Frakkar í mál og vesen hjá Chelsea vegna rasískra söngva Argentínumanna Smári Jökull Jónsson skrifar 16. júlí 2024 21:45 Philippe Dialli, forseti franska knattspyrnusambandsins, og Kylian Mbappe eru væntanlega ekki sáttir með söngva Enzo Fernandez og félaga eftir úrslitaleik Suður-Ameríkukeppninnar. Vísir/Getty Franska knattspyrnusambandið ætlar að leita réttar síns vegna rasískra söngva í búningsklefa Argentínu eftir sigur í Suður-Ameríkukeppninni. Málið hefur einnig valdið usla hjá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea. Argentína vann 1-0 sigur á Kólumbíu í úrslitaleik Suður-Ameríkukeppninnar í knattspyrnu á sunnudagskvöldið. Argentínumenn náðu því að verja titil sinn frá árinu 2021 en þeir eru einnig ríkjandi heimsmeistarar eftir sigur á Frökkum í úrslitaleik í Katar árið 2022. Rígurinn á milli liðanna eftir úrslitaleikinn í Katar virðist enn vera sterkur. Eftir sigurinn á Kólumbíu birti Enzo Fernandez myndband á Instagram þar sem hann og liðsfélagar hans í argentínska landsliðinu sungu söngva um franska landsliðið. „Þeir spila fyrir Frakkland en foreldrar þeirra eru frá Angóla. Móðir þeirra er frá Kamerún, pabbi þeirra frá Nígeríu. En vegabréfið þeirra segir Frakkland,“ mátti heyra Argentínumenn syngja og þessir söngvar virðast heldur betur ætla að draga dilk á eftir sér. Hættir að fylgja liðsfélaganum á Instagram Philippe Dialli, forseti franska knattspyrnusambandsins, hefur biðlað til forseta argentínska sambandsins og Gianni Infantino forseta FIFA að bregðast við það sem hann segir vera „hneykslanleg ummæli, í andstöðu við íþróttandann og mannréttindi.“ „Forseti franska knattspyrnusambandsins fordæmir harðlega óásættanleg rasísk og niðrandi ummæli sem viðhöfð voru í garð leikmanna franska landsliðsins í lagi sem sungið var af leikmönnum og stuðningsmönnum Argentínu eftir sigur liðsins í Suður-Ameríkukeppninni,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu Frakka og ljóst að þeir ætla ekki að beita neinum vettlingatökum í málinu. 🚨 Axel Disasi, Malo Gusto and Wesley Fofana have UNFOLLOWED Enzo Fernandez on Instagram following the racist chant he sang with his Argentinean teammates about the French national team. 🇫🇷 pic.twitter.com/ZexPufd2T7— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) July 16, 2024 Myndbandið birtist eins og áður segir á Instagramsíðu Enzo Fernandez sem leikur með Chelsea á Englandi. Í frétt The Athletic segir að Chelsea sé að skoða málið en það er nú þegar farið að hafa áhrif í leikmannahópi liðsins. Frakkinn Wesley Fofana birti myndband á X-síðu sinni með fyrirsögninni „Fótbolti 2024: óhindraður rasismi“ og þá hafa Axel Disasi, Malo Gusto og Fofana sjálfur hætt að fylgja liðsfélaga sínum Fernandez á Instagram. Í kvöld bárust síðan fréttir af því að Chelsea hefði hafið sína eigin rannsókn á málinu. Le football en 2024 : racisme décomplexé 🤦🏽♂️🤦🏽♂️🤦🏽♂️ pic.twitter.com/MGkH5wPmNU— Wesley Fofana (@Wesley_Fofana3) July 16, 2024 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessir söngvar í garð Frakka heyrast. Á heimsmeistaramótinu í Katar 2022 sögðu samtökin SOS Racisme að samkvæmt hugmyndafræði öfga-hægrimanna litu sumir á að einhverjir leikmenn franska landsliðsins væru ekki Frakkar. Biðluðu samtökin til FIFA að bregðast við söngvunum sem heyrðust á nú á nýjan leik. Copa América Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Sjá meira
Argentína vann 1-0 sigur á Kólumbíu í úrslitaleik Suður-Ameríkukeppninnar í knattspyrnu á sunnudagskvöldið. Argentínumenn náðu því að verja titil sinn frá árinu 2021 en þeir eru einnig ríkjandi heimsmeistarar eftir sigur á Frökkum í úrslitaleik í Katar árið 2022. Rígurinn á milli liðanna eftir úrslitaleikinn í Katar virðist enn vera sterkur. Eftir sigurinn á Kólumbíu birti Enzo Fernandez myndband á Instagram þar sem hann og liðsfélagar hans í argentínska landsliðinu sungu söngva um franska landsliðið. „Þeir spila fyrir Frakkland en foreldrar þeirra eru frá Angóla. Móðir þeirra er frá Kamerún, pabbi þeirra frá Nígeríu. En vegabréfið þeirra segir Frakkland,“ mátti heyra Argentínumenn syngja og þessir söngvar virðast heldur betur ætla að draga dilk á eftir sér. Hættir að fylgja liðsfélaganum á Instagram Philippe Dialli, forseti franska knattspyrnusambandsins, hefur biðlað til forseta argentínska sambandsins og Gianni Infantino forseta FIFA að bregðast við það sem hann segir vera „hneykslanleg ummæli, í andstöðu við íþróttandann og mannréttindi.“ „Forseti franska knattspyrnusambandsins fordæmir harðlega óásættanleg rasísk og niðrandi ummæli sem viðhöfð voru í garð leikmanna franska landsliðsins í lagi sem sungið var af leikmönnum og stuðningsmönnum Argentínu eftir sigur liðsins í Suður-Ameríkukeppninni,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu Frakka og ljóst að þeir ætla ekki að beita neinum vettlingatökum í málinu. 🚨 Axel Disasi, Malo Gusto and Wesley Fofana have UNFOLLOWED Enzo Fernandez on Instagram following the racist chant he sang with his Argentinean teammates about the French national team. 🇫🇷 pic.twitter.com/ZexPufd2T7— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) July 16, 2024 Myndbandið birtist eins og áður segir á Instagramsíðu Enzo Fernandez sem leikur með Chelsea á Englandi. Í frétt The Athletic segir að Chelsea sé að skoða málið en það er nú þegar farið að hafa áhrif í leikmannahópi liðsins. Frakkinn Wesley Fofana birti myndband á X-síðu sinni með fyrirsögninni „Fótbolti 2024: óhindraður rasismi“ og þá hafa Axel Disasi, Malo Gusto og Fofana sjálfur hætt að fylgja liðsfélaga sínum Fernandez á Instagram. Í kvöld bárust síðan fréttir af því að Chelsea hefði hafið sína eigin rannsókn á málinu. Le football en 2024 : racisme décomplexé 🤦🏽♂️🤦🏽♂️🤦🏽♂️ pic.twitter.com/MGkH5wPmNU— Wesley Fofana (@Wesley_Fofana3) July 16, 2024 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessir söngvar í garð Frakka heyrast. Á heimsmeistaramótinu í Katar 2022 sögðu samtökin SOS Racisme að samkvæmt hugmyndafræði öfga-hægrimanna litu sumir á að einhverjir leikmenn franska landsliðsins væru ekki Frakkar. Biðluðu samtökin til FIFA að bregðast við söngvunum sem heyrðust á nú á nýjan leik.
Copa América Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Sjá meira