þeirra á meðal Mahmoud al-Aloul, varaformann flokksins. Fundað verður í Pekíng. Fulltrúar Hamas og Fatah hittust síðast í höfuðborginni í apríl síðastliðnum en fundir þeirra þá skiluðu ekki áþreifanlegum árangri. Kína hefur freistað þess að miðla málum milli fylkinganna, sem hafa barist um völd á Gasa og Vesturbakkanum. Samkvæmt talsmanni Fatah munu sendinefndirnar funda með Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, 21. og 23. júlí en einnig hittast þess á milli. Bandaríkjamenn hafa sagt að Palestínska heimastjórnin, sem er undir stjórn Fatah, ætti að spila stóran þátt í endurreisn Gasa en þáttur Hamas er á reiki. Flestir eru sammála um að Ísraelsmönnum muni ekki takast að útrýma Hamas, eins og þeir hafa heitið, og að Hamas verði að eiga einhverja aðkomu að málum. Á sama tíma myndi aðkoma Hamas torvelda allar aðgerðir, þar sem mörg ríki hafa skilgreint samtökin sem hryðjuverkasamtök og bannað alla fjármögnun slíkra samtaka. Leiðtogar Hamas hafa gefið til kynna að þeir séu reiðubúnir til að afsala sér yfirráðum á Gasa, það er að segja stjórnun svæðisins dag frá degi, en hafa þverneitað að leggja niður hernaðararm samtakanna. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Kína Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Sjá meira
Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi Hamas, mun leiða sendinefnd samtakanna en Fatah mun senda þrjá fulltrúa, þeirra á meðal Mahmoud al-Aloul, varaformann flokksins. Fundað verður í Pekíng. Fulltrúar Hamas og Fatah hittust síðast í höfuðborginni í apríl síðastliðnum en fundir þeirra þá skiluðu ekki áþreifanlegum árangri. Kína hefur freistað þess að miðla málum milli fylkinganna, sem hafa barist um völd á Gasa og Vesturbakkanum. Samkvæmt talsmanni Fatah munu sendinefndirnar funda með Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, 21. og 23. júlí en einnig hittast þess á milli. Bandaríkjamenn hafa sagt að Palestínska heimastjórnin, sem er undir stjórn Fatah, ætti að spila stóran þátt í endurreisn Gasa en þáttur Hamas er á reiki. Flestir eru sammála um að Ísraelsmönnum muni ekki takast að útrýma Hamas, eins og þeir hafa heitið, og að Hamas verði að eiga einhverja aðkomu að málum. Á sama tíma myndi aðkoma Hamas torvelda allar aðgerðir, þar sem mörg ríki hafa skilgreint samtökin sem hryðjuverkasamtök og bannað alla fjármögnun slíkra samtaka. Leiðtogar Hamas hafa gefið til kynna að þeir séu reiðubúnir til að afsala sér yfirráðum á Gasa, það er að segja stjórnun svæðisins dag frá degi, en hafa þverneitað að leggja niður hernaðararm samtakanna.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Kína Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Sjá meira