„Það var alltaf hugmyndin, þannig að mission completed“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. júlí 2024 10:00 Patrik Gunnarsson gerði fjögurra ára samning við KV Kortrijk í Belgíu og væntir þess að vera aðalmarkmaður liðsins. KV Kortrijk Markvörðurinn Patrik Gunnarsson er genginn til liðs við belgíska félagið Kortrijk þar sem hann mun spila undir stjórn Freys Alexanderssonar. Hann kveður Noreg með söknuði en segir markmiðum sínum þar í landi náð og tímabært að taka næsta skref. Patrik er fæddur árið 2000 og hefur verið atvinnumaður síðan hann var 18 ára gamall. Hann hefur spilað fyrir fjölda félaga á láni en undanfarin þrjú ár hefur hann varið mark Viking í norsku úrvalsdeildinni. „Það var fínt fyrir mig að fara eitthvert þar sem ég gat sett niður rætur og fá smá stöðugleika. Markmiðið var að fara til Vikings í Noregi, gera það, spila fullt af leikjum og fá reynslu. Verða betri og vera svo seldur áfram. Það var alltaf hugmyndin, þannig að mission completed“ First day on the job ✅#KerelsStrijdenDoor 🔴⚪️ pic.twitter.com/fjT3xfQHe8— KV Kortrijk (@kvkofficieel) July 17, 2024 Væntir þess að vera fyrsti valkostur Patrik gerir fjögurra ára samning við Kortrijk og reiknar með því að vera fyrsti valkostur í markið á næsta tímabili. „Já, ég ætla allavega að hafa trú á því. Ég átti líka smá samtal við þá í janúar, það var líka skoðað málin þá en gekk ekki upp. Þannig að það var geggjað að þeir hafi náð að halda sér uppi.“ Spila í úrvalsdeild á næsta tímabili Kortrijk hélt óvænt og með ótrúlegum hætti sæti sínu í úrvalsdeildinni á næsta ári. Kraftaverkamaðurinn Freyr Alexandersson tók við liðinu fyrr á tímabilinu í nær ómögulegri stöðu en hefur tekið rækilega til hendinni og vildi fá Patrik með sér í verkefnið. „Hann hafði fylgst með mér í svolítinn tíma, markmannsþjálfarinn hérna líka, þannig að þeir þekktu mig vel. Þeir hafa trú á því að ég geti bætt liðið og hjálpað liðinu með mínum leikstíl og mínum styrkleikum. Það var söluræðan,“ sagði Patrik að lokum. Viðtalið allt og innslagið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Belgíski boltinn Tengdar fréttir Þrenna í uppbótartíma hélt lærisveinum Freys uppi í úrvalsdeild Lærisveinar Freys Alexanderssonar í KV Kortrijk tókst með ótrúlegum hætti að halda sæti sínu í belgísku úrvalsdeildinni eftir 4-2 sigur gegn Lommel þar sem þrenna var skoruð í uppbótartíma. 26. maí 2024 14:24 Rak mann og annan á innan við tveimur vikum Freyr Alexandersson vann þrekvirki þegar hann hélt belgíska efstu deildarliðinu KV Kortrijk uppi eftir að liðið var svo gott sem fallið þegar hann tók við því um mitt síðasta tímabil. 26. júní 2024 12:01 „Ég er ekki kraftaverkamaður“ „Ég get ekki tekið annað svona ár,“ segir knattspyrnuþjálfarinn Freyr Alexandersson sem vann mikið afrek með liði Kortrijk í belgísku úrvalsdeildinni. Afrek sem gerir Frey að afar eftirsóttum þjálfara og á hann mikilvægan fund í dag með stjórn félagsins. Freyr segist ekki vera kraftaverkamaður eins og margir halda fram. 28. maí 2024 08:00 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Sjá meira
Patrik er fæddur árið 2000 og hefur verið atvinnumaður síðan hann var 18 ára gamall. Hann hefur spilað fyrir fjölda félaga á láni en undanfarin þrjú ár hefur hann varið mark Viking í norsku úrvalsdeildinni. „Það var fínt fyrir mig að fara eitthvert þar sem ég gat sett niður rætur og fá smá stöðugleika. Markmiðið var að fara til Vikings í Noregi, gera það, spila fullt af leikjum og fá reynslu. Verða betri og vera svo seldur áfram. Það var alltaf hugmyndin, þannig að mission completed“ First day on the job ✅#KerelsStrijdenDoor 🔴⚪️ pic.twitter.com/fjT3xfQHe8— KV Kortrijk (@kvkofficieel) July 17, 2024 Væntir þess að vera fyrsti valkostur Patrik gerir fjögurra ára samning við Kortrijk og reiknar með því að vera fyrsti valkostur í markið á næsta tímabili. „Já, ég ætla allavega að hafa trú á því. Ég átti líka smá samtal við þá í janúar, það var líka skoðað málin þá en gekk ekki upp. Þannig að það var geggjað að þeir hafi náð að halda sér uppi.“ Spila í úrvalsdeild á næsta tímabili Kortrijk hélt óvænt og með ótrúlegum hætti sæti sínu í úrvalsdeildinni á næsta ári. Kraftaverkamaðurinn Freyr Alexandersson tók við liðinu fyrr á tímabilinu í nær ómögulegri stöðu en hefur tekið rækilega til hendinni og vildi fá Patrik með sér í verkefnið. „Hann hafði fylgst með mér í svolítinn tíma, markmannsþjálfarinn hérna líka, þannig að þeir þekktu mig vel. Þeir hafa trú á því að ég geti bætt liðið og hjálpað liðinu með mínum leikstíl og mínum styrkleikum. Það var söluræðan,“ sagði Patrik að lokum. Viðtalið allt og innslagið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Belgíski boltinn Tengdar fréttir Þrenna í uppbótartíma hélt lærisveinum Freys uppi í úrvalsdeild Lærisveinar Freys Alexanderssonar í KV Kortrijk tókst með ótrúlegum hætti að halda sæti sínu í belgísku úrvalsdeildinni eftir 4-2 sigur gegn Lommel þar sem þrenna var skoruð í uppbótartíma. 26. maí 2024 14:24 Rak mann og annan á innan við tveimur vikum Freyr Alexandersson vann þrekvirki þegar hann hélt belgíska efstu deildarliðinu KV Kortrijk uppi eftir að liðið var svo gott sem fallið þegar hann tók við því um mitt síðasta tímabil. 26. júní 2024 12:01 „Ég er ekki kraftaverkamaður“ „Ég get ekki tekið annað svona ár,“ segir knattspyrnuþjálfarinn Freyr Alexandersson sem vann mikið afrek með liði Kortrijk í belgísku úrvalsdeildinni. Afrek sem gerir Frey að afar eftirsóttum þjálfara og á hann mikilvægan fund í dag með stjórn félagsins. Freyr segist ekki vera kraftaverkamaður eins og margir halda fram. 28. maí 2024 08:00 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Sjá meira
Þrenna í uppbótartíma hélt lærisveinum Freys uppi í úrvalsdeild Lærisveinar Freys Alexanderssonar í KV Kortrijk tókst með ótrúlegum hætti að halda sæti sínu í belgísku úrvalsdeildinni eftir 4-2 sigur gegn Lommel þar sem þrenna var skoruð í uppbótartíma. 26. maí 2024 14:24
Rak mann og annan á innan við tveimur vikum Freyr Alexandersson vann þrekvirki þegar hann hélt belgíska efstu deildarliðinu KV Kortrijk uppi eftir að liðið var svo gott sem fallið þegar hann tók við því um mitt síðasta tímabil. 26. júní 2024 12:01
„Ég er ekki kraftaverkamaður“ „Ég get ekki tekið annað svona ár,“ segir knattspyrnuþjálfarinn Freyr Alexandersson sem vann mikið afrek með liði Kortrijk í belgísku úrvalsdeildinni. Afrek sem gerir Frey að afar eftirsóttum þjálfara og á hann mikilvægan fund í dag með stjórn félagsins. Freyr segist ekki vera kraftaverkamaður eins og margir halda fram. 28. maí 2024 08:00