Englendingar á EM en Svíar og Norðmenn þurfa í umspil Smári Jökull Jónsson skrifar 16. júlí 2024 20:30 Lucy Bronze og Fridolina Rolfö eigast við í Gautaborg í kvöld. Vísir/Getty Bæði Svíar og Norðmenn þurfa að fara í umspil um sæti á Evrópumótinu í Sviss á næsta ári. Undankeppninni lauk í kvöld þar sem Englendingar og Svíar háðu harða baráttu um beint sæti í lokakeppninni. Þó ljóst hafi verið að Ísland væri búið að tryggja sér sæti á Evrópumótinu næsta sumar fyrir leik Íslands og Póllands í kvöld þá var mikil spenna í tveimur riðlum. Í riðli þrjú þurftu Svíar sigur gegn Englendingum til að fara upp fyrir enska liðið en Frakkar voru búnir að tryggja sér sæti á EM fyrir leiki kvöldsins. Svíar tóku á móti Englandi á heimavelli sínum í Gautaborg og fengu færi til að skora markið sem þær þurftu. Það kom hins vegar aldrei og 0-0 jafntefli var niðurstaðan sem dugir Englendingum til að halda öðru sætinu. Svíar þurfa hins vegar að fara í umspil um sæti á EM og kemur í ljós á föstudaginn hverjir andstæðingar liðsins verða í umspilinu sem spilað verður í haust. Andstæðingarnir koma úr B eða C-deild undankeppninnar. #WEURO2025 bound. 🫶 pic.twitter.com/wonYNg0uGx— Lionesses (@Lionesses) July 16, 2024 Í hinum leik riðilsins komu Írar sér á blað í riðlinum með óvæntum sigri á gríðarsterku liði Frakklands. Frakkar voru búnir að tryggja sér sæti á EM fyrir leiki kvöldsins en hefðu misst efsta sætið í hendur Englendinga hefðu enskar náð í sigur gegn Svíum. Frakkar enda því í efsta sæti riðilsins og fara örugglega á EM. Ítalir hentu Noregi í umspil Svipuð staða var í riðli eitt. Þar var hörð barátta á milli Ítalíu, Hollands og Noregs um efstu tvö sætin. Norðmenn tóku á móti Hollandi í Bergen en fyrir leikinn voru Hollendingar efstir í riðlinum með 8 stig en Norðmenn í öðru sæti með 6 stig. Ítalía var einnig með sex stig og tók á sama tíma á móti Finnum í Bolzano. Með sigri gátu Ítalirfarið upp fyrir annað hvort Hollendinga eða Norðmenn í töflunni. 𝐆𝐞𝐤𝐰𝐚𝐥𝐢𝐟𝐢𝐜𝐞𝐞𝐫𝐝! 👏De @oranjevrouwen plaatsen zich voor het EK 2025 na een gelijkspel op Noorwegen (1-1)! pic.twitter.com/KMSMd2Nm5z— KNVB (@KNVB) July 16, 2024 Það var ljóst snemma að Ítalía ætlaði sér að hirða annað af tveimur efstu sætunum. Þær komust í 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum frá Chiara Beccari og Manuela Giugliano og unnu að lokum 4-0 eftir mörk frá Michela Cambiaghi og sjálfsmarki Eva Nyström í seinni hálfleik. Það þýddi að Norðmenn þurftu sigur gegn Hollandi. Markalaust var í hálfleik en á 60. mínútu kom stórstjarnan Caroline Graham Hansen Noregi í 1-0 forystu og þá voru Hollendingar komnir niður í 3. sætið. Það var hins vegar stjarna hollenska liðsins Vivianne Miedema sem tryggði Hollandi sæti á EM með marki á 80. mínútu. Lokatölur 1-1 og því þurfa Norðmenn að fara sömu leið og nágrannarnir frá Svíþjóð ætli þær sér á EM næsta sumar. Úrslitin í undankeppni EM í kvöld: Danmörk - Tékkland 2-0Spánn - Belgía 2-0Írland - Frakkland 3-1Svíþjóð - England 0-0Ítalía - Finnland 4-0Noregur - Holland 0-0Þýskaland - Austurríki 4-0Ungverjaland - Tyrkland 1-4Sviss - Aserbaídjan 3-0Ísrael - Slóvakía 2-2Skotland - Serbía 1-0Norður-Írland - Bosnía og Hersegóvína 2-0Portúgal - Malta 2-0Úkraína - Króatía 2-0Wales - Kósóvó 2-0 EM í Sviss 2025 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Þó ljóst hafi verið að Ísland væri búið að tryggja sér sæti á Evrópumótinu næsta sumar fyrir leik Íslands og Póllands í kvöld þá var mikil spenna í tveimur riðlum. Í riðli þrjú þurftu Svíar sigur gegn Englendingum til að fara upp fyrir enska liðið en Frakkar voru búnir að tryggja sér sæti á EM fyrir leiki kvöldsins. Svíar tóku á móti Englandi á heimavelli sínum í Gautaborg og fengu færi til að skora markið sem þær þurftu. Það kom hins vegar aldrei og 0-0 jafntefli var niðurstaðan sem dugir Englendingum til að halda öðru sætinu. Svíar þurfa hins vegar að fara í umspil um sæti á EM og kemur í ljós á föstudaginn hverjir andstæðingar liðsins verða í umspilinu sem spilað verður í haust. Andstæðingarnir koma úr B eða C-deild undankeppninnar. #WEURO2025 bound. 🫶 pic.twitter.com/wonYNg0uGx— Lionesses (@Lionesses) July 16, 2024 Í hinum leik riðilsins komu Írar sér á blað í riðlinum með óvæntum sigri á gríðarsterku liði Frakklands. Frakkar voru búnir að tryggja sér sæti á EM fyrir leiki kvöldsins en hefðu misst efsta sætið í hendur Englendinga hefðu enskar náð í sigur gegn Svíum. Frakkar enda því í efsta sæti riðilsins og fara örugglega á EM. Ítalir hentu Noregi í umspil Svipuð staða var í riðli eitt. Þar var hörð barátta á milli Ítalíu, Hollands og Noregs um efstu tvö sætin. Norðmenn tóku á móti Hollandi í Bergen en fyrir leikinn voru Hollendingar efstir í riðlinum með 8 stig en Norðmenn í öðru sæti með 6 stig. Ítalía var einnig með sex stig og tók á sama tíma á móti Finnum í Bolzano. Með sigri gátu Ítalirfarið upp fyrir annað hvort Hollendinga eða Norðmenn í töflunni. 𝐆𝐞𝐤𝐰𝐚𝐥𝐢𝐟𝐢𝐜𝐞𝐞𝐫𝐝! 👏De @oranjevrouwen plaatsen zich voor het EK 2025 na een gelijkspel op Noorwegen (1-1)! pic.twitter.com/KMSMd2Nm5z— KNVB (@KNVB) July 16, 2024 Það var ljóst snemma að Ítalía ætlaði sér að hirða annað af tveimur efstu sætunum. Þær komust í 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum frá Chiara Beccari og Manuela Giugliano og unnu að lokum 4-0 eftir mörk frá Michela Cambiaghi og sjálfsmarki Eva Nyström í seinni hálfleik. Það þýddi að Norðmenn þurftu sigur gegn Hollandi. Markalaust var í hálfleik en á 60. mínútu kom stórstjarnan Caroline Graham Hansen Noregi í 1-0 forystu og þá voru Hollendingar komnir niður í 3. sætið. Það var hins vegar stjarna hollenska liðsins Vivianne Miedema sem tryggði Hollandi sæti á EM með marki á 80. mínútu. Lokatölur 1-1 og því þurfa Norðmenn að fara sömu leið og nágrannarnir frá Svíþjóð ætli þær sér á EM næsta sumar. Úrslitin í undankeppni EM í kvöld: Danmörk - Tékkland 2-0Spánn - Belgía 2-0Írland - Frakkland 3-1Svíþjóð - England 0-0Ítalía - Finnland 4-0Noregur - Holland 0-0Þýskaland - Austurríki 4-0Ungverjaland - Tyrkland 1-4Sviss - Aserbaídjan 3-0Ísrael - Slóvakía 2-2Skotland - Serbía 1-0Norður-Írland - Bosnía og Hersegóvína 2-0Portúgal - Malta 2-0Úkraína - Króatía 2-0Wales - Kósóvó 2-0
EM í Sviss 2025 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira