Solaris fordæmir ummæli vararíkissaksóknara Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. júlí 2024 17:04 Stjórn samtakanna segir ásakanir Helga Magnúsar ekki eiga við rök að styðjast. Vísir/Samsett Stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, fordæmir ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara um samtökin sem hann lét falla í færslu á Facebook síðu sinni í gær. Í færslunni, sem Vísir fjallaði um í dag, gerir Helgi Magnús ættartengsl Odds Ástráðssonar, sem hafði gert athugasemdir við orðræðu Helga Magnúsar í garð hælisleitenda, að umfjöllunarefni sínu og segir meðal annars að Oddur hafi afkomu sína að nokkru eða öllu undir vinnu í innflytjendamálum og þar á meðal í þágu Solaris. Þá segir hann Solaris berjast hörðum höndum fyrir „nær óheftum aðgangi fólks frá Miðausturlöndum að Íslandi, að því er virðist án þess að láta sig varða bakgrunn þess fólks og hugsanleg tengsl við öfga- og hryðjuverkasamtök.“ Ummælin látin falla til að draga úr trúverðugleika samtakanna Stjórn Solaris segir í færslu á eigin Facebook-síðu að ásakanir Helga Magnúsar um tengingu Solaris og skjólstæðinga þeirra við hryðjuverkasamtök eigi ekki við nokkur rök að styðjast og að þau beri að fordæma. „Það virðist vera í miklu uppáhaldi þessa dagana hjá ákveðnum einstaklingum og hópum í samfélaginu að tengja Solaris, sjálfboðaliða samtakanna og skjólstæðinga þeirra við hryðjuverkastarfsemi. Er það fyrst og fremst gert til þess að draga úr trúverðugleika samtakanna og þeirra sem starfa fyrir þau í sjálfboðavinnu og til þess að ýta undir fordóma og hatur í garð flóttafólks,“ segir í yfirlýsingu Solaris. Þar segir jafnframt að Solaris telji að einstaklingur sem starfar hjá æðsta handhafa ákæruvalds á Íslandi geti ekki leyft sér að dreifa rógburði um einstaklinga og hjálparsamtök og „ljúga upp á þau tengslum við öfga- og hryðjuverkasamtök.“ Fordómar og hatur fari vaxandi „Stjórn Solaris tekur undir með þeim sem hafa bent á að orðræða Helga Magnúsar sé til þess fallin að rýra traust til embættis og ýta undir fordóma og hatur í garð fólks á flótta og sérstaklega fólks frá Miðausturlöndum. Við hvetjum ríkissaksóknara til þess að taka þessi og önnur nýleg og forkastanleg ummæli Helga Magnúsar, vararíkissaksóknara, til athugunar,“ segir í færslunni. „Stjórn Solaris lýsir yfir miklum áhyggjum af þeirri alvarlegu þróun sem á sér stað í samfélaginu, þar sem útlendingaandúð, fordómar í garð flóttafólks og múslimahatur fer vaxandi, ekki síst á meðal fólks í valdastöðum!“ Dómsmál Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Í færslunni, sem Vísir fjallaði um í dag, gerir Helgi Magnús ættartengsl Odds Ástráðssonar, sem hafði gert athugasemdir við orðræðu Helga Magnúsar í garð hælisleitenda, að umfjöllunarefni sínu og segir meðal annars að Oddur hafi afkomu sína að nokkru eða öllu undir vinnu í innflytjendamálum og þar á meðal í þágu Solaris. Þá segir hann Solaris berjast hörðum höndum fyrir „nær óheftum aðgangi fólks frá Miðausturlöndum að Íslandi, að því er virðist án þess að láta sig varða bakgrunn þess fólks og hugsanleg tengsl við öfga- og hryðjuverkasamtök.“ Ummælin látin falla til að draga úr trúverðugleika samtakanna Stjórn Solaris segir í færslu á eigin Facebook-síðu að ásakanir Helga Magnúsar um tengingu Solaris og skjólstæðinga þeirra við hryðjuverkasamtök eigi ekki við nokkur rök að styðjast og að þau beri að fordæma. „Það virðist vera í miklu uppáhaldi þessa dagana hjá ákveðnum einstaklingum og hópum í samfélaginu að tengja Solaris, sjálfboðaliða samtakanna og skjólstæðinga þeirra við hryðjuverkastarfsemi. Er það fyrst og fremst gert til þess að draga úr trúverðugleika samtakanna og þeirra sem starfa fyrir þau í sjálfboðavinnu og til þess að ýta undir fordóma og hatur í garð flóttafólks,“ segir í yfirlýsingu Solaris. Þar segir jafnframt að Solaris telji að einstaklingur sem starfar hjá æðsta handhafa ákæruvalds á Íslandi geti ekki leyft sér að dreifa rógburði um einstaklinga og hjálparsamtök og „ljúga upp á þau tengslum við öfga- og hryðjuverkasamtök.“ Fordómar og hatur fari vaxandi „Stjórn Solaris tekur undir með þeim sem hafa bent á að orðræða Helga Magnúsar sé til þess fallin að rýra traust til embættis og ýta undir fordóma og hatur í garð fólks á flótta og sérstaklega fólks frá Miðausturlöndum. Við hvetjum ríkissaksóknara til þess að taka þessi og önnur nýleg og forkastanleg ummæli Helga Magnúsar, vararíkissaksóknara, til athugunar,“ segir í færslunni. „Stjórn Solaris lýsir yfir miklum áhyggjum af þeirri alvarlegu þróun sem á sér stað í samfélaginu, þar sem útlendingaandúð, fordómar í garð flóttafólks og múslimahatur fer vaxandi, ekki síst á meðal fólks í valdastöðum!“
Dómsmál Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira