Íslenski boltinn

Tvö rauð þegar Eyja­menn unnu botnliðið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Oliver Heiðarsson skoraði eina mark leiksins þegar ÍBV tók á móti Dalvík/Reyni í Lengjudeildinni.
Oliver Heiðarsson skoraði eina mark leiksins þegar ÍBV tók á móti Dalvík/Reyni í Lengjudeildinni. vísir/anton

ÍBV vann Dalvík/Reyni, 1-0, í fyrri leik dagsins í Lengjudeild karla. Tvö rauð spjöld fóru á loft í Eyjum.

ÍBV er í 3. sæti deildarinnar með 22 stig en Dalvík/Reynir er á botninum með aðeins átta stig, fjórum stigum frá öruggu sæti.

Eftir aðeins ellefu mínútur kom eina mark leiksins. Það gerði Oliver Heiðarsson þegar hann fylgdi eftir skoti Felix Arnar Friðrikssonar sem Franko Lalic varði.

Þremur mínútum fyrir hálfleik var Eyjamanninum Hermann Þór Ragnarsson rekinn af velli fyrir að sparka í Rúnar Helga Björnsson.

Þrátt fyrir að vera manni fleiri í rúman hálfleik tókst Norðanmönnum ekki að jafna. Þeir misstu svo mann af velli á lokamínútunni þegar Matheus Bissi Da Silva fékk tvö gul spjöld með skömmu millibili. Lokatölur 1-0, Eyjamönnum í vil.

Upplýsingar um markaskorara og gang mála eru fengnar frá Fótbolta.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×