Arnar eftir annað tap Víkings á stuttum tíma: „Við erum í öldudal“ Runólfur Trausti Þórhallsson og Einar Kárason skrifa 20. júlí 2024 20:06 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. vísir/diego Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, segir lið sitt í öldudal eftir tap á Akureyri í 15. umferð Bestu deildar karla. Liðið féll út úr forkeppni Meistaradeildar Evrópu í liðinni viku og gefur nú liðunum í 2. og 3. sæti Bestu deildarinnar tækifæri á að brúa bilið. „Ef maður nýtir ekki færin þá er alltaf séns að fá blauta tusku í andlitið og Sveinn Margeir (Hauksson) gerði þetta virkilega vel í sínu færi en að sama skapi var þetta ekki nægilega sterkur varnarleikur hjá okkur.“ „Mér fannst eins og við hefðum getað klárað leikinn í fyrri hálfleik og svo voru færi í seinni hálfleik líka. Þetta minnti mig smá á Shamrock-leikina, vorum með nokkra yfirburði út á velli en það er smá ólukka og menn aðeins að stressa sig of mikið inn í teig andstæðinganna, láta of mikið á sig fá þegar færin klikka. Þá fara menn að stressast upp frekar en að slaka á því við erum lið sem fær alltaf fullt af færum.“ „Bæði þarf að hrósa KA, þeir gátu ekki spilað annan eins hálfleik og í fyrri hálfleik. Voru árásagjarnari og gerðu hlutina erfiða fyrir okkur. Svo veit maður ekki hvort það var andleg- og líkamleg þreyta sem sat í mönnum eftir Shamrock. Þegar allt kemur saman í hinn fullkomna storm verður þetta erfitt í seinni hálfleik. Fengum líka fín færi til að klára leikinn í seinni hálfleik en kannski aðeins færri en í fyrri.“ „Ég hef alltaf sagt að þetta mót mun fara alla leið, það eru of góð lið í þessari deild. Svo þegar menn eru að berjast á öllum vígstöðvum þá minnkar bilið á milli liðanna og þess háttar sem gerir þetta skemmtilegt fyrir áhorfendur.“ „Við erum í öldudal núna en það eru alltaf lið sem lenda í öldudal á hverju sumri, þurfum bara að sjá til þess að öldudalurinn verði ekki fjórir eða fimm leikir. Það eru núna komnir þrír leikir og það er að mínu mati óskandi að það muni linna núna sem fyrst. Ef það heldur áfram þá verður það sem stefndi í gördjöss sumar einfaldlega vont,“ sagði Arnar að endingu. Besta deild karla Víkingur Reykjavík KA Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Sjá meira
„Ef maður nýtir ekki færin þá er alltaf séns að fá blauta tusku í andlitið og Sveinn Margeir (Hauksson) gerði þetta virkilega vel í sínu færi en að sama skapi var þetta ekki nægilega sterkur varnarleikur hjá okkur.“ „Mér fannst eins og við hefðum getað klárað leikinn í fyrri hálfleik og svo voru færi í seinni hálfleik líka. Þetta minnti mig smá á Shamrock-leikina, vorum með nokkra yfirburði út á velli en það er smá ólukka og menn aðeins að stressa sig of mikið inn í teig andstæðinganna, láta of mikið á sig fá þegar færin klikka. Þá fara menn að stressast upp frekar en að slaka á því við erum lið sem fær alltaf fullt af færum.“ „Bæði þarf að hrósa KA, þeir gátu ekki spilað annan eins hálfleik og í fyrri hálfleik. Voru árásagjarnari og gerðu hlutina erfiða fyrir okkur. Svo veit maður ekki hvort það var andleg- og líkamleg þreyta sem sat í mönnum eftir Shamrock. Þegar allt kemur saman í hinn fullkomna storm verður þetta erfitt í seinni hálfleik. Fengum líka fín færi til að klára leikinn í seinni hálfleik en kannski aðeins færri en í fyrri.“ „Ég hef alltaf sagt að þetta mót mun fara alla leið, það eru of góð lið í þessari deild. Svo þegar menn eru að berjast á öllum vígstöðvum þá minnkar bilið á milli liðanna og þess háttar sem gerir þetta skemmtilegt fyrir áhorfendur.“ „Við erum í öldudal núna en það eru alltaf lið sem lenda í öldudal á hverju sumri, þurfum bara að sjá til þess að öldudalurinn verði ekki fjórir eða fimm leikir. Það eru núna komnir þrír leikir og það er að mínu mati óskandi að það muni linna núna sem fyrst. Ef það heldur áfram þá verður það sem stefndi í gördjöss sumar einfaldlega vont,“ sagði Arnar að endingu.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík KA Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Sjá meira