Metfjöldi sérsveitarmanna á Þjóðhátíð í sumar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. júlí 2024 12:16 Sérsveitin verður fjölmenn á Þjóðhátíð í sumar. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur áhyggjur af því að ofbeldi og vopnaburður muni aukast á Þjóðhátíð í sumar þegar þúsundir ungmenna frá höfuðborgarsvæðinu og víðar streyma til eyjunnar. Hann segir lögregluna hafa gripið til ráðstafana vegna þessa og viðbúnaður á hátíðinni hafi aldrei verið meiri. Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri Vestmannaeyja, segist deila áhyggjum annarra lögregluumdæma þegar það kemur að ofbeldi meðal ungmenna og auknum vopnaburði. Hann segir lögregluna í Vestmannaeyjum hafa brugðist við þróuninni í samstarfi við ríkislögreglustjóra með því að fjölga sérsveitarmönnum sem munu sinna gæslu á Þjóðhátíð seinna í sumar. Sérsveitarmenn fjölga til muna „Við gerum okkur grein fyrir því og áttum okkur á því að þetta er að aukast, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu og þetta gæti borist hingað auðvitað í tengslum við hátíðarhöld sem hérna eru eins og til dæmis Þjóðhátíð og byrjuðum á síðasta ári að hafa aukin viðbúnað,“ sagði Karl. Sérsveitin muni auka sýnileika löggæslu á hátíðinni og aðstoða lögreglu við að gera vopn upptæk ef þau dúkka upp. Sérsveitarmenn hafa verið á Þjóðhátíð síðustu ár en þeim mun fjölga til muna á hátíðinni í sumar. „Þetta er mikil og góð sending sem við fáum frá ríkislögreglustjóra hvað þetta varðar enda deila þeir áhyggjum okkar varðandi þetta vandamál og ég held að samfélagið verði að snúast gegn þessu. Vegna þess að afleiðingarnar eru náttúrulega skelfilegar ef menn lenda í einhvers konar átökum og það er bara gripið til vopna um leið.“ Breytt áherslum til að mæta nýjum veruleika Að sögn Karls hefur ofbeldi og vopnaburður hjá ungmennum ekki aukist að sama leyti og í öðrum umdæmum og þakkar hann öflugu forvarnarstarfi fyrir það. Hann tekur þó fram að auðvitað geti sama þróun átt sér stað í Vestmannaeyjum og annars staðar. „Þá erum við með mjög öfluga samfélagslöggæslu og lögreglumenn heimsækja skóla og eru í tengslum við ungmenni hér í Vestmannaeyjum og við höfum lagt áherslu á það og breytt áherslum varðandi þennan nýja veruleika.“ Styðjast við fyrri reynslu Hann segir að fyrri reynsla lögreglunnar í Vestmannaeyjum við að sporna gegn auknum lagabrotum yfir þjóðhátíð muna koma að góðum notum. „Þegar svona mikill fjöldi fólks kemur saman eins og á Þjóðhátíð þá viljum við alls ekki að það verði uppi hér einhver slys af þess völdum og þess vegna erum við með aukin viðbúnað og viljum bara ekki sjá þetta hér. Við höfum reynslu af þessu þegar við tókum fíkniefnamálin föstum tökum fyrir einhverjum áratugum síðan hér á Þjóðhátíð að jafnvel þó að hér séu fíkniefni eins og annars staðar þá höfum við verið þekktir fyrir það að vera mjög öflugir að komast í veg fyrir það að þetta verði eitthvað stórkostlegt vandamál. Ég tel að það hafi tekist og við ætlum að gera það sama með vopnaburð. Þetta verður ekki liðið á þessari stóru hátíð.“ Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Lögreglumál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Sjá meira
Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri Vestmannaeyja, segist deila áhyggjum annarra lögregluumdæma þegar það kemur að ofbeldi meðal ungmenna og auknum vopnaburði. Hann segir lögregluna í Vestmannaeyjum hafa brugðist við þróuninni í samstarfi við ríkislögreglustjóra með því að fjölga sérsveitarmönnum sem munu sinna gæslu á Þjóðhátíð seinna í sumar. Sérsveitarmenn fjölga til muna „Við gerum okkur grein fyrir því og áttum okkur á því að þetta er að aukast, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu og þetta gæti borist hingað auðvitað í tengslum við hátíðarhöld sem hérna eru eins og til dæmis Þjóðhátíð og byrjuðum á síðasta ári að hafa aukin viðbúnað,“ sagði Karl. Sérsveitin muni auka sýnileika löggæslu á hátíðinni og aðstoða lögreglu við að gera vopn upptæk ef þau dúkka upp. Sérsveitarmenn hafa verið á Þjóðhátíð síðustu ár en þeim mun fjölga til muna á hátíðinni í sumar. „Þetta er mikil og góð sending sem við fáum frá ríkislögreglustjóra hvað þetta varðar enda deila þeir áhyggjum okkar varðandi þetta vandamál og ég held að samfélagið verði að snúast gegn þessu. Vegna þess að afleiðingarnar eru náttúrulega skelfilegar ef menn lenda í einhvers konar átökum og það er bara gripið til vopna um leið.“ Breytt áherslum til að mæta nýjum veruleika Að sögn Karls hefur ofbeldi og vopnaburður hjá ungmennum ekki aukist að sama leyti og í öðrum umdæmum og þakkar hann öflugu forvarnarstarfi fyrir það. Hann tekur þó fram að auðvitað geti sama þróun átt sér stað í Vestmannaeyjum og annars staðar. „Þá erum við með mjög öfluga samfélagslöggæslu og lögreglumenn heimsækja skóla og eru í tengslum við ungmenni hér í Vestmannaeyjum og við höfum lagt áherslu á það og breytt áherslum varðandi þennan nýja veruleika.“ Styðjast við fyrri reynslu Hann segir að fyrri reynsla lögreglunnar í Vestmannaeyjum við að sporna gegn auknum lagabrotum yfir þjóðhátíð muna koma að góðum notum. „Þegar svona mikill fjöldi fólks kemur saman eins og á Þjóðhátíð þá viljum við alls ekki að það verði uppi hér einhver slys af þess völdum og þess vegna erum við með aukin viðbúnað og viljum bara ekki sjá þetta hér. Við höfum reynslu af þessu þegar við tókum fíkniefnamálin föstum tökum fyrir einhverjum áratugum síðan hér á Þjóðhátíð að jafnvel þó að hér séu fíkniefni eins og annars staðar þá höfum við verið þekktir fyrir það að vera mjög öflugir að komast í veg fyrir það að þetta verði eitthvað stórkostlegt vandamál. Ég tel að það hafi tekist og við ætlum að gera það sama með vopnaburð. Þetta verður ekki liðið á þessari stóru hátíð.“
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Lögreglumál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Sjá meira