Wiegman gaf lítið fyrir það að hún gæti tekið við enska karlalandsliðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júlí 2024 11:30 Sarina Wiegman ræðir við leikmenn enska landsliðsins eftir leikinn gegn Svíþjóð í gær. Hann endaði með markalausu jafntefli sem dugði Englandi til að komast á EM 2025. getty/Naomi Baker Sarina Wiegman, þjálfari enska kvennalandsliðsins, gaf lítið fyrir orðróm þess efnis að hún gæti tekið við karlalandsliðinu af Gareth Southgate. Enska karlalandsliðið er þjálfaralaust eftir að Southgate sagði upp í gær. Hann stýrði Englandi í átta ár og á þeim tíma komst liðið tvisvar í úrslit EM. Ýmsir hafa verið orðaðir við þjálfarastarf enska landsliðsins síðasta sólarhringinn, meðal annars Wiegman sem hefur gert frábæra hluti með enska kvennalandsliðið. Undir hennar stjórn urðu Englendingar Evrópumeistarar 2022 og komust í úrslit á HM 2023. England tryggði sér sæti á EM 2025 með því að gera markalaust jafntefli við Svíþjóð í gær. Eftir leikinn var Wiegman spurð út í orðróminn um að hún gæti tekið við karlalandsliðinu. Hún gaf lítið fyrir þær sögusagnir. „Mér finnst mjög óviðeigandi að tala um þetta. Ég er með Ljónynjunum og er mjög ánægð,“ sagði Wiegman sem er samningsbundin enska knattspyrnusambandinu til 2027. Wiegman hrósaði Southgate fyrir starfið sem hann vann með enska landsliðið. „Ég er leið yfir því að hann sé að hætta. Ég kann mjög vel við Gareth sem manneskju og þjálfara. Það sem hann gerði með enska liðið á löngum tíma er mjög hvetjandi. Það er eitthvað til að vera mjög, mjög stoltur af og gerir Englendinga mjög stolta,“ sagði Wiegman. „Hann er svo indæll náungi og frábær þjálfari. Við hittumst ekki oft en þegar það gerðist var það mjög indælt. Það sem hann gerði fyrir enskan fótbolta var ótrúlegt.“ Næsti leikur enska karlalandsliðsins er gegn írsku strákunum hans Heimis Hallgrímssonar í Þjóðadeildinni 7. september. Enski boltinn EM 2024 í Þýskalandi EM í Sviss 2025 Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjá meira
Enska karlalandsliðið er þjálfaralaust eftir að Southgate sagði upp í gær. Hann stýrði Englandi í átta ár og á þeim tíma komst liðið tvisvar í úrslit EM. Ýmsir hafa verið orðaðir við þjálfarastarf enska landsliðsins síðasta sólarhringinn, meðal annars Wiegman sem hefur gert frábæra hluti með enska kvennalandsliðið. Undir hennar stjórn urðu Englendingar Evrópumeistarar 2022 og komust í úrslit á HM 2023. England tryggði sér sæti á EM 2025 með því að gera markalaust jafntefli við Svíþjóð í gær. Eftir leikinn var Wiegman spurð út í orðróminn um að hún gæti tekið við karlalandsliðinu. Hún gaf lítið fyrir þær sögusagnir. „Mér finnst mjög óviðeigandi að tala um þetta. Ég er með Ljónynjunum og er mjög ánægð,“ sagði Wiegman sem er samningsbundin enska knattspyrnusambandinu til 2027. Wiegman hrósaði Southgate fyrir starfið sem hann vann með enska landsliðið. „Ég er leið yfir því að hann sé að hætta. Ég kann mjög vel við Gareth sem manneskju og þjálfara. Það sem hann gerði með enska liðið á löngum tíma er mjög hvetjandi. Það er eitthvað til að vera mjög, mjög stoltur af og gerir Englendinga mjög stolta,“ sagði Wiegman. „Hann er svo indæll náungi og frábær þjálfari. Við hittumst ekki oft en þegar það gerðist var það mjög indælt. Það sem hann gerði fyrir enskan fótbolta var ótrúlegt.“ Næsti leikur enska karlalandsliðsins er gegn írsku strákunum hans Heimis Hallgrímssonar í Þjóðadeildinni 7. september.
Enski boltinn EM 2024 í Þýskalandi EM í Sviss 2025 Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjá meira