„Ég grét svo mikið“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. júlí 2024 15:02 Það er ýmislegt framundan hjá Aníta Briem. Vísir/Vilhelm Aníta Briem segir það hafa verið mjög tilfinningaþrungið að leika óléttan karakter í þáttaseríunni Ráðherrann á meðan hún var sjálf að reyna að eignast barn. Hún og kærastinn Hafþór Waldorff eiga von á stelpu í nóvember. Aníta ræddi þetta og ýmislegt annað í Bakaríinu á Bylgjunni í dag. Hlusta má á klippuna í heild sinni neðst í fréttinni. Aníta rifjaði upp sinn fyrsta barnsburð og segir að sér hafi verið ráðlagt af umboðsmönnum að greina ekki frá barnsburðinum í Hollywood-umhverfinu. „Fólk verður bara hrætt um að maður sé ekki eins sexy, verða gömul og að þetta sé að verða búið,“ segir hún um fyrstu óléttuna. „Ég var bara rétt að detta í þrítugt. Í þetta skiptið er þetta svo mikill fögnuður, þakklæti. Og stolt að líkaminn geti þetta.“ Hún flutti sextán ára til að fara í leiklistarskóla í Lundúnum og 22 ára til Los Angeles. „Það gerðist allt mjög óvart, ég datt inn í stóran heim mjög hratt.“ Aníta fór með hlutverk í þáttaseríunni Svo lengi sem við lifum, sem sýnd var á Stöð 2 á síðasta ári. Hún segir undanfarna mánuði hafa verið mikinn rússibana. Framundan hjá Anítu eru handritaskrif upp úr bókinni Stóri bróðir eftir Skúla Sigurðsson sem vann Blóðdropann fyrir tveimur árum. Það var fyrsta bók Skúla. „Sálfræði-spennutryllir,“ segir Aníta. Mikael Kaaber og Aníta Briem fóru með aðalhlutverk í þáttunum Svo lengi sem við lifum.Anton Brink Fjögurra daga gamalt barn í tökum Fleira er framundan hjá Anítu. Sjónvarpsserían Ráðherrann 2 er væntanleg þar sem Aníta fer með hlutverk Steinunnar. „Hún er ólétt á þessum tíma og við sjálf þráðum svo mikið að eignast barn, og vorum að reyna að eignast barn. Ég var í tökum með alls konar bumbur á mér og það voru oft flóknar tilfinningar. Því maður vissi ekki hvort maður yrði svo heppinn að upplifa þetta aftur.“ Aníta og Hafþór Waldorff eiga von á sínu fyrsta barni saman í nóvember. „Það er ein sena á fæðingadeildinni þar sem fjögurra daga barn leikur með okkur. Í miðri töku fæ ég barnið í fangið og ég grét svo mikið. Ég grét svo mikið.“ Hlusta má á klippuna úr Bakaríinu á Bylgjunni hér að neðan. Bakaríið Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Aníta ræddi þetta og ýmislegt annað í Bakaríinu á Bylgjunni í dag. Hlusta má á klippuna í heild sinni neðst í fréttinni. Aníta rifjaði upp sinn fyrsta barnsburð og segir að sér hafi verið ráðlagt af umboðsmönnum að greina ekki frá barnsburðinum í Hollywood-umhverfinu. „Fólk verður bara hrætt um að maður sé ekki eins sexy, verða gömul og að þetta sé að verða búið,“ segir hún um fyrstu óléttuna. „Ég var bara rétt að detta í þrítugt. Í þetta skiptið er þetta svo mikill fögnuður, þakklæti. Og stolt að líkaminn geti þetta.“ Hún flutti sextán ára til að fara í leiklistarskóla í Lundúnum og 22 ára til Los Angeles. „Það gerðist allt mjög óvart, ég datt inn í stóran heim mjög hratt.“ Aníta fór með hlutverk í þáttaseríunni Svo lengi sem við lifum, sem sýnd var á Stöð 2 á síðasta ári. Hún segir undanfarna mánuði hafa verið mikinn rússibana. Framundan hjá Anítu eru handritaskrif upp úr bókinni Stóri bróðir eftir Skúla Sigurðsson sem vann Blóðdropann fyrir tveimur árum. Það var fyrsta bók Skúla. „Sálfræði-spennutryllir,“ segir Aníta. Mikael Kaaber og Aníta Briem fóru með aðalhlutverk í þáttunum Svo lengi sem við lifum.Anton Brink Fjögurra daga gamalt barn í tökum Fleira er framundan hjá Anítu. Sjónvarpsserían Ráðherrann 2 er væntanleg þar sem Aníta fer með hlutverk Steinunnar. „Hún er ólétt á þessum tíma og við sjálf þráðum svo mikið að eignast barn, og vorum að reyna að eignast barn. Ég var í tökum með alls konar bumbur á mér og það voru oft flóknar tilfinningar. Því maður vissi ekki hvort maður yrði svo heppinn að upplifa þetta aftur.“ Aníta og Hafþór Waldorff eiga von á sínu fyrsta barni saman í nóvember. „Það er ein sena á fæðingadeildinni þar sem fjögurra daga barn leikur með okkur. Í miðri töku fæ ég barnið í fangið og ég grét svo mikið. Ég grét svo mikið.“ Hlusta má á klippuna úr Bakaríinu á Bylgjunni hér að neðan.
Bakaríið Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira